Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. apríl 2019 11:45 Flugvél WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að félagið fór í þrot. Vísir/vilhelm Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. Pressan komi frá leigusölum flugvélanna sem sjái sér hag í því að þær verði áfram notaðar með sama útliti. Þá séu þeir sem úthluti svokölluðum slottum sem WOW air átti að verða óþolinmóðir að selja þau annað. Líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu hyggjast Skúli Mogensen og helstu lykilstarfsmenn WOW air endurvekja rekstur flugfélagsins. Eru þeir sagðir leita fjármögnunar upp á 40 milljónir dala til þess að fara af stað með reksturinn. Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri þrotabús WOW air, staðfestir að einhverjir aðilar hafi haft samband og lýst yfir áhuga á að kaupa rekstarhlutann út búinu. Hann segir að tímaramminn sé ansi þröngur. „Við skiptastjórarnir erum alveg rólegir þannig lagað. Við höfum tekið mönnum fagnandi og myndum fagna því ef kæmi fé inn í búið fyrir verðmæti,“ segir Sveinn Andri.Af hverju þarf að hraða þessum ákvörðunum? „Það eru fyrst og fremst tveir aðilar. Það er Samgöngustofa sem getur ekki haldið þessu leyfi hangandi. Auk þess sem þessi slott eða leiðir, það þarf að koma þeim aftur í umferð. Þessir stjórnendur úti sem sjá um að úthluta slottum, þeir eru ekki mjög þolinmóðir. Síðan eru þetta aðallega leigusalar flugvélanna sem sjá sér ákveðinn hag í því að nýr aðili taki yfir vélunum sem eru með sama útliti og lógó því þá þarf ekki að fara út í mikinn kostað við að breyta vélunum. Ég hefði bara haldið að það væri dagurinn í dag en það má vel vera að þeim takist að kreista út einhverja auka fresti en það erum ekki við sem ráðum ferðinni þar.“ Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að tilraun Skúla Mogensen til þess að endurreisa WOW air byggist meðal annars á því að umtalsverðum fjárhæðum, eða allt að 670 milljónum íslenskra króna, verði safnað á erlendum hópfjármögnunarvettvangi, ekki ólíkt hinu íslenska Karolina Fund. Þá kemur fram að sú hugmynd sé uppi að Skúli og þeir lykilstarfsmenn sem taka þátt í endurreisninni taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun og fyrirgeri þar með rétti sínum til launa í uppsagnafresti. Sveinn Andri staðfestir að sú hugmynd hafi verið borin upp. „Ef nýr rekstraraðili tekur yfir rekstur WOW og ræður til sín fyrrum starfsmenn félagsins þá er það fagnaðarefni að fólk sé að fá vinnu en þetta myndi líka leiða til þess að það fækki forgangskröfur í búið sem þessu nemur og þá eru meiri líkur á því að almennir kröfuhafa, sem við vinnum fyrir líka, fái eitthvað fyrir sinn snúð.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Búast við að yfirgefin WOW-vél verði flutt í næstu viku Vélin hefur staðið óhreyfð á Newark-flugvelli í New Jersey síðan WOW hætti rekstri, þann 28. mars síðastliðinn. 6. apríl 2019 09:24 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. Pressan komi frá leigusölum flugvélanna sem sjái sér hag í því að þær verði áfram notaðar með sama útliti. Þá séu þeir sem úthluti svokölluðum slottum sem WOW air átti að verða óþolinmóðir að selja þau annað. Líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu hyggjast Skúli Mogensen og helstu lykilstarfsmenn WOW air endurvekja rekstur flugfélagsins. Eru þeir sagðir leita fjármögnunar upp á 40 milljónir dala til þess að fara af stað með reksturinn. Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri þrotabús WOW air, staðfestir að einhverjir aðilar hafi haft samband og lýst yfir áhuga á að kaupa rekstarhlutann út búinu. Hann segir að tímaramminn sé ansi þröngur. „Við skiptastjórarnir erum alveg rólegir þannig lagað. Við höfum tekið mönnum fagnandi og myndum fagna því ef kæmi fé inn í búið fyrir verðmæti,“ segir Sveinn Andri.Af hverju þarf að hraða þessum ákvörðunum? „Það eru fyrst og fremst tveir aðilar. Það er Samgöngustofa sem getur ekki haldið þessu leyfi hangandi. Auk þess sem þessi slott eða leiðir, það þarf að koma þeim aftur í umferð. Þessir stjórnendur úti sem sjá um að úthluta slottum, þeir eru ekki mjög þolinmóðir. Síðan eru þetta aðallega leigusalar flugvélanna sem sjá sér ákveðinn hag í því að nýr aðili taki yfir vélunum sem eru með sama útliti og lógó því þá þarf ekki að fara út í mikinn kostað við að breyta vélunum. Ég hefði bara haldið að það væri dagurinn í dag en það má vel vera að þeim takist að kreista út einhverja auka fresti en það erum ekki við sem ráðum ferðinni þar.“ Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að tilraun Skúla Mogensen til þess að endurreisa WOW air byggist meðal annars á því að umtalsverðum fjárhæðum, eða allt að 670 milljónum íslenskra króna, verði safnað á erlendum hópfjármögnunarvettvangi, ekki ólíkt hinu íslenska Karolina Fund. Þá kemur fram að sú hugmynd sé uppi að Skúli og þeir lykilstarfsmenn sem taka þátt í endurreisninni taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun og fyrirgeri þar með rétti sínum til launa í uppsagnafresti. Sveinn Andri staðfestir að sú hugmynd hafi verið borin upp. „Ef nýr rekstraraðili tekur yfir rekstur WOW og ræður til sín fyrrum starfsmenn félagsins þá er það fagnaðarefni að fólk sé að fá vinnu en þetta myndi líka leiða til þess að það fækki forgangskröfur í búið sem þessu nemur og þá eru meiri líkur á því að almennir kröfuhafa, sem við vinnum fyrir líka, fái eitthvað fyrir sinn snúð.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Búast við að yfirgefin WOW-vél verði flutt í næstu viku Vélin hefur staðið óhreyfð á Newark-flugvelli í New Jersey síðan WOW hætti rekstri, þann 28. mars síðastliðinn. 6. apríl 2019 09:24 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Búast við að yfirgefin WOW-vél verði flutt í næstu viku Vélin hefur staðið óhreyfð á Newark-flugvelli í New Jersey síðan WOW hætti rekstri, þann 28. mars síðastliðinn. 6. apríl 2019 09:24
Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15
Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20