Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 17:39 Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala. Skjáskot/Kvennablaðið Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. Greinina skrifa forsvarsmenn Kvennablaðsins, þær Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri miðilsins, og Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Forsvarsmenn Kvennablaðsins þakka í greininni þeim blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið frá því að miðillinn hóf göngu sína á netinu í nóvember 2013. Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennablaðsins segir ákvörðunina um að hætta útgáfu Kvennablaðsins hafa verið virkilega þungbæra. Hún hafi þó verið að malla í einhvern tíma. Þrátt fyrir að blaðið sé komið í ótímabundinn dvala segir Soffía að þó væri ekki loku skotið fyrir það að Kvennablaðið yrði endurvakið seinna meir, þær Steinunn ætli þó að safna kröftum og einbeita sér að öðrum verkefnum. Soffía sagði erfitt fyrir lítinn miðil eins og Kvennablaðið að keppa á auglýsingamarkaði enda eigi minni miðlar það til að gleymast.Lesendum þakkað fyrir samfylgdina Greinina má lesa á vef Kvennablaðsins eða hér að neðan:Ágætu lesendur,Kvennablaðið leggst nú í ótímabundinn dvala og af því tilefni viljum við þakka lesendum fyrir samfylgdina. Kvennablaðið vefmiðill hóf göngu sína í nóvember 2013 og lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur en hún endurvakti blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885 og ritstýrði í 25 ár.Undirritaðar, forsvarsmenn Kvennablaðsins, vilja á þessum tímamótum þakka öllum þeim fjölmörgu blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið í launaðri og ólaunaðri vinnu og ber þá að telja sérstaklega Hauk Má Helgason sem ritstýrt hefur blaðinu síðustu misserin, Evu Hauksdóttur, Hlín Einarsdóttur, Andra Þór Sturluson, Atla Þór Fanndal, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Steinunni Ingu Óttarsdóttur, Kristinn Hrafnsson, Kristján Frímann Kristjánsson, Kára Stefánsson, Ingunni Bylgju Einarsdóttur, Einar Steingrímsson, Anton Helga Jónsson, Báru Halldórsdóttur og Tobbu Marinósdóttur.Bestu þakkir fá einnig þeir fjölmörgu sem hafa skrifað greinar í blaðið og sent okkur ábendingar um efni og efnistök á undangengnum sex árum sem og prófarkalesarar þeir sem hafa lagt blaðinu lið.Hjartans þakkir fá þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Einar Aðalsteinsson vefhönnuður, Kristján Steinarsson leynivinur (blessuð sé minning hans) og Þorvaldur Sverrisson fyrir stuðning á trylltum stundum.Við viljum að lokum benda öllum greinarhöfundum Kvennablaðsins að afrita efni sitt ef þeir þess kjósa á allra næstu dögum en eftir um það bil viku verður vefurinn óaðgengilegur.Við þökkum innilega fyrir samstarfið og samfylgdina og vonum að þið njótið sumarsins!Steinunn Ólína & Soffía Steingrímsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. Greinina skrifa forsvarsmenn Kvennablaðsins, þær Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri miðilsins, og Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Forsvarsmenn Kvennablaðsins þakka í greininni þeim blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið frá því að miðillinn hóf göngu sína á netinu í nóvember 2013. Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennablaðsins segir ákvörðunina um að hætta útgáfu Kvennablaðsins hafa verið virkilega þungbæra. Hún hafi þó verið að malla í einhvern tíma. Þrátt fyrir að blaðið sé komið í ótímabundinn dvala segir Soffía að þó væri ekki loku skotið fyrir það að Kvennablaðið yrði endurvakið seinna meir, þær Steinunn ætli þó að safna kröftum og einbeita sér að öðrum verkefnum. Soffía sagði erfitt fyrir lítinn miðil eins og Kvennablaðið að keppa á auglýsingamarkaði enda eigi minni miðlar það til að gleymast.Lesendum þakkað fyrir samfylgdina Greinina má lesa á vef Kvennablaðsins eða hér að neðan:Ágætu lesendur,Kvennablaðið leggst nú í ótímabundinn dvala og af því tilefni viljum við þakka lesendum fyrir samfylgdina. Kvennablaðið vefmiðill hóf göngu sína í nóvember 2013 og lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur en hún endurvakti blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885 og ritstýrði í 25 ár.Undirritaðar, forsvarsmenn Kvennablaðsins, vilja á þessum tímamótum þakka öllum þeim fjölmörgu blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið í launaðri og ólaunaðri vinnu og ber þá að telja sérstaklega Hauk Má Helgason sem ritstýrt hefur blaðinu síðustu misserin, Evu Hauksdóttur, Hlín Einarsdóttur, Andra Þór Sturluson, Atla Þór Fanndal, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Steinunni Ingu Óttarsdóttur, Kristinn Hrafnsson, Kristján Frímann Kristjánsson, Kára Stefánsson, Ingunni Bylgju Einarsdóttur, Einar Steingrímsson, Anton Helga Jónsson, Báru Halldórsdóttur og Tobbu Marinósdóttur.Bestu þakkir fá einnig þeir fjölmörgu sem hafa skrifað greinar í blaðið og sent okkur ábendingar um efni og efnistök á undangengnum sex árum sem og prófarkalesarar þeir sem hafa lagt blaðinu lið.Hjartans þakkir fá þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Einar Aðalsteinsson vefhönnuður, Kristján Steinarsson leynivinur (blessuð sé minning hans) og Þorvaldur Sverrisson fyrir stuðning á trylltum stundum.Við viljum að lokum benda öllum greinarhöfundum Kvennablaðsins að afrita efni sitt ef þeir þess kjósa á allra næstu dögum en eftir um það bil viku verður vefurinn óaðgengilegur.Við þökkum innilega fyrir samstarfið og samfylgdina og vonum að þið njótið sumarsins!Steinunn Ólína & Soffía Steingrímsdóttir
Fjölmiðlar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira