Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 30. mars 2019 11:02 Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Miðflokksmanna um upptökur úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. Í viðtali við Morgunblaðið segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, upptökurnar sýna að atburðarásin 20. nóvember hafi verið önnur en sú sem Bára hefur lýst og Sigmundur Davíð, formaður flokksins, tekur í sama streng í Fréttablaðinu þar sem hann segir upptökurnar skipulagðar og málið vera byggt á lygi. Í viðtalinu segir Bergþór upptökurnar frá umræddu kvöldi staðfesta þetta og það sé meðal annars ástæðan fyrir því að lögmenn Báru hafi barist gegn því að upptökurnar væru skoðaðar. Þá telur hann mikilvægt að komast til botns í því hvort Bára hafi átt samverkamenn, þá sérstaklega ef það hafi verið í samstarfi við fjölmiðil. Í samtali við fréttastofu segir Bára skiljanlegt að Bergþór vilji beina athyglinni að henni þar sem augljóst sé að hann hafi verið sá sem hafði sig mest frammi í umræðunum og hafi verið sá sem sagði verstu hlutina. Það myndi þó ekki skipta máli ef fullyrðingar hans væru sannar þar sem málið snúist um það sem þingmennirnir sögðu. „Jafnvel þó hann hefði rétt fyrir sér, sem hann hefur ekki, að þetta væri undirbúið, þá breytir það aldrei því sem þeir sögðu og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“„Ég hef séð sömu upptökur og get ekki séð hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu“ Bára segist sjálf hafa horft á upptökurnar og hún geti ekki tekið undir atvikalýsingu Bergþórs. Hún sé einfaldlega tilraun til þess að beina athyglinni að öðru en sé fjarri sannleikanum. „Mig langar bara að rifja upp fallegt orðbragð hans varðandi líffæri sín í öðrum konum og svo framvegis. Ég skil vel að hann vilji dreifa athyglinni frá því. Ég hef séð sömu upptökur og get ekki séð hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu nema af því að honum langar til þess,“ segir Bára og bætir við að á upptökunni sjáist að hún hafi gefið sér góðan tíma bæði í að fara inn á barinn og að koma sér fyrir. Það sé ekkert sem bendi til að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp. „Við horfðum á sömu upptökur og ég get ekki sagt til um þessa mínútutölu sem hann er búinn að finna sér upp þarna. Þetta er bara bull, það sést alveg á þessum upptökum einfaldlega að þegar ég kem inn þá tek ég mér þónokkurn tíma til þess að skella mér á salernið þar sem það var mér efst í huga.“ Varðandi mynd sem var tekin af þingmönnunum í gegnum glugga barsins segir Bára það hafa komið fram í fjölmiðlum að hún hafi ekki tekið myndina og það sjáist einnig á upptökum að hún hefði ekki haft tíma til þess. „Á myndbandinu sést ég fara út úr bílnum mínum, taka fimmtán sekúndur til að fara inn á barinn og á þeim tíma er ekki nokkur tími til þess að taka þessa mynd og eins og blaðamenn Stundarinnar hafa sagt er þessi mynd ekki tekin af mér,“ segir Bára. Myndir náðust af þingmönnunum í gegnum glugga á barnum.Rangt að hún hafi ekki viljað birta upptökurnar Í Morgunblaðinu segir Bergþór að Bára og hennar lögmenn hafi barist fyrir því að upptökurnar yrðu ekki birtar. Bára segir það ekki vera rétt. „Við börðumst ekki fyrir því að upptökurnar yrðu ekki birtar, við börðumst fyrir því að það væri verið að tvíreka málið á tveimur stöðum og við vildum að það væri í höndum á ábyrgum aðilum eins og persónuvernd hvað við ættum að sjá en ekki í höndunum á þeirra lögfræðingum,“ segir Bára. Þá ítrekar Bára að kjarni málsins sé orðræða þingmannanna, ekki hvernig upptakan hafi komið til. Hún skilji ekki hvers vegna Bergþór og þingmenn Miðflokksins séu stanslaust að vekja athygli á málinu þegar það sé alveg ljóst að þeir létu ljót orð falla á barnum. „Aðalatriðið er það sem þeir sögðu, hann er sá sem er orðljótastur á upptökunni svo það er eðlilegt að hann vilji beina athyglinni að mér en hann ætti bara að axla ábyrgð á því sem hann sagði sjálfur.“ Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 „Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna?“ Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að hinar nýju upplýsingar sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu hafi neitt gildi. 27. mars 2019 08:34 Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. Í viðtali við Morgunblaðið segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, upptökurnar sýna að atburðarásin 20. nóvember hafi verið önnur en sú sem Bára hefur lýst og Sigmundur Davíð, formaður flokksins, tekur í sama streng í Fréttablaðinu þar sem hann segir upptökurnar skipulagðar og málið vera byggt á lygi. Í viðtalinu segir Bergþór upptökurnar frá umræddu kvöldi staðfesta þetta og það sé meðal annars ástæðan fyrir því að lögmenn Báru hafi barist gegn því að upptökurnar væru skoðaðar. Þá telur hann mikilvægt að komast til botns í því hvort Bára hafi átt samverkamenn, þá sérstaklega ef það hafi verið í samstarfi við fjölmiðil. Í samtali við fréttastofu segir Bára skiljanlegt að Bergþór vilji beina athyglinni að henni þar sem augljóst sé að hann hafi verið sá sem hafði sig mest frammi í umræðunum og hafi verið sá sem sagði verstu hlutina. Það myndi þó ekki skipta máli ef fullyrðingar hans væru sannar þar sem málið snúist um það sem þingmennirnir sögðu. „Jafnvel þó hann hefði rétt fyrir sér, sem hann hefur ekki, að þetta væri undirbúið, þá breytir það aldrei því sem þeir sögðu og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“„Ég hef séð sömu upptökur og get ekki séð hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu“ Bára segist sjálf hafa horft á upptökurnar og hún geti ekki tekið undir atvikalýsingu Bergþórs. Hún sé einfaldlega tilraun til þess að beina athyglinni að öðru en sé fjarri sannleikanum. „Mig langar bara að rifja upp fallegt orðbragð hans varðandi líffæri sín í öðrum konum og svo framvegis. Ég skil vel að hann vilji dreifa athyglinni frá því. Ég hef séð sömu upptökur og get ekki séð hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu nema af því að honum langar til þess,“ segir Bára og bætir við að á upptökunni sjáist að hún hafi gefið sér góðan tíma bæði í að fara inn á barinn og að koma sér fyrir. Það sé ekkert sem bendi til að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp. „Við horfðum á sömu upptökur og ég get ekki sagt til um þessa mínútutölu sem hann er búinn að finna sér upp þarna. Þetta er bara bull, það sést alveg á þessum upptökum einfaldlega að þegar ég kem inn þá tek ég mér þónokkurn tíma til þess að skella mér á salernið þar sem það var mér efst í huga.“ Varðandi mynd sem var tekin af þingmönnunum í gegnum glugga barsins segir Bára það hafa komið fram í fjölmiðlum að hún hafi ekki tekið myndina og það sjáist einnig á upptökum að hún hefði ekki haft tíma til þess. „Á myndbandinu sést ég fara út úr bílnum mínum, taka fimmtán sekúndur til að fara inn á barinn og á þeim tíma er ekki nokkur tími til þess að taka þessa mynd og eins og blaðamenn Stundarinnar hafa sagt er þessi mynd ekki tekin af mér,“ segir Bára. Myndir náðust af þingmönnunum í gegnum glugga á barnum.Rangt að hún hafi ekki viljað birta upptökurnar Í Morgunblaðinu segir Bergþór að Bára og hennar lögmenn hafi barist fyrir því að upptökurnar yrðu ekki birtar. Bára segir það ekki vera rétt. „Við börðumst ekki fyrir því að upptökurnar yrðu ekki birtar, við börðumst fyrir því að það væri verið að tvíreka málið á tveimur stöðum og við vildum að það væri í höndum á ábyrgum aðilum eins og persónuvernd hvað við ættum að sjá en ekki í höndunum á þeirra lögfræðingum,“ segir Bára. Þá ítrekar Bára að kjarni málsins sé orðræða þingmannanna, ekki hvernig upptakan hafi komið til. Hún skilji ekki hvers vegna Bergþór og þingmenn Miðflokksins séu stanslaust að vekja athygli á málinu þegar það sé alveg ljóst að þeir létu ljót orð falla á barnum. „Aðalatriðið er það sem þeir sögðu, hann er sá sem er orðljótastur á upptökunni svo það er eðlilegt að hann vilji beina athyglinni að mér en hann ætti bara að axla ábyrgð á því sem hann sagði sjálfur.“
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 „Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna?“ Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að hinar nýju upplýsingar sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu hafi neitt gildi. 27. mars 2019 08:34 Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
„Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna?“ Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að hinar nýju upplýsingar sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu hafi neitt gildi. 27. mars 2019 08:34
Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45