Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi á sjöunda tímanum að lögregla ynni að því að koma bílnum af veginum. Ekki var gert ráð fyrir að það tæki langan tíma en óhappið varð rétt ofan við Litlu kaffistofuna.
Líkt og sést á mynd sem tekin var á Suðurlandsvegi skömmu eftir klukkan 18 var bílaröðin ansi löng en sjónarvottur á svæðinu sagði hana ná til Reykjavíkur.
