Bandaríkjastjórn hótar Evrópu með tollum á vín og osta Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 13:38 Deilurnar snúast um niðurgreiðslur til evrópska flugvélaframleiðandans Airbus sem Bandaríkjastjórn telur ólögmætar. Vísir/EPA Tollar gætu verið lagðir á evrópsk vín og osta sem fluttir eru til Bandaríkjanna eftir að Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) komst að þeirri niðurstöðu að niðurgreiðslur í þágu evrópska flugvélaframleiðandans Airbus hefðu komið niður á Bandaríkjunum. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lengi deilt um niðurgreiðslur hvors þeirra um sig til flugfélagaframleiðendanna Boeing annars vegar og Airbus hins vegar. Úrskurður WTO um styrki til Airbus féll Bandaríkjunum í vil í dag og segjast viðskiptafulltrúar Bandaríkjastjórnar ætla að leggja toll á evrópskar vörur að verðmæti allt að ellefu milljarðar dollara í framhaldinu. Talsmenn Evrópusambandsins segja þá upphæð fjarri öllu lagi. Það sé aðeins krafa Bandaríkjastjórnar og WTO eigi enn eftir að taka afstöðu til þess hvaða kröfu hún geti gert á hendur sambandsins. Bandaríkjastjórn hefur engu að síður þegar gefið út lista yfir evrópskar vörur sem gætu sætt innflutningstollum á næstunni. Þar á meðal eru flugvélar, ostar, vín, ólífuolía og bifhjól svo eitthvað sé nefnt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump Bandaríkjaforseti hleypti samskiptum Bandaríkjanna við Evrópu upp í fyrra þegar hann lagði verndartolla á innflutt stál og ál. Evrópumenn svöruðu með því að leggja tolla á bandarískar vörur. Frekari tollar á evrópskar vörur eru líklegir til að reyna enn á samskiptin yfir Atlantshafið. Evrópusambandið hefur einnig sakað Bandaríkjastjórn um að styrkja Boeing, keppinaut Airbus, með ólöglegum hætti og hótað að leggjatolla á bandarískar vörur vegna þess. Áfengi og tóbak Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tollar gætu verið lagðir á evrópsk vín og osta sem fluttir eru til Bandaríkjanna eftir að Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) komst að þeirri niðurstöðu að niðurgreiðslur í þágu evrópska flugvélaframleiðandans Airbus hefðu komið niður á Bandaríkjunum. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lengi deilt um niðurgreiðslur hvors þeirra um sig til flugfélagaframleiðendanna Boeing annars vegar og Airbus hins vegar. Úrskurður WTO um styrki til Airbus féll Bandaríkjunum í vil í dag og segjast viðskiptafulltrúar Bandaríkjastjórnar ætla að leggja toll á evrópskar vörur að verðmæti allt að ellefu milljarðar dollara í framhaldinu. Talsmenn Evrópusambandsins segja þá upphæð fjarri öllu lagi. Það sé aðeins krafa Bandaríkjastjórnar og WTO eigi enn eftir að taka afstöðu til þess hvaða kröfu hún geti gert á hendur sambandsins. Bandaríkjastjórn hefur engu að síður þegar gefið út lista yfir evrópskar vörur sem gætu sætt innflutningstollum á næstunni. Þar á meðal eru flugvélar, ostar, vín, ólífuolía og bifhjól svo eitthvað sé nefnt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump Bandaríkjaforseti hleypti samskiptum Bandaríkjanna við Evrópu upp í fyrra þegar hann lagði verndartolla á innflutt stál og ál. Evrópumenn svöruðu með því að leggja tolla á bandarískar vörur. Frekari tollar á evrópskar vörur eru líklegir til að reyna enn á samskiptin yfir Atlantshafið. Evrópusambandið hefur einnig sakað Bandaríkjastjórn um að styrkja Boeing, keppinaut Airbus, með ólöglegum hætti og hótað að leggjatolla á bandarískar vörur vegna þess.
Áfengi og tóbak Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira