Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2019 19:00 Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. Útlendingastofnun tók ákvörðun á dögunum að taka mál afganska mannsins ekki til efnismeðferðar heldur senda hann til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta var staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála 1. apríl síðastliðinn. Samdægurs reyndi maðurinn, sem glímir við andleg veikindi, að kveikja í sér í herbergi sínu í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar og var þá nauðungarvistaður á geðdeild.Úrskurður um nauðungarvistun nýrri en úrskurður um brottvísun Í gær tilkynnti stoðdeild ríkislögreglustjóra manningum að hann yrði sóttur á geðdeildina klukkan fjögur í nótt og hann fluttur úr landi. „Er það með ólíkindum að það hafi staðið til af hálfu íslenskra yfirvalda að framkvæma brottvísun þegar þessi ungi maður er nauðungarvistaður á lokaðri geðdeild. Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður mannsins og bætir við að úrskurðurinn um nauðungarvistun nýrri en úrskurðurinn um brottvísun.Grikkland ekki öruggt ríki Magnús segir að eftir kröftug mótmæli í gær hafi loks verið fallist á að fresta brottvísuninni, ekki vegna þess að maðurinn væri á geðdeild, heldur þar sem fyrir lægi krafa um frestun réttaráhrifa sem ekki hafi verið tekin afstaða til. „Ef að einstaklingi er ekki treystandi til að labba frjáls um götur Reykjavíkurborgar þar sem hann getur verið ógn við sjálfan sig, þá spyr maður sig er sú staða ekki uppi á Grikklandi? Er hann öruggur á götum þar daginn eftir?,“ segir Magnús Davíð.María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.fbl/valgarðurÓháð því að hælisleitandinn sé mjög andlega veikur þá er Magnús gagnrýninn á að íslensk stjórnvöld skilgreini Grikkland sem öruggt ríki. „Þegar það liggja fyrir fjölda margar skýrslur alþjóðlegra stofnana að ástandið í Grikklandi sé afskaplega slæmt, vægt til orða tekið,“ segir Magnús Davíð.Fleiri fluttir beint af geðdeild úr landi Á sama tíma og viðtalið við Magnús var tekið, nú fyrir hádegi í dag, var hælisleitandinn útskrifaður af geðdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er sjaldgjæft að menn séu sóttir á geðdeild en það komi þó fyrir. Brottflutningur á mönnum sem séu nauðungarvistaðir fari einungis fram í samráði við heilbrigðisyfirvöld og reynt sé eftir fremsta megni að koma upplýsingum um heilbrigðisástand til þar til bærra yfirvalda, sé þess óskað af heilbrigðisyfirvöldum. Í samtali við fréttastofu segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, að fólk sé ekki útskrifað nema það sé metið hæft til útskriftar. Það gerist þó því miður að fólk sé útskrifað í mjög bágar félagslegar aðstæður. Aðspurð um hvort eðlilegt sé að fólk sé útskrifað úr bráðainnlögn um miðja nótt segir hún það geta verið þannig ef fólk er á leið í flug. Hælisleitendur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. Útlendingastofnun tók ákvörðun á dögunum að taka mál afganska mannsins ekki til efnismeðferðar heldur senda hann til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta var staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála 1. apríl síðastliðinn. Samdægurs reyndi maðurinn, sem glímir við andleg veikindi, að kveikja í sér í herbergi sínu í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar og var þá nauðungarvistaður á geðdeild.Úrskurður um nauðungarvistun nýrri en úrskurður um brottvísun Í gær tilkynnti stoðdeild ríkislögreglustjóra manningum að hann yrði sóttur á geðdeildina klukkan fjögur í nótt og hann fluttur úr landi. „Er það með ólíkindum að það hafi staðið til af hálfu íslenskra yfirvalda að framkvæma brottvísun þegar þessi ungi maður er nauðungarvistaður á lokaðri geðdeild. Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður mannsins og bætir við að úrskurðurinn um nauðungarvistun nýrri en úrskurðurinn um brottvísun.Grikkland ekki öruggt ríki Magnús segir að eftir kröftug mótmæli í gær hafi loks verið fallist á að fresta brottvísuninni, ekki vegna þess að maðurinn væri á geðdeild, heldur þar sem fyrir lægi krafa um frestun réttaráhrifa sem ekki hafi verið tekin afstaða til. „Ef að einstaklingi er ekki treystandi til að labba frjáls um götur Reykjavíkurborgar þar sem hann getur verið ógn við sjálfan sig, þá spyr maður sig er sú staða ekki uppi á Grikklandi? Er hann öruggur á götum þar daginn eftir?,“ segir Magnús Davíð.María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.fbl/valgarðurÓháð því að hælisleitandinn sé mjög andlega veikur þá er Magnús gagnrýninn á að íslensk stjórnvöld skilgreini Grikkland sem öruggt ríki. „Þegar það liggja fyrir fjölda margar skýrslur alþjóðlegra stofnana að ástandið í Grikklandi sé afskaplega slæmt, vægt til orða tekið,“ segir Magnús Davíð.Fleiri fluttir beint af geðdeild úr landi Á sama tíma og viðtalið við Magnús var tekið, nú fyrir hádegi í dag, var hælisleitandinn útskrifaður af geðdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er sjaldgjæft að menn séu sóttir á geðdeild en það komi þó fyrir. Brottflutningur á mönnum sem séu nauðungarvistaðir fari einungis fram í samráði við heilbrigðisyfirvöld og reynt sé eftir fremsta megni að koma upplýsingum um heilbrigðisástand til þar til bærra yfirvalda, sé þess óskað af heilbrigðisyfirvöldum. Í samtali við fréttastofu segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, að fólk sé ekki útskrifað nema það sé metið hæft til útskriftar. Það gerist þó því miður að fólk sé útskrifað í mjög bágar félagslegar aðstæður. Aðspurð um hvort eðlilegt sé að fólk sé útskrifað úr bráðainnlögn um miðja nótt segir hún það geta verið þannig ef fólk er á leið í flug.
Hælisleitendur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira