Forstjóri Korean Air og faðir „hnetudrottningarinnar“ látinn Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 12:00 Cho Yang-ho lætur eftir sig eiginkonu, tvær dætur og son. Getty/SeongJoon Cho Cho Yang-ho forstjóri flugfélagsins Korean Air er látinn sjötugur að aldri. Í fréttatilkynningu flugfélagsins kemur fram að forstjórinn hafi látist á spítala í Los Angeles í gær. Ekki er greint frá dánarorsök forstjórans. Sonur hans, Cho Won-tae, er talinn líklegur arftaki hans að því er kemur fram í Financial Times. Forstjórinn hefur ratað í sviðsljós fjölmiðla fyrir ýmis hneykslismál tengd fjölskyldu hans. Cho Yang hafði nýlega verið vikið úr stjórn flugfélagsins vegna spillingar.Cho Hyun-ah leidd fyrir rétt í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu í desember 2014Getty/Chung Sung-JunHnetur í poka ollu uppnámi Elsta dóttir hans, Cho-Hyun-ah, bálreiddist í flugi fyrir fimm árum þegar henni voru færðar hnetur í poka en ekki á diski. Hún skipaði áhöfninni að snúa til baka að hliðinu og vísa yfirflugfreyjunni frá borði. Hún var í kjölfarið fundin sek um að ógna flugöryggi og misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Fékk hún í framhaldinu viðurnefnið „hnetudrottningin“. Yngsta dóttir hans var í apríl í fyrra ásökuð um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Í kjölfar atvikanna svipti forstjórinn dætur sínar allri ábyrgð innan flugfélagsins og bað kóresku þjóðina og starfsmenn flugfélagsins afsökunar.Vikið úr stjórn flugfélagsins Forstjórinn sat sjálfur undir ásökunum um fjársvik og brot á trausti árið 2018. Hann neitaði allri sök en var í kjölfarið vikið úr stjórn Korean Air í síðasta mánuði. Hneykslin hafa vakið upp umræðu um viðskiptaveldi Suður-Kóreu þar sem fjölskyldufyrirtæki eða chaebols, eins og þau eru kölluð þar í landi, eru sögð ráða ríkjum. Cho Yang-ho er sagður fyrsti ríkjandi stjórnandi fjölskyldufyrirtækis í Suður-Kóreu sem hefur verið hrakinn frá völdum. Þykir það stór sigur þeirra sem vilja draga úr valdi fjölskyldna í viðskiptaumhverfi Suður-Kóreu. Andlát Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Önnur þeirra tafði brottför flugs vegna hnetupoka. 22. apríl 2018 23:00 Dóttir stjórnarformannsins brjálaðist þegar hún fékk ekki hnetur á disk Dóttir stjórnarformanns Korean Air skipaði áhafnarmeðlimum vélar flugfélagsins að hætta við flugtak og aka vélinni aftur í flugstöð. 10. desember 2014 16:27 Ársfangelsi vegna hnetupoka Heather Cho braut lög þegar hún lét hætta við flugtak til að reka flugþjón og var hún dæmd í ársfangelsi. 12. febrúar 2015 10:42 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Cho Yang-ho forstjóri flugfélagsins Korean Air er látinn sjötugur að aldri. Í fréttatilkynningu flugfélagsins kemur fram að forstjórinn hafi látist á spítala í Los Angeles í gær. Ekki er greint frá dánarorsök forstjórans. Sonur hans, Cho Won-tae, er talinn líklegur arftaki hans að því er kemur fram í Financial Times. Forstjórinn hefur ratað í sviðsljós fjölmiðla fyrir ýmis hneykslismál tengd fjölskyldu hans. Cho Yang hafði nýlega verið vikið úr stjórn flugfélagsins vegna spillingar.Cho Hyun-ah leidd fyrir rétt í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu í desember 2014Getty/Chung Sung-JunHnetur í poka ollu uppnámi Elsta dóttir hans, Cho-Hyun-ah, bálreiddist í flugi fyrir fimm árum þegar henni voru færðar hnetur í poka en ekki á diski. Hún skipaði áhöfninni að snúa til baka að hliðinu og vísa yfirflugfreyjunni frá borði. Hún var í kjölfarið fundin sek um að ógna flugöryggi og misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Fékk hún í framhaldinu viðurnefnið „hnetudrottningin“. Yngsta dóttir hans var í apríl í fyrra ásökuð um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Í kjölfar atvikanna svipti forstjórinn dætur sínar allri ábyrgð innan flugfélagsins og bað kóresku þjóðina og starfsmenn flugfélagsins afsökunar.Vikið úr stjórn flugfélagsins Forstjórinn sat sjálfur undir ásökunum um fjársvik og brot á trausti árið 2018. Hann neitaði allri sök en var í kjölfarið vikið úr stjórn Korean Air í síðasta mánuði. Hneykslin hafa vakið upp umræðu um viðskiptaveldi Suður-Kóreu þar sem fjölskyldufyrirtæki eða chaebols, eins og þau eru kölluð þar í landi, eru sögð ráða ríkjum. Cho Yang-ho er sagður fyrsti ríkjandi stjórnandi fjölskyldufyrirtækis í Suður-Kóreu sem hefur verið hrakinn frá völdum. Þykir það stór sigur þeirra sem vilja draga úr valdi fjölskyldna í viðskiptaumhverfi Suður-Kóreu.
Andlát Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Önnur þeirra tafði brottför flugs vegna hnetupoka. 22. apríl 2018 23:00 Dóttir stjórnarformannsins brjálaðist þegar hún fékk ekki hnetur á disk Dóttir stjórnarformanns Korean Air skipaði áhafnarmeðlimum vélar flugfélagsins að hætta við flugtak og aka vélinni aftur í flugstöð. 10. desember 2014 16:27 Ársfangelsi vegna hnetupoka Heather Cho braut lög þegar hún lét hætta við flugtak til að reka flugþjón og var hún dæmd í ársfangelsi. 12. febrúar 2015 10:42 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Önnur þeirra tafði brottför flugs vegna hnetupoka. 22. apríl 2018 23:00
Dóttir stjórnarformannsins brjálaðist þegar hún fékk ekki hnetur á disk Dóttir stjórnarformanns Korean Air skipaði áhafnarmeðlimum vélar flugfélagsins að hætta við flugtak og aka vélinni aftur í flugstöð. 10. desember 2014 16:27
Ársfangelsi vegna hnetupoka Heather Cho braut lög þegar hún lét hætta við flugtak til að reka flugþjón og var hún dæmd í ársfangelsi. 12. febrúar 2015 10:42