Funda mögulega á morgun vegna WOW-vélarinnar í Keflavík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 19:30 Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. Önnur vél félagsins er í kyrrsett í Keflavík og mun Isavia ekki láta vélina af hendi nema félagið greiði skuldir WOW air. Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin byggir á 136 gr. loftferðalaga sem heimilar Isavia sem starfrækir flugvöllinn að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Flugvélarnar eru báðar í eigu félagsins Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að síðustu daga hafi Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Fyrirtækið hefur síðan verið í sambandi við okkur í gegnum fulltrúa sína á Íslandi og það er áformað að lögfræðingar okkar eigi fund með fulltrúum þeirra núna eftir helgi. Líklegast á mánudaginn,“ segir Guðjón. Á fundinum verður líklega farið yfir hvort eigandi vélarinnar muni greiða skuld WOW air við Isavia en Isavia hefur ekki gefið upp heildarupphæðina. Því hefur hins vegar verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. „Mun þá þurfa að greiða þessi gjöld eða leggja fram viðeigandi tryggingu til að fá vélina aftur,“ segir Guðjón en kyrrsetta vélin er TF-GPA. Verðmæti hennar metið á um fimmtán til átján milljarða króna og verður því að teljast líklegt að eigandi vélarinnar greiði Isavia skuld Wow air við Isavia. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. „Í umboði þrotabúsins erum við að annast hana þar til hún verður sótt af eiganda,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. Önnur vél félagsins er í kyrrsett í Keflavík og mun Isavia ekki láta vélina af hendi nema félagið greiði skuldir WOW air. Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin byggir á 136 gr. loftferðalaga sem heimilar Isavia sem starfrækir flugvöllinn að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Flugvélarnar eru báðar í eigu félagsins Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að síðustu daga hafi Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Fyrirtækið hefur síðan verið í sambandi við okkur í gegnum fulltrúa sína á Íslandi og það er áformað að lögfræðingar okkar eigi fund með fulltrúum þeirra núna eftir helgi. Líklegast á mánudaginn,“ segir Guðjón. Á fundinum verður líklega farið yfir hvort eigandi vélarinnar muni greiða skuld WOW air við Isavia en Isavia hefur ekki gefið upp heildarupphæðina. Því hefur hins vegar verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. „Mun þá þurfa að greiða þessi gjöld eða leggja fram viðeigandi tryggingu til að fá vélina aftur,“ segir Guðjón en kyrrsetta vélin er TF-GPA. Verðmæti hennar metið á um fimmtán til átján milljarða króna og verður því að teljast líklegt að eigandi vélarinnar greiði Isavia skuld Wow air við Isavia. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. „Í umboði þrotabúsins erum við að annast hana þar til hún verður sótt af eiganda,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27
Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15
Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38