Mjótt á mununum fyrir þingkosningar í Ísrael Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. apríl 2019 19:30 Þingkosningar fara fram í Ísrael á morgun. Þrátt fyrir ákærur á hendur sér vegna spillingarmála þykir staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, merkilega góð nú þegar innan við sólahringur er í að kjörstaðir opna. Kosningabaráttan hefur að miklu leiti snúist um persónu Netanjahú og er sögð einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir ágæta stöðu Netanjahú er kosningabaráttan nú einhver sú tvísýnasta í lengri tíma. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Eftir að dómsmálaráðherra Ísraels tilkynnti að til stæði að ákæra hann byrjaði fylgi hans að dala og andstæðingar hans hafa sótt í sig veðrið. Sá sem er talinn líklegastur til að geta velt Netanjahú úr sessi er leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, Benny Gantz. Um er að ræða bandalag nokkurra frjálslyndra miðjuflokka en fyrir því fara þrír fyrrverandi starfsmannastjórar innan hersins. Þykja þeir trúverðugir í öryggis- og varnarmálum sem er málaflokkur sem Netanjahú hefur setið nær einn um undanfarin ár. „Hvað öryggismál varðar er búið að kippa undan honum teppinu,“ segir Reuven Hazan, prófessor i stjórnmálafræði við Hebreska Háskólann í Jerúsalem í samtali við fréttaveitu AP. „Þar sem Bláhvíta bandalaginu er stýrt af þremur fyrrverandi starfsmannastjórum hersins getur Netanjahú ekki lengur kallað sig „Herra Öryggi“.“ Kannanir benda til þess að Likud flokkur Netanjahú og Bláhvíta fylkingin muni fá svipað fylgi. Síðasta könnun sem var framkvæmd á föstudag gaf til kynna að báðir flokkar fengju 28 þingmenn en 61 þarf til að mynda meirihluta. Eftir kosningar mun Reuvin Rivlin, forseti Ísraels, kanna hvaða flokkur geti myndað meirihlutastjórn. Þar kann Netanjahú að standa betur að vígi þar sem hann hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að vinna með flokkum yst til hægri. Fylgi stjórnarflokkanna auk hægriflokkanna er meira en samanlagt fylgi Bláhvíta bandalagsins og vinstriflokkanna. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Ísrael á morgun. Þrátt fyrir ákærur á hendur sér vegna spillingarmála þykir staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, merkilega góð nú þegar innan við sólahringur er í að kjörstaðir opna. Kosningabaráttan hefur að miklu leiti snúist um persónu Netanjahú og er sögð einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir ágæta stöðu Netanjahú er kosningabaráttan nú einhver sú tvísýnasta í lengri tíma. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Eftir að dómsmálaráðherra Ísraels tilkynnti að til stæði að ákæra hann byrjaði fylgi hans að dala og andstæðingar hans hafa sótt í sig veðrið. Sá sem er talinn líklegastur til að geta velt Netanjahú úr sessi er leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, Benny Gantz. Um er að ræða bandalag nokkurra frjálslyndra miðjuflokka en fyrir því fara þrír fyrrverandi starfsmannastjórar innan hersins. Þykja þeir trúverðugir í öryggis- og varnarmálum sem er málaflokkur sem Netanjahú hefur setið nær einn um undanfarin ár. „Hvað öryggismál varðar er búið að kippa undan honum teppinu,“ segir Reuven Hazan, prófessor i stjórnmálafræði við Hebreska Háskólann í Jerúsalem í samtali við fréttaveitu AP. „Þar sem Bláhvíta bandalaginu er stýrt af þremur fyrrverandi starfsmannastjórum hersins getur Netanjahú ekki lengur kallað sig „Herra Öryggi“.“ Kannanir benda til þess að Likud flokkur Netanjahú og Bláhvíta fylkingin muni fá svipað fylgi. Síðasta könnun sem var framkvæmd á föstudag gaf til kynna að báðir flokkar fengju 28 þingmenn en 61 þarf til að mynda meirihluta. Eftir kosningar mun Reuvin Rivlin, forseti Ísraels, kanna hvaða flokkur geti myndað meirihlutastjórn. Þar kann Netanjahú að standa betur að vígi þar sem hann hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að vinna með flokkum yst til hægri. Fylgi stjórnarflokkanna auk hægriflokkanna er meira en samanlagt fylgi Bláhvíta bandalagsins og vinstriflokkanna.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47
Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30