Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 20. mars 2019 06:45 Söluferli á 54 prósenta hlut kanadíska félagsins Innergex í HS Orku hófst um miðjan október í fyrra. Þrír fjárfestar bítast um tæplega 54 prósenta eignarhlut í HS Orku, sem gæti verið metinn á nærri 40 milljarða íslenskra króna, eftir að frestur til að gera skuldbindandi tilboð í hlut Innergex í íslenska orkufyrirtækinu rann út föstudaginn 8. mars síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um að ræða sjóð í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, íslenska félagið Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfestingafélaga, og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners en það sérhæfir sig í innviðafjárfestingum. Formlegt söluferli á eignarhlut Innergex í HS Orku, sem er meðal annars eigandi að 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, hófst um miðjan október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Macquarie Group, sem hefur komið að fjárfestingum í grænni orku fyrir um 15 milljarða Bandaríkjadala frá 2010, rekur meðal annars sjóð sem fjárfestir í endurnýjanlegum orkugjöfum og innviðum. Fulltrúar sjóðsins hafa áður horft til innviðafjárfestinga hér á landi en fram hefur komið í fjölmiðlum að þeir hafi fundað með embættismönnum í fjármálaráðuneytinu vorið 2017 í tengslum við áhuga þeirra á að koma að rekstri Keflavíkurflugvallar. Arctic Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Hauks Harðarson, stjórnarformanns og stofnanda félagsins, hefur unnið að því að þróa og reka umhverfisvænar jarðhitaveitur í Asíu. Í fyrra samdi fyrirtækið við kínversku fjárfestingafélögin CITIC Capital og China Everbright, ásamt Þróunarbanka Asíu, um fjármögnun upp á 150 milljónir dala, jafnvirði 17 milljarða króna á núverandi gengi. Við þá fjármögnun bættist China Everbright við hluthafahóp Arctic Green Energy en CITIC Capital hefur verið hluthafi í fyrirtækinu frá 2015. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Thor, kemur fram að áætlaður hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) á árinu 2019 sé 31 milljón dala. Gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins muni hins vegar nærri tvöfaldast og verða um 60 milljónir dala á árinu 2023. Aðrir hluthafar HS Orku eru samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, með 33,4 prósenta hlut og fagfjárfestasjóðurinn ORK með 12,7 prósenta hlut. Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, gekk frá samkomulagi um kaup á hlut ORK í byrjun október á liðnu ári. Þau eru hins vegar ekki endanlega frágengin, samkvæmt heimildum Markaðarins, þar sem Truell hefur ekki greitt fyrir hlutinn að fullu. Miðað við kaupverðið á hlut ORK, sem nemur rúmlega níu milljörðum króna með árangurstengdum greiðslum, er markaðsvirði HS Orku í dag um 72 milljarðar. Hagnaður HS Orku, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, nam 4.588 milljónum á árinu 2017. Heildareignir voru 48,4 milljarðar og eigið fé félagsins um 35,5 milljarðar. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Þrír fjárfestar bítast um tæplega 54 prósenta eignarhlut í HS Orku, sem gæti verið metinn á nærri 40 milljarða íslenskra króna, eftir að frestur til að gera skuldbindandi tilboð í hlut Innergex í íslenska orkufyrirtækinu rann út föstudaginn 8. mars síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um að ræða sjóð í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, íslenska félagið Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfestingafélaga, og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners en það sérhæfir sig í innviðafjárfestingum. Formlegt söluferli á eignarhlut Innergex í HS Orku, sem er meðal annars eigandi að 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, hófst um miðjan október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Macquarie Group, sem hefur komið að fjárfestingum í grænni orku fyrir um 15 milljarða Bandaríkjadala frá 2010, rekur meðal annars sjóð sem fjárfestir í endurnýjanlegum orkugjöfum og innviðum. Fulltrúar sjóðsins hafa áður horft til innviðafjárfestinga hér á landi en fram hefur komið í fjölmiðlum að þeir hafi fundað með embættismönnum í fjármálaráðuneytinu vorið 2017 í tengslum við áhuga þeirra á að koma að rekstri Keflavíkurflugvallar. Arctic Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Hauks Harðarson, stjórnarformanns og stofnanda félagsins, hefur unnið að því að þróa og reka umhverfisvænar jarðhitaveitur í Asíu. Í fyrra samdi fyrirtækið við kínversku fjárfestingafélögin CITIC Capital og China Everbright, ásamt Þróunarbanka Asíu, um fjármögnun upp á 150 milljónir dala, jafnvirði 17 milljarða króna á núverandi gengi. Við þá fjármögnun bættist China Everbright við hluthafahóp Arctic Green Energy en CITIC Capital hefur verið hluthafi í fyrirtækinu frá 2015. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Thor, kemur fram að áætlaður hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) á árinu 2019 sé 31 milljón dala. Gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins muni hins vegar nærri tvöfaldast og verða um 60 milljónir dala á árinu 2023. Aðrir hluthafar HS Orku eru samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, með 33,4 prósenta hlut og fagfjárfestasjóðurinn ORK með 12,7 prósenta hlut. Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, gekk frá samkomulagi um kaup á hlut ORK í byrjun október á liðnu ári. Þau eru hins vegar ekki endanlega frágengin, samkvæmt heimildum Markaðarins, þar sem Truell hefur ekki greitt fyrir hlutinn að fullu. Miðað við kaupverðið á hlut ORK, sem nemur rúmlega níu milljörðum króna með árangurstengdum greiðslum, er markaðsvirði HS Orku í dag um 72 milljarðar. Hagnaður HS Orku, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, nam 4.588 milljónum á árinu 2017. Heildareignir voru 48,4 milljarðar og eigið fé félagsins um 35,5 milljarðar. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira