Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Sylvía Hall skrifar 30. mars 2019 16:17 Ben Baldanza segist hafa varað við þeim áskorunum sem hann nefnir. Vísir/Getty Ben Baldanza, hagfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. Hann hafi varað við þeim í þrjú ár. Baldanza segir að á tíma sínum hjá félaginu hafi hann komist að því að Skúli Mogensen væri bæði klár og fullur eldmóðs en jafnframt sýnt mikinn metnað fyrir WOW. Þá hafi staðsetning landsins verið mikill kostur og viðskiptamódel félagsins verið mjög áhugavert. Þrátt fyrir það hafi þessar áskoranir á endanum leitt til þess að félagið hafi þurft að hætta störfum.Dýrt vinnuafl og skortur á aðhaldi Í færslu sem hann skrifar nefnir hann þessar fimm ástæður. Efst á lista er skortur á aðhaldi við útgjöld en kostnaður við rekstur flugfélaga fari hækkandi, bæði vegna þess að starfsfólk og flugvélar verði dýrari með aldrinum. Í stað þess að dreifa rekstrinum á fleiri svæði hafi WOW air aukið kostnað með tímanum. Þá segir hann það einnig hafa orðið félaginu að falli að hafa nánast einvörðungu notast við íslenskt vinnuafl. Hann nefnir að laun á Íslandi eru hærri en gengur og gerist en Skúli sé föðurlandsvinur og hafi treyst á samlanda sína. Það hafi þó reynst honum dýrkeypt að leita ekki til ódýrara vinnuafls. Hann bendir á að Ísland sem áfangastaður sé mjög árstíðabundinn og með því að halda sig við að einblína á landið hafi félagið orðið fyrir tapi. Með því að færa starfsemina á fleiri staði hafi verið hægt að sporna við þessu. Þá hafi félagið ekki hugað nægilega að því að tryggja fé fyrir ófyrirséðar aðstæður þegar vel stóð heldur eytt því í kaup á nýjum vélum. Kaupin á A330 vélum „gulltryggði“ fall félagsins Baldanza segir kaup WOW á Airbus 330 vélunum hafi aukið þjónustugetu félagsins til muna þar sem það hafi gert þeim kleift að fljúga á staði sem A321 vélar gátu ekki og nefnir þar áfangastaði á borð við Los Angeles og San Francisco. Vegna stærðar vélanna hafi þó verið erfitt að fylla slíkar vélar stöðugt til landsins og það hafi sannað sig. Hann segir að þó önnur flugfélög þurfi slíkar vélar hafi WOW air getað komist upp með að gera slíkt með ódýrari vélum og sleppt áfangastöðum sem reyndust ekki arðbærir. A330 vélarnar hafi því skapað mikla rekstrarörðugleika fyrir félagið og beint sjónum að hlutum sem félagið hefði ekki átt að einblína á. Þetta hafi verið það sem varð WOW endanlega að falli. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Ben Baldanza, hagfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. Hann hafi varað við þeim í þrjú ár. Baldanza segir að á tíma sínum hjá félaginu hafi hann komist að því að Skúli Mogensen væri bæði klár og fullur eldmóðs en jafnframt sýnt mikinn metnað fyrir WOW. Þá hafi staðsetning landsins verið mikill kostur og viðskiptamódel félagsins verið mjög áhugavert. Þrátt fyrir það hafi þessar áskoranir á endanum leitt til þess að félagið hafi þurft að hætta störfum.Dýrt vinnuafl og skortur á aðhaldi Í færslu sem hann skrifar nefnir hann þessar fimm ástæður. Efst á lista er skortur á aðhaldi við útgjöld en kostnaður við rekstur flugfélaga fari hækkandi, bæði vegna þess að starfsfólk og flugvélar verði dýrari með aldrinum. Í stað þess að dreifa rekstrinum á fleiri svæði hafi WOW air aukið kostnað með tímanum. Þá segir hann það einnig hafa orðið félaginu að falli að hafa nánast einvörðungu notast við íslenskt vinnuafl. Hann nefnir að laun á Íslandi eru hærri en gengur og gerist en Skúli sé föðurlandsvinur og hafi treyst á samlanda sína. Það hafi þó reynst honum dýrkeypt að leita ekki til ódýrara vinnuafls. Hann bendir á að Ísland sem áfangastaður sé mjög árstíðabundinn og með því að halda sig við að einblína á landið hafi félagið orðið fyrir tapi. Með því að færa starfsemina á fleiri staði hafi verið hægt að sporna við þessu. Þá hafi félagið ekki hugað nægilega að því að tryggja fé fyrir ófyrirséðar aðstæður þegar vel stóð heldur eytt því í kaup á nýjum vélum. Kaupin á A330 vélum „gulltryggði“ fall félagsins Baldanza segir kaup WOW á Airbus 330 vélunum hafi aukið þjónustugetu félagsins til muna þar sem það hafi gert þeim kleift að fljúga á staði sem A321 vélar gátu ekki og nefnir þar áfangastaði á borð við Los Angeles og San Francisco. Vegna stærðar vélanna hafi þó verið erfitt að fylla slíkar vélar stöðugt til landsins og það hafi sannað sig. Hann segir að þó önnur flugfélög þurfi slíkar vélar hafi WOW air getað komist upp með að gera slíkt með ódýrari vélum og sleppt áfangastöðum sem reyndust ekki arðbærir. A330 vélarnar hafi því skapað mikla rekstrarörðugleika fyrir félagið og beint sjónum að hlutum sem félagið hefði ekki átt að einblína á. Þetta hafi verið það sem varð WOW endanlega að falli.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30