Sakar Trudeau um hræðsluáróður Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2019 10:16 Andrew Scheer er formaður kanadíska Íhaldsflokksins. Getty Andrew Scheer, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kanada og formaður Íhaldsflokksins, hefur sakað Justin Trudeau forsætisráðherra um tilraunir til að þagga niður í sér eftir að hann kallaði ríkisstjórnina spillta. Scheer segir að í bréfi hafi lögmaður Trudeau látið sérstaklega ærumeiðandi ummæli falla eftir orð Scheer um pólitískt hneykslismál sem hefur verið mjög áberandi í umræðunni vestanhafs að undanförnu. Tveir ráðherrar í stjórn Trudeau hafa sagt af sér vegna hneykslismálsins. Málið snýr að sakamálarannsókn sem beinist að byggingafyrirtækinu SNC-Lavalin Group, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, sem sakað er um að hafa mútað hátt settum embættismönnum í Líbíu. Hafa Trudeau og nánustu ráðgjafar verið sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin frá saksókn vegna mútugreiðslnna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Scheer hefur nú sakað ríkisstjórn Trudeau um spillingu og að hafa logið að Kanadamönnum. Segir hann bréfið frá lögmanni forsætisráðherrans vera liður í hræðsluáróðri Trudeau. „Þetta er enn ein tilraun þeirra til að þagga niður í þeim sem leita sannleikans,“ sagði Scheer á blaðamannafundi í gær. Talsmaður Trudeau segir að bréfið hafi verið sent Scheer til að upplýsa hann um að það hafi afleiðingar í för með sér að láta „fölsk og niðurlægjandi ummæli“ falla. Kosið er til þings í Kanada eftir um hálft ár og benda skoðanakannanir til að Íhaldaflokkurinn njóti nú meiri stuðnings en flokkur Trudeau. Trudeau tók við embætti forsætisráðherra Kanada árið 2015. Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Andrew Scheer, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kanada og formaður Íhaldsflokksins, hefur sakað Justin Trudeau forsætisráðherra um tilraunir til að þagga niður í sér eftir að hann kallaði ríkisstjórnina spillta. Scheer segir að í bréfi hafi lögmaður Trudeau látið sérstaklega ærumeiðandi ummæli falla eftir orð Scheer um pólitískt hneykslismál sem hefur verið mjög áberandi í umræðunni vestanhafs að undanförnu. Tveir ráðherrar í stjórn Trudeau hafa sagt af sér vegna hneykslismálsins. Málið snýr að sakamálarannsókn sem beinist að byggingafyrirtækinu SNC-Lavalin Group, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, sem sakað er um að hafa mútað hátt settum embættismönnum í Líbíu. Hafa Trudeau og nánustu ráðgjafar verið sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin frá saksókn vegna mútugreiðslnna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Scheer hefur nú sakað ríkisstjórn Trudeau um spillingu og að hafa logið að Kanadamönnum. Segir hann bréfið frá lögmanni forsætisráðherrans vera liður í hræðsluáróðri Trudeau. „Þetta er enn ein tilraun þeirra til að þagga niður í þeim sem leita sannleikans,“ sagði Scheer á blaðamannafundi í gær. Talsmaður Trudeau segir að bréfið hafi verið sent Scheer til að upplýsa hann um að það hafi afleiðingar í för með sér að láta „fölsk og niðurlægjandi ummæli“ falla. Kosið er til þings í Kanada eftir um hálft ár og benda skoðanakannanir til að Íhaldaflokkurinn njóti nú meiri stuðnings en flokkur Trudeau. Trudeau tók við embætti forsætisráðherra Kanada árið 2015.
Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45
Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46