Fjórða iðnbyltingin er í raun hafin í samfélagi eins og Grundarfirði. Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nemendum af sunnanverðum Vestfjörðum kennt í gegnum fjarfundabúnað og í nýrri fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. nýtast róbótar og gervigreind við að hámarka nýtingu og arðsemi sjávaraflans.

Til að sveitir landsins sitji ekki eftir hefur ríkið undanfarin ár styrkt ljósleiðaravæðingu í dreifbýli.
„Núna er bara staðan þannig að þéttbýlin eru orðin eftir. Þau eru skilgreind á svæði sem ekki er heimild til að styrkja með ríkisstyrkjum eða opinberu fé, þannig að markaðurinn verður að ráða.“
Hún spyr hvort einkafyrirtæki á fjarskiptamarkaði muni fjárfesta í byggðum Snæfellsness.
„Hvenær ætla þau að ljósleiðaravæða Grundarfjörð? Ólafsvík? Hellissand? Og svo framvegis.“

„Að unga fólkið sem býr til störfin sín, getur unnið þessvegna hvar sem er í heiminum, en vill setja sig niður hér, - að það geti þá gert það.“
Fjórða iðnbyltingin geti leitt til stökkbreytinga á samfélögum.
„Og landsbyggðin á raunverulega stórkostlegt tækifæri. Ef við erum að tala um byggðastefnu þá er þetta eitt stærsta tækifærið.“
Blómleg byggð haldist þó ekki nema innviðir séu í lagi.
„Ef við sitjum eftir, þessi byggðarlög, þá er þetta búið,“ segir Björg.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2.