KR-liðið vann titilinn sem KR má ekki vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 10:00 Óskar Örn Hauksson og Atli Sigurjónsson. Vísir/Bára KR hefur aldrei orðið Íslandsmeistari á sama sumri og liðið vann deildarbikarinn um vorið. Sigurinn á Skagamönnum á sunnudagskvöldið boðar því ekki gott. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins í Laugardalnum. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikar karla en sigur á þessu undirbúningsmóti hefur hingað til þýtt að liðið hefur ekki orðið Íslandsmeistari. KR-ingar urðu í öðru sæti á fyrsta árinu sem þeir unnu deildabikarinn en það var sumarið 1998 þegar liðið átti magnaða seinni umferð. Frá þeim tíma hefur besti árangur liðsins á deildarbikarmeistaraári verið 3. sætið sumarið 2016. Hin deildarbikarmeistaraárin hafa KR-ingar ekki endað í verðlaunasæti sem þýðir fjórða sætið eða neðar. Á fjórum af sjö tímabilum þar sem KR hefur unnið deildarmeistaratitilinn um vorið hafa orðið þjálfaraskipti á tímabilinu. Pétur Pétursson (2001), Magnús Gylfason (2005), Logi Ólafsson (2010) og Bjarni Guðjónsson (2006) unnu allir deildabikarinn um vorið en voru ekki þjálfarar liðsins þegar Íslandsmótið kláraðist um haustið. KR hefur unnið ellefu titla frá því að fyrsti deildarbikartitilinn kom í hús vorið 1998 en aðeins einn þeirra hefur komið á ári sem deildarbikarmeistaratitilinn vannst. Það var sumarið 2012 þegar KR varð bikarmeistari annað árið í röð en hafði unnið deildabikarinn um vorið. Fjórir af fimm bikarmeistaratitlinum og sex af sex Íslandsmeistaratitlinum hafa því komið í hús á sumri þar sem liðið vann ekki deildabikarinn á undirbúningstímabilinu. Hver er ástæðan? Ein líkleg kenning snýst um pressuna sem KR-ingar eru nú duglegir að setja á liðið sitt. Sigur í stærsta undirbúningsmótinu á í þeirra huga að þýða sigur á Íslandsmótinu. Með meiri væntingum hefur það reynst KR-ingum erfiðara að skila titlum í hús. Árin 1990 til 1998 var KR með frábær lið flest árin en enginn Íslandsmeistaratitill kom í hús. KR-ingar geta víst ekki skilað deildarmeistarabikarnum sem þeir unnu á sunnudagskvöldið og því er það eina í stöðunni er að storka örlögunum, yfirbuga hefðina og brjóta blað í sögu KR og deildarbikarmeistaratitla í sumar.Deildarmeistaratitlar KR-ingar og gengið í deildinni um sumarið 1998 - 2. sætiÍslandsmeistarar 1999 og 2000Bikarmeistari 1999 2001 - 7. sæti*Íslandsmeistarar 2002 og 2003 2005 - 6. sæti*Bikarmeistari 2008 2010 - 4. sæti*Íslandsmeistarar 2011Bikarmeistari 2011 2012 - 4. sæti og bikarmeistariÍslandsmeistarar 2013Bikarmeistari 2014 2016 - 3. sæti* 2017 - 4. sæti 2019 - ???* Þjálfaraskipti hjá KR á miðju tímabili Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
KR hefur aldrei orðið Íslandsmeistari á sama sumri og liðið vann deildarbikarinn um vorið. Sigurinn á Skagamönnum á sunnudagskvöldið boðar því ekki gott. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins í Laugardalnum. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikar karla en sigur á þessu undirbúningsmóti hefur hingað til þýtt að liðið hefur ekki orðið Íslandsmeistari. KR-ingar urðu í öðru sæti á fyrsta árinu sem þeir unnu deildabikarinn en það var sumarið 1998 þegar liðið átti magnaða seinni umferð. Frá þeim tíma hefur besti árangur liðsins á deildarbikarmeistaraári verið 3. sætið sumarið 2016. Hin deildarbikarmeistaraárin hafa KR-ingar ekki endað í verðlaunasæti sem þýðir fjórða sætið eða neðar. Á fjórum af sjö tímabilum þar sem KR hefur unnið deildarmeistaratitilinn um vorið hafa orðið þjálfaraskipti á tímabilinu. Pétur Pétursson (2001), Magnús Gylfason (2005), Logi Ólafsson (2010) og Bjarni Guðjónsson (2006) unnu allir deildabikarinn um vorið en voru ekki þjálfarar liðsins þegar Íslandsmótið kláraðist um haustið. KR hefur unnið ellefu titla frá því að fyrsti deildarbikartitilinn kom í hús vorið 1998 en aðeins einn þeirra hefur komið á ári sem deildarbikarmeistaratitilinn vannst. Það var sumarið 2012 þegar KR varð bikarmeistari annað árið í röð en hafði unnið deildabikarinn um vorið. Fjórir af fimm bikarmeistaratitlinum og sex af sex Íslandsmeistaratitlinum hafa því komið í hús á sumri þar sem liðið vann ekki deildabikarinn á undirbúningstímabilinu. Hver er ástæðan? Ein líkleg kenning snýst um pressuna sem KR-ingar eru nú duglegir að setja á liðið sitt. Sigur í stærsta undirbúningsmótinu á í þeirra huga að þýða sigur á Íslandsmótinu. Með meiri væntingum hefur það reynst KR-ingum erfiðara að skila titlum í hús. Árin 1990 til 1998 var KR með frábær lið flest árin en enginn Íslandsmeistaratitill kom í hús. KR-ingar geta víst ekki skilað deildarmeistarabikarnum sem þeir unnu á sunnudagskvöldið og því er það eina í stöðunni er að storka örlögunum, yfirbuga hefðina og brjóta blað í sögu KR og deildarbikarmeistaratitla í sumar.Deildarmeistaratitlar KR-ingar og gengið í deildinni um sumarið 1998 - 2. sætiÍslandsmeistarar 1999 og 2000Bikarmeistari 1999 2001 - 7. sæti*Íslandsmeistarar 2002 og 2003 2005 - 6. sæti*Bikarmeistari 2008 2010 - 4. sæti*Íslandsmeistarar 2011Bikarmeistari 2011 2012 - 4. sæti og bikarmeistariÍslandsmeistarar 2013Bikarmeistari 2014 2016 - 3. sæti* 2017 - 4. sæti 2019 - ???* Þjálfaraskipti hjá KR á miðju tímabili
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast