Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 10:12 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar við mótmæli á verkfallsdegi í mars. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. Þá segir stéttarfélagið skýringar forsvarsmanna hótelkeðjunnar „yfirklór“ og ekki standast neina skoðun.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair hotels hefði dregið laun af starfsmönnum sínum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins dagana 8. og 22. mars, þó þeir hafi ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Frádrátturinn á einnig við um þá starfsmenn hótelsins sem eru félagsmenn í VR en samkvæmt heimildum fréttastofu gætir mikillar óánægju meðal starfsfólks vegna málsins. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Icelandair hotels beri að bæta starfsmönnum upp launamissi með dráttarvöxtum og biðja þá jafnframt afsökunar. Áréttað er að greiði hótelkeðjan starfsmönnum sínum ekki umrædd laun verði farið með málið fyrir dóm, líkt og kom fram í frétt Vísis í gær. Þá hafnar Efling alfarið „tilraunum hótelkeðjunnar til að skjóta sér undan ábyrgð á málinu.“ Vísað er í ummæli fulltrúa hótelkeðjunnar, sem hafi hermt upp á starfsmenn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnusjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf umrædda verkfallsdaga. „Slíkt á sér enga stoð í veruleikanum. Efling gaf út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýringar hótelsins standast því enga skoðun og eru yfirklór.“Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels.Vísir/VilhelmÞar er líklega vísað í ummæli Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hotels. Hún sagði í samtali við Vísi í gær að fengist hafi staðfest að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir verkfallsdagana í verkfallssjóði sinna stéttarfélagi. Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar í yfirlýsingu að framkoma Icelandair hotels sé svívirðileg. „Það er verið að hafa laun upp á 12-25 þúsund krónur af fólki sem er á lægstu laununum. Það er hreint með ólíkindum að hótelkeðjan skuli grípa til þessara ráðstafana og við munum bregðast við af fullri hörku.“ Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. Þá segir stéttarfélagið skýringar forsvarsmanna hótelkeðjunnar „yfirklór“ og ekki standast neina skoðun.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair hotels hefði dregið laun af starfsmönnum sínum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins dagana 8. og 22. mars, þó þeir hafi ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Frádrátturinn á einnig við um þá starfsmenn hótelsins sem eru félagsmenn í VR en samkvæmt heimildum fréttastofu gætir mikillar óánægju meðal starfsfólks vegna málsins. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Icelandair hotels beri að bæta starfsmönnum upp launamissi með dráttarvöxtum og biðja þá jafnframt afsökunar. Áréttað er að greiði hótelkeðjan starfsmönnum sínum ekki umrædd laun verði farið með málið fyrir dóm, líkt og kom fram í frétt Vísis í gær. Þá hafnar Efling alfarið „tilraunum hótelkeðjunnar til að skjóta sér undan ábyrgð á málinu.“ Vísað er í ummæli fulltrúa hótelkeðjunnar, sem hafi hermt upp á starfsmenn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnusjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf umrædda verkfallsdaga. „Slíkt á sér enga stoð í veruleikanum. Efling gaf út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýringar hótelsins standast því enga skoðun og eru yfirklór.“Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels.Vísir/VilhelmÞar er líklega vísað í ummæli Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hotels. Hún sagði í samtali við Vísi í gær að fengist hafi staðfest að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir verkfallsdagana í verkfallssjóði sinna stéttarfélagi. Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar í yfirlýsingu að framkoma Icelandair hotels sé svívirðileg. „Það er verið að hafa laun upp á 12-25 þúsund krónur af fólki sem er á lægstu laununum. Það er hreint með ólíkindum að hótelkeðjan skuli grípa til þessara ráðstafana og við munum bregðast við af fullri hörku.“
Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00