Jafna kröfur til karla og kvenna í inntökuprófi slökkviliðsins Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2019 16:00 Karlar voru felldir á meiri kröfum en konur uppfylla í inntökuprófi. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins prófar í ár nýja tegund af inntökuprófi fyrir framtíðarstarfsmenn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Íþróttaþjálfari slökkviliðsins segir að mesta sían sé í hlaupaprófinu, einhverjir gætu lent í vandræðum með styrktarþáttinn og könnun á innilokunarkennd gæti reynst sumum erfið. Áður fyrr voru inntökuskilyrðin í slökkviliðið kynjaskipt þar sem konur þurftu að lyfta minni þyngdum en karlar til að standast prófið. Hins vegar var komist að þeirri niðurstöðu að það væri mögulega lögbrot að fella karlmenn á meiri kröfum en konur uppfylla í styrktarprófi. Því hafi kröfurnar heilt yfir verið lækkaðar til að koma til móts við það sjónarmið en um leið fjölga konum í slökkviliðinu.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun fljótlega auglýsa eftir starfsfólki til að sinna slökkvistarfi og sjúkraflutningum í haust. Um er að ræða framtíðarstörf en þeir sem eru ráðnir fá nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu, fyrir utan meirapróf sem hver og einn þarf að taka sjálfur.Hlaupaprófið hefur reynst mikil sía og könnun á innilokunarkennd.Vísir/VilhelmUmsækjendur þurfa að skila inn læknisvottorði, sakavottorði og ökuferilsskrá til að eiga möguleika á starfi. Inntökuprófin í framtíðarstarf felast í: hlaupaprófi, könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, skriflegu prófi, þrek- og styrktarprófi, sundprófi, akstursprófi, læknisskoðun og viðtali.Hlaupaprófið reynst mesta sían Elías Níelsson, íþróttaþjálfari slökkviliðsins, segir að þeir sem fari í prófið þurfi fyrst að hlaupa þriggja kílómetra vegalengd á innan við 13 mínútum og 15 sekúndum. Ef einhver vill reyna sig á hlaupabretti áður en hann íhugar að klára þrjá kílómetra á þeirri vegalengd segir Elías að það þurfi að hlaupa á hraðanum 14 á brettinu til að klára á tilsettum tíma. Hann segir slökkviliðið hafa áður fyrr verið með strangari kröfur í hlaupaprófinu en þær hafi verið lækkaðar. „Þetta hefur verið mesta sían hingað til,“ segir Elías um hlaupaprófið. Þeir sem ekki ná þess komast ekki áfram í inntökuferlið. Hægt er að taka hlaupaprófið þrisvar sinnum og eru umsækjendur hvattir til að hlaupa öll skiptin þar til þeir ná prófinu. Ekki er boðið upp á nein sjúkrapróf og þarf að framvísa skilríkjum áður en hlaupið hefst. Ef viðkomandi nær hlaupaprófinu fer hann í þrek- og styrktarpróf sem er eftirfarandi:Réttstöðulyfta, 65 kíló stöng, 10 endurtekningar.Öfugar armbeygjur (upphífing í liggjandi stöðu), 6 endurtekningar.Armbeyjur með 10 kílóa kút á bakinu, 4-6 endurtekningar.Planki á olnboga og tám, 60 sek.Dúkkuburður, 40 metrar (70 kílóa dúkka)Göngupróf á hjóli. Umsækjendur þurfa að ganga í 8 mínútur á göngubretti klæddir í eldgalla og með 10 kílóa kút á bakinu, samfellt vegur gallinn með kút í kringum 21 kíló. Þeir ganga í 1 mínútu í 4 prósenta halla, 1 mínútu í 7 prósenta halla og 6 mínútur í 12 prósenta halla. Hraðinn er 5,6.Prófið í ár starfstengdara „Einhverjir gætu lent í vandræðum með styrktarþáttinn,“ segir Elías. Áður fyrr var notast við sérstaka styrktarvél sem var auðvelt að staðla fyrir prófið en í ár verður prófið starfstengdara. Má þar nefna að afstaðan á réttstöðulyftunni líkist meira því að lyfta börum. Öfugu armbeygjurnar lýsa sér þannig að liggja þarf á bakinu og hífa sig upp. Dúkkuburðurinn hafi einnig reynst lúmskur í gegnum tíðina. Þá er lofthræðsla könnuð með því að fara með umsækjendur í körfu í 20 metra hæð þar sem þeir eru spurðir spurninga og kannað hvernig viðkomandi bregst við í þeim aðstæðum. „Flestir klára það en það klára ekki allir innilokunarkenndina,“ segir Elías.Markmið er að fjölga konum í slökkviliðinu.Vísir/VilhelmUmsækjendur eru prófaðir í reykköfun til að kanna hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Þeir eru með reykköfunartæki á bakinu og leysa ýmsar þrautir á æfingabraut með bundið fyrir augu. Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fatnaði sem má skemmast, t.d. gömlum íþróttabuxum og bol. Einnig þarf að standast sundpróf, sem er 200 metra bringusund, 200 metra skriðsund, 25 metra björgunarsund og einnig eru köfunaræfingar. Umsækjendur eru einnig prófaði í almennri þekkingu í skriflegu prófi. „Og hvort sem þú trúir því eða ekki, þá klikka menn á ökufærni prófinu,“ segir Elías en þar er kannað hvernig fólk bregst við álagi í umferðinni.Fengu skammir í hattinn Elías segir slökkviliðið hafa fengið skammir í hattinn fyrir að mismuna körlum og konum í inntökuferlinu með því að hafa kynjaskiptar kröfur. Það er að segja að karlmenn þurftu að standast erfiðara þol- og styrktarpróf en konurnar. Samstarf við Háskólann í Reykjavík hafi leitt þar í ljós. Þar gerðu nemendur lokaritgerð um inntökuferlið og komust að þeirri niðurstöðu að það væri mögulega lögbrot að fella karlmann á meiri kröfum en konur uppfylla í styrktarprófi. „Vegna þess að í starfinu eins og það er háttað þarftu að hafa lágmarksgetu í styrk til að hjálpa félaga þínum og svo framvegis og þá megum við ekki minnka þær kröfur í nafni þess að þú ert kona. Það gengur ekki í þessu starfi,“ segir Elías. Hann segir að hann verði þó að viðurkenna að það hafi áhrif að setja sömu kröfur á karla og konur. „Þú lækkar þá kröfurnar, það er þannig. Það hefur áhrif að sjálfsögðu þegar þú ert að ráða konur og karla. Við höfum verið að leggja áherslu á að breyta kynjahlutfallinu hjá okkur, fjölga konum. Það er krafan í lífinu.“ Uppfært klukkan 10:30 Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð. Jafnréttismál Slökkvilið Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins prófar í ár nýja tegund af inntökuprófi fyrir framtíðarstarfsmenn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Íþróttaþjálfari slökkviliðsins segir að mesta sían sé í hlaupaprófinu, einhverjir gætu lent í vandræðum með styrktarþáttinn og könnun á innilokunarkennd gæti reynst sumum erfið. Áður fyrr voru inntökuskilyrðin í slökkviliðið kynjaskipt þar sem konur þurftu að lyfta minni þyngdum en karlar til að standast prófið. Hins vegar var komist að þeirri niðurstöðu að það væri mögulega lögbrot að fella karlmenn á meiri kröfum en konur uppfylla í styrktarprófi. Því hafi kröfurnar heilt yfir verið lækkaðar til að koma til móts við það sjónarmið en um leið fjölga konum í slökkviliðinu.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun fljótlega auglýsa eftir starfsfólki til að sinna slökkvistarfi og sjúkraflutningum í haust. Um er að ræða framtíðarstörf en þeir sem eru ráðnir fá nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu, fyrir utan meirapróf sem hver og einn þarf að taka sjálfur.Hlaupaprófið hefur reynst mikil sía og könnun á innilokunarkennd.Vísir/VilhelmUmsækjendur þurfa að skila inn læknisvottorði, sakavottorði og ökuferilsskrá til að eiga möguleika á starfi. Inntökuprófin í framtíðarstarf felast í: hlaupaprófi, könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, skriflegu prófi, þrek- og styrktarprófi, sundprófi, akstursprófi, læknisskoðun og viðtali.Hlaupaprófið reynst mesta sían Elías Níelsson, íþróttaþjálfari slökkviliðsins, segir að þeir sem fari í prófið þurfi fyrst að hlaupa þriggja kílómetra vegalengd á innan við 13 mínútum og 15 sekúndum. Ef einhver vill reyna sig á hlaupabretti áður en hann íhugar að klára þrjá kílómetra á þeirri vegalengd segir Elías að það þurfi að hlaupa á hraðanum 14 á brettinu til að klára á tilsettum tíma. Hann segir slökkviliðið hafa áður fyrr verið með strangari kröfur í hlaupaprófinu en þær hafi verið lækkaðar. „Þetta hefur verið mesta sían hingað til,“ segir Elías um hlaupaprófið. Þeir sem ekki ná þess komast ekki áfram í inntökuferlið. Hægt er að taka hlaupaprófið þrisvar sinnum og eru umsækjendur hvattir til að hlaupa öll skiptin þar til þeir ná prófinu. Ekki er boðið upp á nein sjúkrapróf og þarf að framvísa skilríkjum áður en hlaupið hefst. Ef viðkomandi nær hlaupaprófinu fer hann í þrek- og styrktarpróf sem er eftirfarandi:Réttstöðulyfta, 65 kíló stöng, 10 endurtekningar.Öfugar armbeygjur (upphífing í liggjandi stöðu), 6 endurtekningar.Armbeyjur með 10 kílóa kút á bakinu, 4-6 endurtekningar.Planki á olnboga og tám, 60 sek.Dúkkuburður, 40 metrar (70 kílóa dúkka)Göngupróf á hjóli. Umsækjendur þurfa að ganga í 8 mínútur á göngubretti klæddir í eldgalla og með 10 kílóa kút á bakinu, samfellt vegur gallinn með kút í kringum 21 kíló. Þeir ganga í 1 mínútu í 4 prósenta halla, 1 mínútu í 7 prósenta halla og 6 mínútur í 12 prósenta halla. Hraðinn er 5,6.Prófið í ár starfstengdara „Einhverjir gætu lent í vandræðum með styrktarþáttinn,“ segir Elías. Áður fyrr var notast við sérstaka styrktarvél sem var auðvelt að staðla fyrir prófið en í ár verður prófið starfstengdara. Má þar nefna að afstaðan á réttstöðulyftunni líkist meira því að lyfta börum. Öfugu armbeygjurnar lýsa sér þannig að liggja þarf á bakinu og hífa sig upp. Dúkkuburðurinn hafi einnig reynst lúmskur í gegnum tíðina. Þá er lofthræðsla könnuð með því að fara með umsækjendur í körfu í 20 metra hæð þar sem þeir eru spurðir spurninga og kannað hvernig viðkomandi bregst við í þeim aðstæðum. „Flestir klára það en það klára ekki allir innilokunarkenndina,“ segir Elías.Markmið er að fjölga konum í slökkviliðinu.Vísir/VilhelmUmsækjendur eru prófaðir í reykköfun til að kanna hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Þeir eru með reykköfunartæki á bakinu og leysa ýmsar þrautir á æfingabraut með bundið fyrir augu. Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fatnaði sem má skemmast, t.d. gömlum íþróttabuxum og bol. Einnig þarf að standast sundpróf, sem er 200 metra bringusund, 200 metra skriðsund, 25 metra björgunarsund og einnig eru köfunaræfingar. Umsækjendur eru einnig prófaði í almennri þekkingu í skriflegu prófi. „Og hvort sem þú trúir því eða ekki, þá klikka menn á ökufærni prófinu,“ segir Elías en þar er kannað hvernig fólk bregst við álagi í umferðinni.Fengu skammir í hattinn Elías segir slökkviliðið hafa fengið skammir í hattinn fyrir að mismuna körlum og konum í inntökuferlinu með því að hafa kynjaskiptar kröfur. Það er að segja að karlmenn þurftu að standast erfiðara þol- og styrktarpróf en konurnar. Samstarf við Háskólann í Reykjavík hafi leitt þar í ljós. Þar gerðu nemendur lokaritgerð um inntökuferlið og komust að þeirri niðurstöðu að það væri mögulega lögbrot að fella karlmann á meiri kröfum en konur uppfylla í styrktarprófi. „Vegna þess að í starfinu eins og það er háttað þarftu að hafa lágmarksgetu í styrk til að hjálpa félaga þínum og svo framvegis og þá megum við ekki minnka þær kröfur í nafni þess að þú ert kona. Það gengur ekki í þessu starfi,“ segir Elías. Hann segir að hann verði þó að viðurkenna að það hafi áhrif að setja sömu kröfur á karla og konur. „Þú lækkar þá kröfurnar, það er þannig. Það hefur áhrif að sjálfsögðu þegar þú ert að ráða konur og karla. Við höfum verið að leggja áherslu á að breyta kynjahlutfallinu hjá okkur, fjölga konum. Það er krafan í lífinu.“ Uppfært klukkan 10:30 Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð.
Jafnréttismál Slökkvilið Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira