Erlent

Gerði áhlaup að bílalest páfa og konungs

Andri Eysteinsson skrifar
Drengurinn reyndi að ná athygli Marokkkókonungs Mohamed VI í bílnum hægra megin á myndinni.
Drengurinn reyndi að ná athygli Marokkkókonungs Mohamed VI í bílnum hægra megin á myndinni. EPA/CIRO FUSCO
Öryggisverðir Mohammed VI. konungs Marokkó, höfðu í gær hendur í hári 17 ára gamals drengs sem gerði áhlaup að bílalest sem ferjaði konunginn ásamt Frans páfa um stræti höfuðborgar Marokkó, Rabat. CNN greindi frá.

Drengurinn komst fram hjá öryggisgæslunni og stefndi beint að bílnum. Unglingurinn var fljótlega handtekinn af jakkafataklæddum öryggisvörðum. Í yfirlýsingu frá þjóðaröryggisstofnun Marokkó kom fram að unglingurinn hafi reynt að vekja athygli konungs á veikindum foreldra hans.

Frans páfi hefur varið helginni í opinberri heimsókn í Norður-Afríku ríkinu Marokkó, þar hefur hann reynt að brúa bilið milli hins kristna minnihluta og meirihlutans sem aðhyllist Íslam. Páfi sagði í skilaboðum á Twitter að hann kæmi til landsins sem pílagrímur friðar og bræðralags. Páfi ávarpaði mannfjölda í Rabat áður en hann hélt til fundar við trúarleiðtoga múslima í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×