Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. mars 2019 06:15 Líflegar umræður urðu á fundi Miðbæjarfélagsins í gær. Fréttablaðið/Ernir 239 rekstraraðilar í miðborginni mótmæla áformum um lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Þetta kom fram á blaðamannfundi Miðbæjarfélagsins í gær. Aðilar á vegum félagsins gengu á milli fyrirtækja og könnuðu hug rekstraraðila til málsins. Aðeins átta aðilar reyndust fylgjandi lokun fyrir bílaumferð, níu vildu ekki taka afstöðu opinberlega en ekki fengust svör frá 31. Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi, er einn þeirra sem stóðu að könnuninni. Hann viðurkennir að ekki sé um hávísindalega könnun að ræða en er ekki hissa á niðurstöðunum. „Þetta er þveröfugt við það sem núverandi meirihluti er ávallt að halda fram,“ segir Gunnar. Á fundinum kom fram mikil óánægja hjá verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum vegna skorts á samráði borgaryfirvalda. Það samráð sem hafi farið fram hafi verið sýndarmennska. „Er ekki samráð það að heyra sjónarmið þeirra sem eru með og á móti? Málið var að við máttum tjá okkur en það var búið að ákveða að loka. Þetta var sagt þarna niðri í Ráðhúsi,“ segir Gunnar. Í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum segir að sumarlokanir sem hófust árið 2011 hafi leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Heyrðist það sjónarmið hjá verslunareigendum bæði innan þess svæðis sem hefur verið lokað bílaumferð á sumrin og utan þess. Gunnar sem rekið hefur verslun á Laugavegi síðan 1972 segir að það þurfi að tala um hlutina út frá aðstæðum á Íslandi. „Ég hef alltaf sagt að Reykjavík sé bílaborg. Það sem gerir hana að bílaborg er veðrið, fámennið og lélegar almenningssamgöngur. Ég á tveggja ára myndaseríu sem sýnir hvernig gatan lítur út þegar hún er lokuð. Hún er gal, galtóm. Bílarnir koma með mannlífið og kúnnana.“ Nokkrir verslunareigendur, sem þó voru í miklum minnihluta, voru óhressir með þá neikvæðu ímynd sem sífellt væri verið að draga upp af miðbænum. Nokkuð heitar umræður sköpuðust um það en einnig voru uppi ásakanir um að verslunareigendur hefðu verið beittir óeðlilegum þrýstingi til að skrifa undir listann. Auðunn Árni Gíslason, eigandi Fríðu skartgripahönnuðar á Skólavörðustíg, var einn þeirra. „Við höfum svolitlar áhyggjur af þessari neikvæðu umræðu. Við erum ekki að taka afstöðu með eða á móti lokun en okkur finnst umræðan oft vera full neikvæð.“ Auðunn segist skilja sjónarmið þeirra sem berjist gegn lokun. „Það er ekki þannig að þetta séu andstæðar fylkingar. Við erum í sama liði að reyna að tala upp miðbæinn frekar en að tala hann niður.“ Varðandi meint samráðsleysi borgarinnar sagðist Auðunn ekki geta metið það. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þessi fundur muni jafnvel leiða til þess að þetta fari nú í pólitískar skotgrafir. Það er ekki að fara hjálpa okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
239 rekstraraðilar í miðborginni mótmæla áformum um lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Þetta kom fram á blaðamannfundi Miðbæjarfélagsins í gær. Aðilar á vegum félagsins gengu á milli fyrirtækja og könnuðu hug rekstraraðila til málsins. Aðeins átta aðilar reyndust fylgjandi lokun fyrir bílaumferð, níu vildu ekki taka afstöðu opinberlega en ekki fengust svör frá 31. Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi, er einn þeirra sem stóðu að könnuninni. Hann viðurkennir að ekki sé um hávísindalega könnun að ræða en er ekki hissa á niðurstöðunum. „Þetta er þveröfugt við það sem núverandi meirihluti er ávallt að halda fram,“ segir Gunnar. Á fundinum kom fram mikil óánægja hjá verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum vegna skorts á samráði borgaryfirvalda. Það samráð sem hafi farið fram hafi verið sýndarmennska. „Er ekki samráð það að heyra sjónarmið þeirra sem eru með og á móti? Málið var að við máttum tjá okkur en það var búið að ákveða að loka. Þetta var sagt þarna niðri í Ráðhúsi,“ segir Gunnar. Í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum segir að sumarlokanir sem hófust árið 2011 hafi leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Heyrðist það sjónarmið hjá verslunareigendum bæði innan þess svæðis sem hefur verið lokað bílaumferð á sumrin og utan þess. Gunnar sem rekið hefur verslun á Laugavegi síðan 1972 segir að það þurfi að tala um hlutina út frá aðstæðum á Íslandi. „Ég hef alltaf sagt að Reykjavík sé bílaborg. Það sem gerir hana að bílaborg er veðrið, fámennið og lélegar almenningssamgöngur. Ég á tveggja ára myndaseríu sem sýnir hvernig gatan lítur út þegar hún er lokuð. Hún er gal, galtóm. Bílarnir koma með mannlífið og kúnnana.“ Nokkrir verslunareigendur, sem þó voru í miklum minnihluta, voru óhressir með þá neikvæðu ímynd sem sífellt væri verið að draga upp af miðbænum. Nokkuð heitar umræður sköpuðust um það en einnig voru uppi ásakanir um að verslunareigendur hefðu verið beittir óeðlilegum þrýstingi til að skrifa undir listann. Auðunn Árni Gíslason, eigandi Fríðu skartgripahönnuðar á Skólavörðustíg, var einn þeirra. „Við höfum svolitlar áhyggjur af þessari neikvæðu umræðu. Við erum ekki að taka afstöðu með eða á móti lokun en okkur finnst umræðan oft vera full neikvæð.“ Auðunn segist skilja sjónarmið þeirra sem berjist gegn lokun. „Það er ekki þannig að þetta séu andstæðar fylkingar. Við erum í sama liði að reyna að tala upp miðbæinn frekar en að tala hann niður.“ Varðandi meint samráðsleysi borgarinnar sagðist Auðunn ekki geta metið það. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þessi fundur muni jafnvel leiða til þess að þetta fari nú í pólitískar skotgrafir. Það er ekki að fara hjálpa okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent