Ákallið um að „fá meira út úr starfsfólki“ komi ekki flatt upp á neinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2019 10:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Vísir/Arnar Forstjóri Icelandair Group segir flugfélagið hafa unnið náið með starfólki sínu að hagræðingaraðgerðum og breytingum á vinnufyrirkomulagi á liðnu ári. Flugfélagið greiði há laun í alþjóðlegum samanburði og að það sé sameiginlegt markmið starfsfólks að finna lausn sem tryggir samkeppnishæfi og allir hagnist á. Í samtali við breska fjármálaritið Financial Times á dögunum sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að til þess að mæta harðri erlendri samkeppni þyrfti flugfélagið að fá meira út úr starfsfólki sínu. Icelandair greiði há laun í samanburði við útlensk flugfélög, sem komi niður á samkeppnishæfni Icelandair. Ummælin hafa vakið töluverða athygli en Bogi segir að þau ættu þó ekki að koma flatt upp á neinn. Icelandair hafi undanfarið ár unnið náið með flugmönnum sínum að þessu marki.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu „Þá voru gerðar ákveðnar breytingar á samningunum þeirra þannig að það var möguleiki fyrir félagið að auka nýtingu. Þetta er svo ákveðið hagræðingaratriði sem skiptist á milli félagsins og flugmanna. Síðan þá hafa verið starfræktir vinnuhópar, sem í eru flugmenn og starfsmenn félagsins, þar sem því verkefni er haldið áfram,“ segir Bogi.Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmNú eigi Icelandair jafnframt í samningaviðræðum við flugfreyjur þar sem markmiðið sé það sama. „Að finna atriði í samningunum sem við getum breytt og aukið þannig nýtingu og styrkt rekstur félagsins - á sama tíma og kjör eru ásættanleg. Þetta snýst um það að finna, það sem kalla mætti á lélegri íslensku, „Win-Win“-atriði fyrir félagið og starfsmenn.“Samvinnuverkefni „Því að staðreyndin er sú að þessi kostnaðarliður hjá okkur er nokkuð hár í samanburði við samkeppnisfélögin okkar. Það er því sameiginlegt markmið okkar starfsmanna að vinna með það og styrkja samkeppnishæfnina,“ segir Bogi. Í því samhengi má nefna að úttekt Fréttablaðsins síðasta sumar leidi í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum Icelandair Group nam um 31,4 prósentum árið 2017. Til samanburðar var hlutfallið 21,6 prósent hjá norræna flugfélaginu SAS og 20,9 prósent hjá breska flugfélaginu British Airways sama ár. Bogi er þó ekki tilbúinn að greina nákvæmlega frá þeim aðgerðum eða ráðstöfunum sem Icelandair Group hefur gripið til svo að ná megi settu markmiði. „Það er bara eins og í síðasta samningnum við flugmenn, þá voru gerðar ákveðnar breytingar sem þýddu meiri sveigjanleika fyrir félagið hvað varðar flugrekstur - en ég get ekki farið nákvæmlega ofan í þau atriði,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir flugfélagið hafa unnið náið með starfólki sínu að hagræðingaraðgerðum og breytingum á vinnufyrirkomulagi á liðnu ári. Flugfélagið greiði há laun í alþjóðlegum samanburði og að það sé sameiginlegt markmið starfsfólks að finna lausn sem tryggir samkeppnishæfi og allir hagnist á. Í samtali við breska fjármálaritið Financial Times á dögunum sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að til þess að mæta harðri erlendri samkeppni þyrfti flugfélagið að fá meira út úr starfsfólki sínu. Icelandair greiði há laun í samanburði við útlensk flugfélög, sem komi niður á samkeppnishæfni Icelandair. Ummælin hafa vakið töluverða athygli en Bogi segir að þau ættu þó ekki að koma flatt upp á neinn. Icelandair hafi undanfarið ár unnið náið með flugmönnum sínum að þessu marki.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu „Þá voru gerðar ákveðnar breytingar á samningunum þeirra þannig að það var möguleiki fyrir félagið að auka nýtingu. Þetta er svo ákveðið hagræðingaratriði sem skiptist á milli félagsins og flugmanna. Síðan þá hafa verið starfræktir vinnuhópar, sem í eru flugmenn og starfsmenn félagsins, þar sem því verkefni er haldið áfram,“ segir Bogi.Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmNú eigi Icelandair jafnframt í samningaviðræðum við flugfreyjur þar sem markmiðið sé það sama. „Að finna atriði í samningunum sem við getum breytt og aukið þannig nýtingu og styrkt rekstur félagsins - á sama tíma og kjör eru ásættanleg. Þetta snýst um það að finna, það sem kalla mætti á lélegri íslensku, „Win-Win“-atriði fyrir félagið og starfsmenn.“Samvinnuverkefni „Því að staðreyndin er sú að þessi kostnaðarliður hjá okkur er nokkuð hár í samanburði við samkeppnisfélögin okkar. Það er því sameiginlegt markmið okkar starfsmanna að vinna með það og styrkja samkeppnishæfnina,“ segir Bogi. Í því samhengi má nefna að úttekt Fréttablaðsins síðasta sumar leidi í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum Icelandair Group nam um 31,4 prósentum árið 2017. Til samanburðar var hlutfallið 21,6 prósent hjá norræna flugfélaginu SAS og 20,9 prósent hjá breska flugfélaginu British Airways sama ár. Bogi er þó ekki tilbúinn að greina nákvæmlega frá þeim aðgerðum eða ráðstöfunum sem Icelandair Group hefur gripið til svo að ná megi settu markmiði. „Það er bara eins og í síðasta samningnum við flugmenn, þá voru gerðar ákveðnar breytingar sem þýddu meiri sveigjanleika fyrir félagið hvað varðar flugrekstur - en ég get ekki farið nákvæmlega ofan í þau atriði,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00
Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00