Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. mars 2019 06:45 Tæplega þúsund myndu taka þátt i aðgerðum VR. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Staðan er okkur í VR mjög þungbær. Það er erfitt að vera í átakaferli til að reyna að þrýsta mönnum að samningaborðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaramálunum. Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. Lokatilraun til að afstýra verkfallinu verður gerð hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar segir að ekki sé tilefni til bjartsýni um árangur þess fundar. Hann hafi rætt við framkvæmdastjóra SA um hvað þyrfti að gerast til að aðilar settust niður og forðuðu þessu frá átökum. „Þeir eru bara ekki tilbúnir til að hreyfa sig. Þeir ætla sér ekki að semja við verkalýðshreyfinguna heldur fara í stríð.“ Samflot iðnaðarmanna sleit viðræðum sínum við SA í gær og Starfsgreinasambandið í fyrradag. „Þetta erum ekki bara við sem erum að lenda á þessum vegg hjá SA heldur öll verkalýðshreyfingin. Þannig að þessi forysta SA er að stórskaða hér samfélagið algjörlega að óþörfu og af mikilli óbilgirni,“ segir hann. Ragnar Þór segir málin vitanlega leysast að lokum. Mikill vilji sé til staðar við borðið nema á einum stað. „Þetta er alfarið mál sem er á herðum SA að leysa. Við erum búin að nálgast þá með margvíslegum hætti með möguleika á lausnum. Mér finnst stjórnvöld hafa verið mjög lausnamiðuð í þessu en SA hafa verið algjörlega föst fyrir að bjóða upp á kaupmáttarrýrnun og stórkostlega skerðingu á réttindum okkar,“ segir Ragnar Þór, formaður VR. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Staðan er okkur í VR mjög þungbær. Það er erfitt að vera í átakaferli til að reyna að þrýsta mönnum að samningaborðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaramálunum. Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. Lokatilraun til að afstýra verkfallinu verður gerð hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar segir að ekki sé tilefni til bjartsýni um árangur þess fundar. Hann hafi rætt við framkvæmdastjóra SA um hvað þyrfti að gerast til að aðilar settust niður og forðuðu þessu frá átökum. „Þeir eru bara ekki tilbúnir til að hreyfa sig. Þeir ætla sér ekki að semja við verkalýðshreyfinguna heldur fara í stríð.“ Samflot iðnaðarmanna sleit viðræðum sínum við SA í gær og Starfsgreinasambandið í fyrradag. „Þetta erum ekki bara við sem erum að lenda á þessum vegg hjá SA heldur öll verkalýðshreyfingin. Þannig að þessi forysta SA er að stórskaða hér samfélagið algjörlega að óþörfu og af mikilli óbilgirni,“ segir hann. Ragnar Þór segir málin vitanlega leysast að lokum. Mikill vilji sé til staðar við borðið nema á einum stað. „Þetta er alfarið mál sem er á herðum SA að leysa. Við erum búin að nálgast þá með margvíslegum hætti með möguleika á lausnum. Mér finnst stjórnvöld hafa verið mjög lausnamiðuð í þessu en SA hafa verið algjörlega föst fyrir að bjóða upp á kaupmáttarrýrnun og stórkostlega skerðingu á réttindum okkar,“ segir Ragnar Þór, formaður VR.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira