Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2019 17:00 Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var besti leikmaður seinni hluta Olís-deildar kvenna að mati Seinni bylgjunnar. Hún var einnig valin best í fyrri hlutanum. Valskonur eru ríkjandi bikar- og deildarmeistarar og eru komnar í 1-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld. Eftir tveggja ára frí frá handbolta gekk Íris Björk í raðir Vals í sumar. Hún lék alla 22 leiki Vals í Olís-deildinni og í þeim varði hún 13,6 skot að meðaltali, eða 42,8% þeirra skota sem hún fékk á sig. Þá var Íris Björk með 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Íris Björk mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. „Allar mínar bestu vinkonur eru í handboltanum og lífið hefur snúist svo lengi um hann. Maður saknaði stórleikjanna og allra þessara augnablika,“ sagði Íris Björk um ástæðu þess að hún tók skóna af hillunni. Valur fékk á sig fæst mörk allra í Olís-deildinni og Íris Björk hrósaði varnarleik liðsins. „Þetta er klikkuð vörn. Eins og allir sjá er Anna Úrsúla [Guðmundsdóttir] svindlleikmaður. Hún er rugluð, ekki bara út frá handboltahæfileikum heldur er hún hjartað í öllum liðum sem hún er í,“ sagði Íris Björk um Önnu Úrsúlu. Þær hafa leikið lengi saman og urðu m.a. tvisvar Íslandsmeistarar með Gróttu. Jóhann Gunnar Einarsson spurði Írisi Björk hver erfiðasti mótherji hennar væri. „Ég á ekki að segja þetta því við erum að spila á móti þeim en Berta [Rut Harðardóttir] hefur haft mig svolítið í vasanum á þessu tímabili. Í gegnum tíðina hefur Ester Óskarsdóttir reynst mér erfið,“ sagði Íris Björk. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var besti leikmaður seinni hluta Olís-deildar kvenna að mati Seinni bylgjunnar. Hún var einnig valin best í fyrri hlutanum. Valskonur eru ríkjandi bikar- og deildarmeistarar og eru komnar í 1-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld. Eftir tveggja ára frí frá handbolta gekk Íris Björk í raðir Vals í sumar. Hún lék alla 22 leiki Vals í Olís-deildinni og í þeim varði hún 13,6 skot að meðaltali, eða 42,8% þeirra skota sem hún fékk á sig. Þá var Íris Björk með 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Íris Björk mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. „Allar mínar bestu vinkonur eru í handboltanum og lífið hefur snúist svo lengi um hann. Maður saknaði stórleikjanna og allra þessara augnablika,“ sagði Íris Björk um ástæðu þess að hún tók skóna af hillunni. Valur fékk á sig fæst mörk allra í Olís-deildinni og Íris Björk hrósaði varnarleik liðsins. „Þetta er klikkuð vörn. Eins og allir sjá er Anna Úrsúla [Guðmundsdóttir] svindlleikmaður. Hún er rugluð, ekki bara út frá handboltahæfileikum heldur er hún hjartað í öllum liðum sem hún er í,“ sagði Íris Björk um Önnu Úrsúlu. Þær hafa leikið lengi saman og urðu m.a. tvisvar Íslandsmeistarar með Gróttu. Jóhann Gunnar Einarsson spurði Írisi Björk hver erfiðasti mótherji hennar væri. „Ég á ekki að segja þetta því við erum að spila á móti þeim en Berta [Rut Harðardóttir] hefur haft mig svolítið í vasanum á þessu tímabili. Í gegnum tíðina hefur Ester Óskarsdóttir reynst mér erfið,“ sagði Íris Björk. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30