Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2019 17:00 Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var besti leikmaður seinni hluta Olís-deildar kvenna að mati Seinni bylgjunnar. Hún var einnig valin best í fyrri hlutanum. Valskonur eru ríkjandi bikar- og deildarmeistarar og eru komnar í 1-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld. Eftir tveggja ára frí frá handbolta gekk Íris Björk í raðir Vals í sumar. Hún lék alla 22 leiki Vals í Olís-deildinni og í þeim varði hún 13,6 skot að meðaltali, eða 42,8% þeirra skota sem hún fékk á sig. Þá var Íris Björk með 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Íris Björk mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. „Allar mínar bestu vinkonur eru í handboltanum og lífið hefur snúist svo lengi um hann. Maður saknaði stórleikjanna og allra þessara augnablika,“ sagði Íris Björk um ástæðu þess að hún tók skóna af hillunni. Valur fékk á sig fæst mörk allra í Olís-deildinni og Íris Björk hrósaði varnarleik liðsins. „Þetta er klikkuð vörn. Eins og allir sjá er Anna Úrsúla [Guðmundsdóttir] svindlleikmaður. Hún er rugluð, ekki bara út frá handboltahæfileikum heldur er hún hjartað í öllum liðum sem hún er í,“ sagði Íris Björk um Önnu Úrsúlu. Þær hafa leikið lengi saman og urðu m.a. tvisvar Íslandsmeistarar með Gróttu. Jóhann Gunnar Einarsson spurði Írisi Björk hver erfiðasti mótherji hennar væri. „Ég á ekki að segja þetta því við erum að spila á móti þeim en Berta [Rut Harðardóttir] hefur haft mig svolítið í vasanum á þessu tímabili. Í gegnum tíðina hefur Ester Óskarsdóttir reynst mér erfið,“ sagði Íris Björk. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var besti leikmaður seinni hluta Olís-deildar kvenna að mati Seinni bylgjunnar. Hún var einnig valin best í fyrri hlutanum. Valskonur eru ríkjandi bikar- og deildarmeistarar og eru komnar í 1-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld. Eftir tveggja ára frí frá handbolta gekk Íris Björk í raðir Vals í sumar. Hún lék alla 22 leiki Vals í Olís-deildinni og í þeim varði hún 13,6 skot að meðaltali, eða 42,8% þeirra skota sem hún fékk á sig. Þá var Íris Björk með 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Íris Björk mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. „Allar mínar bestu vinkonur eru í handboltanum og lífið hefur snúist svo lengi um hann. Maður saknaði stórleikjanna og allra þessara augnablika,“ sagði Íris Björk um ástæðu þess að hún tók skóna af hillunni. Valur fékk á sig fæst mörk allra í Olís-deildinni og Íris Björk hrósaði varnarleik liðsins. „Þetta er klikkuð vörn. Eins og allir sjá er Anna Úrsúla [Guðmundsdóttir] svindlleikmaður. Hún er rugluð, ekki bara út frá handboltahæfileikum heldur er hún hjartað í öllum liðum sem hún er í,“ sagði Íris Björk um Önnu Úrsúlu. Þær hafa leikið lengi saman og urðu m.a. tvisvar Íslandsmeistarar með Gróttu. Jóhann Gunnar Einarsson spurði Írisi Björk hver erfiðasti mótherji hennar væri. „Ég á ekki að segja þetta því við erum að spila á móti þeim en Berta [Rut Harðardóttir] hefur haft mig svolítið í vasanum á þessu tímabili. Í gegnum tíðina hefur Ester Óskarsdóttir reynst mér erfið,“ sagði Íris Björk. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30