Lífið

Gleður börn með dúkkum sem líta út eins og þau

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Amy Jandrisevits, stofnandi A doll like me.
Amy Jandrisevits, stofnandi A doll like me. Skjáskot/BBC
Amy Jandrisevits vann sem félagsráðgjafi á krabbameinsdeild barna, þar sem hún notaði brúður sem meðferðartæki. Henni þótti miður að þessar líkamar brúðanna endurspegluðu ekki raunveruleika margra barnanna sem hún vann með og ákvað hún þá að taka málin í sínar eigin hendur og sauma dúkkur sem sýndu þennan raunveruleika margra barna.

Nú hefur fyrirtækið hennar, A doll like me, verið starfandi í um 4 ár og handsaumar hún hverja dúkku og gerir með ákveðið barn í huga, svo að hvert barn fær brúðu sem endurspeglar þeirra eigin líkamlega raunveruleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×