Borgarbúar fá frítt í strætó á morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 11:15 Strætó bs ætlar að bjóða borgarbúum frían dagspassa í Strætóappinu á morgun vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir svokölluðum "gráum degi“ en þá er svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í kringum stórar umferðaræðar. Strætó bs ætlar að bjóða borgarbúum frían dagspassa í Strætóappinu á morgun vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir svokölluðum „gráum degi“ en þá er svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í kringum stórar umferðaræðar. Vegna aðstæðna, vindur er hægur, götur eru þurrar og litlar líkur á úrkomu, er búist við því að ástandið vari einnig næstu daga og megi því sjá ryk þyrlast upp á umferðargötum Reykjavíkurborgar og svifryksstyrkur verði hár.Sjá einnig: Búast má við miklu svifryki næstu daga Hægt verður að nálgast frípassann undir „Mínir miðar“ í appinu og gilda þeir út mánudaginn 8. apríl. Vísir greindi frá því þann 19. mars að búið væri að forrita frímiða í appinu þannig að á næsta „gráa degi“ gætu handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að með uppátækinu vilji þau breyta viðhorfum borgarbúa til loftgæðamála. „Við viljum breyta viðhorfum til loftgæðamála og fá fleiri til þess að taka almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þetta snýst ekki bara um svifrykið heldur líka um loftmengunina sem kemur algjörlega frá bílaumferð, það er köfnunarefnisoxíið. Eina leiðin til að minnka mengunina er að hvíla bílinn. Það er ekkert flóknara en það. Við viljum skapa hugrenningartengsl hjá fólki þannig að þegar svona „gráir dagar“ koma þá hugsi fólk um að skilja bílinn eftir og nýta góða veðrið frekar til að labba, hjóla eða taka strætó.“ Fyrst um sinn verður aðeins um eitt skipti að ræða en Guðmundur segir að ef vel tekst til og margir nýti sér dagspassann í smáforritinu gæti það vel farið svo að þeim fjölgi dögunum sem það verður ókeypis í Strætó þegar loftgæði eru slæm. Strætó, Umhverfisstofnun, Umhverfisráðuneytið, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvetja íbúa til að sýna samstöðu og ganga, hjóla eða taka strætó á morgun. Myllumerki átaksins á samfélagmiðlum er #grárdagur. Heilbrigðismál Samgöngur Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Frítt í strætó á næsta „gráa degi“ Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta "gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. 19. mars 2019 16:26 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Strætó bs ætlar að bjóða borgarbúum frían dagspassa í Strætóappinu á morgun vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir svokölluðum „gráum degi“ en þá er svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í kringum stórar umferðaræðar. Vegna aðstæðna, vindur er hægur, götur eru þurrar og litlar líkur á úrkomu, er búist við því að ástandið vari einnig næstu daga og megi því sjá ryk þyrlast upp á umferðargötum Reykjavíkurborgar og svifryksstyrkur verði hár.Sjá einnig: Búast má við miklu svifryki næstu daga Hægt verður að nálgast frípassann undir „Mínir miðar“ í appinu og gilda þeir út mánudaginn 8. apríl. Vísir greindi frá því þann 19. mars að búið væri að forrita frímiða í appinu þannig að á næsta „gráa degi“ gætu handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að með uppátækinu vilji þau breyta viðhorfum borgarbúa til loftgæðamála. „Við viljum breyta viðhorfum til loftgæðamála og fá fleiri til þess að taka almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þetta snýst ekki bara um svifrykið heldur líka um loftmengunina sem kemur algjörlega frá bílaumferð, það er köfnunarefnisoxíið. Eina leiðin til að minnka mengunina er að hvíla bílinn. Það er ekkert flóknara en það. Við viljum skapa hugrenningartengsl hjá fólki þannig að þegar svona „gráir dagar“ koma þá hugsi fólk um að skilja bílinn eftir og nýta góða veðrið frekar til að labba, hjóla eða taka strætó.“ Fyrst um sinn verður aðeins um eitt skipti að ræða en Guðmundur segir að ef vel tekst til og margir nýti sér dagspassann í smáforritinu gæti það vel farið svo að þeim fjölgi dögunum sem það verður ókeypis í Strætó þegar loftgæði eru slæm. Strætó, Umhverfisstofnun, Umhverfisráðuneytið, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvetja íbúa til að sýna samstöðu og ganga, hjóla eða taka strætó á morgun. Myllumerki átaksins á samfélagmiðlum er #grárdagur.
Heilbrigðismál Samgöngur Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Frítt í strætó á næsta „gráa degi“ Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta "gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. 19. mars 2019 16:26 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34
Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00
Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38
Frítt í strætó á næsta „gráa degi“ Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta "gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. 19. mars 2019 16:26