Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 19:00 Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að fjöldi fólks sem átti bókað með WOW air hafi sett sig í samband við hótelin.Kristófer Oliverss, formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu, segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW airvísir/eyþór„Við merkjum afbókanir í talsverðum mæli. Þetta eru einhverjir tugir á dag og við finnum fyrir þessu nokkrar vikur fram í tímann. Það eru bæði afbókanir og fólk hreinlega kemur ekki sem við áttum von á,“ segir Kristófer. Það ríki mikil óvissa því hótelin viti ekki með hvaða flugfélagi fólk, sem bókar herbergi í gegnum bókunarsíður á borð við booking.com, á flug með. Staðan sé eins á öðrum hótelum. „Þetta er mjög slæmt að þetta kemur ofan í heimatilbúna vanda okkar sem eru verkföllinn. Það gerir höggið enn verra,“ segir Kristófer en að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll um tvö þúsund félagsmanna Eflingar og VR á miðnætti á þriðjudag. Kristófer segir að það sé misjafnt hver réttur fólks sé þegar kemur að endurgreiðslu. Það fari eftir þeim skilmálum sem fólk kvittar undir þegar herbergið er bókað. Eitt algengasta bókunarformið sé að menn geti afbókað með tveggja daga fyrirvara án nokkurs kostnaðar. Í þeim tilfellum sé tjónið mikið. Í sumum tilfellum eigi fólk ekki rétt á endurgreiðslu. „Við höfum náttúrulega mikla reynslu úr eldgosinu. Við getum boðið fólki að koma síðar og svo framvegis og reynum að gera þetta eins mjúklega og hægt er en bendum náttúrulega á að menn eru með ferðatryggingu og það er hún sem menn nýta fyrst,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira
Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að fjöldi fólks sem átti bókað með WOW air hafi sett sig í samband við hótelin.Kristófer Oliverss, formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu, segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW airvísir/eyþór„Við merkjum afbókanir í talsverðum mæli. Þetta eru einhverjir tugir á dag og við finnum fyrir þessu nokkrar vikur fram í tímann. Það eru bæði afbókanir og fólk hreinlega kemur ekki sem við áttum von á,“ segir Kristófer. Það ríki mikil óvissa því hótelin viti ekki með hvaða flugfélagi fólk, sem bókar herbergi í gegnum bókunarsíður á borð við booking.com, á flug með. Staðan sé eins á öðrum hótelum. „Þetta er mjög slæmt að þetta kemur ofan í heimatilbúna vanda okkar sem eru verkföllinn. Það gerir höggið enn verra,“ segir Kristófer en að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll um tvö þúsund félagsmanna Eflingar og VR á miðnætti á þriðjudag. Kristófer segir að það sé misjafnt hver réttur fólks sé þegar kemur að endurgreiðslu. Það fari eftir þeim skilmálum sem fólk kvittar undir þegar herbergið er bókað. Eitt algengasta bókunarformið sé að menn geti afbókað með tveggja daga fyrirvara án nokkurs kostnaðar. Í þeim tilfellum sé tjónið mikið. Í sumum tilfellum eigi fólk ekki rétt á endurgreiðslu. „Við höfum náttúrulega mikla reynslu úr eldgosinu. Við getum boðið fólki að koma síðar og svo framvegis og reynum að gera þetta eins mjúklega og hægt er en bendum náttúrulega á að menn eru með ferðatryggingu og það er hún sem menn nýta fyrst,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira
Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35
Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00
Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10