Shearer segir Messi vera meira vandamál en Liverpool í eltingarleik City við fernuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 09:30 Lionel Messi og Mo Salah. Getty/Samsett Markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi hefur farið yfir möguleika Manchester City á að vinna sögulega fernu á þessu tímabili. Það er komin apríl og möguleiki Pep Guardiola og félaga er enn til staðar. Stór áskorun bíður City-liðsins strax í kvöld þegar liðið heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir annaðhvort Ajax eða Juventus í undanúrslitunum. Manchester City komst í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi en missti um leið Liverpool upp fyrir sig í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City á hins vegar leik inni á Liverpool og verður enskur meistari ef liðið vinnur alla sex leikina sem það á eftir í deildinni. Enski deildabikarinn er síðan þegar kominn í hús.Leikur Tottenham og Manchester City hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Barcelona og Lionel Messi eru stærsta ástæðan fyrir því af hverju ég held að Manchester City muni ekki vinna fernuna í ár,“ skrifar Alan Shearer í pistli sínum fyrir breska ríkisútvarpið. Shearer vinnur sem sérfræðingur í þættinum Match of the Day..@alanshearer says he thinks Man City will win the #FACup but there's something in the way of their quadruple dream. "Barcelona and Lionel Messi are the biggest reason I don't think Manchester City will win the quadruple."https://t.co/ZdDcTjTT0L#Messi#MCFC#Barcapic.twitter.com/PfnI6exJXW — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Þegar ég skoða Meistaradeildardráttinn þá býst ég við því að Barcelona verði andstæðingurinn komist Manchester City alla leið í úrslitaleikinn. Ég held að City vinni ekki Barcelona í úrslitaleiknum í Madrid. Það yrði frábær leikur en Messi mun tryggja það að Barcelona er sigurstranglegra liðið,“ skrifaði Shearer. „City þarf hins vegar að komast í úrslitaleikinn fyrst og liðið hefur ekkert mætt sérstaklega sterkum liðum hingað til í keppninni. Ef þeir slá út Tottenham þá bíða þeirra líklega erfiðustu mótherjarnir á leiktíðinni,“ skrifaði Shearer. Alan Shearer er nokkuð viss um að City slái út Tottengham og heldur líka að City vinni bæði deildina og enska bikarinn. „Þeir eru búnir að vinna deildabikarinn og þeir munu vinna enska bikarinn. Það er erfiðara að spá fyrir um deildina. Manchester City verður meistari ef liðið vinnur síðustu sex leiki sína,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Ég held að þeir vinni ekki alla þessa sex leiki en við erum samt að tala um lið sem hefur unnið 22 af síðustu 23 leikjum sínum. Það kæmi mér því ekki á óvart ef þeir myndu vinna þá alla. Það eru samt nokkrir erfiðir leikir eftir hjá City í deildinni,“ skrifaði Shearer. Hann nefnir fyrst útileik á móti Crystal Palace um næstu helgi en Palace vann fyrri leik liðanna á Ethiad. Alan Shearer bendir líka á útileikinn á móti Manchester United á Old Trafford. „Það búast allir við erfiðum leik fyrir þá á Old Trafford en hann er í lok apríl og ýmislegt gæti hafa breyst þá. Ég býst ekki við að Liverpool vinni alla sína leiki heldur. City þarf því kannski ekki að vinna United til að halda frumkvæðinu í toppbaráttunni. Ég sé samt úrslitin ráðast í lokaumferðinni þegar Liverpool tekur á móti Úlfunum og City heimsækir Brighton,“ skrifaði Shearer. „Svona titilbarátta er mjög skemmtileg fyrir hlutlausa en ég get vottað það, eftir að hafa verið í svona baráttu þegar ég vann titilinn með Blackburn árið 1995, að þetta er ekki skemmtileg upplifun fyrir leikmennina eða alla vega ekki fyrr en að titilinn er í húsi,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Sjá meira
Markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi hefur farið yfir möguleika Manchester City á að vinna sögulega fernu á þessu tímabili. Það er komin apríl og möguleiki Pep Guardiola og félaga er enn til staðar. Stór áskorun bíður City-liðsins strax í kvöld þegar liðið heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir annaðhvort Ajax eða Juventus í undanúrslitunum. Manchester City komst í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi en missti um leið Liverpool upp fyrir sig í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City á hins vegar leik inni á Liverpool og verður enskur meistari ef liðið vinnur alla sex leikina sem það á eftir í deildinni. Enski deildabikarinn er síðan þegar kominn í hús.Leikur Tottenham og Manchester City hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Barcelona og Lionel Messi eru stærsta ástæðan fyrir því af hverju ég held að Manchester City muni ekki vinna fernuna í ár,“ skrifar Alan Shearer í pistli sínum fyrir breska ríkisútvarpið. Shearer vinnur sem sérfræðingur í þættinum Match of the Day..@alanshearer says he thinks Man City will win the #FACup but there's something in the way of their quadruple dream. "Barcelona and Lionel Messi are the biggest reason I don't think Manchester City will win the quadruple."https://t.co/ZdDcTjTT0L#Messi#MCFC#Barcapic.twitter.com/PfnI6exJXW — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Þegar ég skoða Meistaradeildardráttinn þá býst ég við því að Barcelona verði andstæðingurinn komist Manchester City alla leið í úrslitaleikinn. Ég held að City vinni ekki Barcelona í úrslitaleiknum í Madrid. Það yrði frábær leikur en Messi mun tryggja það að Barcelona er sigurstranglegra liðið,“ skrifaði Shearer. „City þarf hins vegar að komast í úrslitaleikinn fyrst og liðið hefur ekkert mætt sérstaklega sterkum liðum hingað til í keppninni. Ef þeir slá út Tottenham þá bíða þeirra líklega erfiðustu mótherjarnir á leiktíðinni,“ skrifaði Shearer. Alan Shearer er nokkuð viss um að City slái út Tottengham og heldur líka að City vinni bæði deildina og enska bikarinn. „Þeir eru búnir að vinna deildabikarinn og þeir munu vinna enska bikarinn. Það er erfiðara að spá fyrir um deildina. Manchester City verður meistari ef liðið vinnur síðustu sex leiki sína,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Ég held að þeir vinni ekki alla þessa sex leiki en við erum samt að tala um lið sem hefur unnið 22 af síðustu 23 leikjum sínum. Það kæmi mér því ekki á óvart ef þeir myndu vinna þá alla. Það eru samt nokkrir erfiðir leikir eftir hjá City í deildinni,“ skrifaði Shearer. Hann nefnir fyrst útileik á móti Crystal Palace um næstu helgi en Palace vann fyrri leik liðanna á Ethiad. Alan Shearer bendir líka á útileikinn á móti Manchester United á Old Trafford. „Það búast allir við erfiðum leik fyrir þá á Old Trafford en hann er í lok apríl og ýmislegt gæti hafa breyst þá. Ég býst ekki við að Liverpool vinni alla sína leiki heldur. City þarf því kannski ekki að vinna United til að halda frumkvæðinu í toppbaráttunni. Ég sé samt úrslitin ráðast í lokaumferðinni þegar Liverpool tekur á móti Úlfunum og City heimsækir Brighton,“ skrifaði Shearer. „Svona titilbarátta er mjög skemmtileg fyrir hlutlausa en ég get vottað það, eftir að hafa verið í svona baráttu þegar ég vann titilinn með Blackburn árið 1995, að þetta er ekki skemmtileg upplifun fyrir leikmennina eða alla vega ekki fyrr en að titilinn er í húsi,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Sjá meira