Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 20. mars 2019 06:45 Söluferli á 54 prósenta hlut kanadíska félagsins Innergex í HS Orku hófst um miðjan október í fyrra. Þrír fjárfestar bítast um tæplega 54 prósenta eignarhlut í HS Orku, sem gæti verið metinn á nærri 40 milljarða íslenskra króna, eftir að frestur til að gera skuldbindandi tilboð í hlut Innergex í íslenska orkufyrirtækinu rann út föstudaginn 8. mars síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um að ræða sjóð í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, íslenska félagið Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfestingafélaga, og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners en það sérhæfir sig í innviðafjárfestingum. Formlegt söluferli á eignarhlut Innergex í HS Orku, sem er meðal annars eigandi að 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, hófst um miðjan október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Macquarie Group, sem hefur komið að fjárfestingum í grænni orku fyrir um 15 milljarða Bandaríkjadala frá 2010, rekur meðal annars sjóð sem fjárfestir í endurnýjanlegum orkugjöfum og innviðum. Fulltrúar sjóðsins hafa áður horft til innviðafjárfestinga hér á landi en fram hefur komið í fjölmiðlum að þeir hafi fundað með embættismönnum í fjármálaráðuneytinu vorið 2017 í tengslum við áhuga þeirra á að koma að rekstri Keflavíkurflugvallar. Arctic Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Hauks Harðarson, stjórnarformanns og stofnanda félagsins, hefur unnið að því að þróa og reka umhverfisvænar jarðhitaveitur í Asíu. Í fyrra samdi fyrirtækið við kínversku fjárfestingafélögin CITIC Capital og China Everbright, ásamt Þróunarbanka Asíu, um fjármögnun upp á 150 milljónir dala, jafnvirði 17 milljarða króna á núverandi gengi. Við þá fjármögnun bættist China Everbright við hluthafahóp Arctic Green Energy en CITIC Capital hefur verið hluthafi í fyrirtækinu frá 2015. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Thor, kemur fram að áætlaður hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) á árinu 2019 sé 31 milljón dala. Gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins muni hins vegar nærri tvöfaldast og verða um 60 milljónir dala á árinu 2023. Aðrir hluthafar HS Orku eru samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, með 33,4 prósenta hlut og fagfjárfestasjóðurinn ORK með 12,7 prósenta hlut. Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, gekk frá samkomulagi um kaup á hlut ORK í byrjun október á liðnu ári. Þau eru hins vegar ekki endanlega frágengin, samkvæmt heimildum Markaðarins, þar sem Truell hefur ekki greitt fyrir hlutinn að fullu. Miðað við kaupverðið á hlut ORK, sem nemur rúmlega níu milljörðum króna með árangurstengdum greiðslum, er markaðsvirði HS Orku í dag um 72 milljarðar. Hagnaður HS Orku, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, nam 4.588 milljónum á árinu 2017. Heildareignir voru 48,4 milljarðar og eigið fé félagsins um 35,5 milljarðar. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Þrír fjárfestar bítast um tæplega 54 prósenta eignarhlut í HS Orku, sem gæti verið metinn á nærri 40 milljarða íslenskra króna, eftir að frestur til að gera skuldbindandi tilboð í hlut Innergex í íslenska orkufyrirtækinu rann út föstudaginn 8. mars síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um að ræða sjóð í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, íslenska félagið Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfestingafélaga, og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners en það sérhæfir sig í innviðafjárfestingum. Formlegt söluferli á eignarhlut Innergex í HS Orku, sem er meðal annars eigandi að 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, hófst um miðjan október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Macquarie Group, sem hefur komið að fjárfestingum í grænni orku fyrir um 15 milljarða Bandaríkjadala frá 2010, rekur meðal annars sjóð sem fjárfestir í endurnýjanlegum orkugjöfum og innviðum. Fulltrúar sjóðsins hafa áður horft til innviðafjárfestinga hér á landi en fram hefur komið í fjölmiðlum að þeir hafi fundað með embættismönnum í fjármálaráðuneytinu vorið 2017 í tengslum við áhuga þeirra á að koma að rekstri Keflavíkurflugvallar. Arctic Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Hauks Harðarson, stjórnarformanns og stofnanda félagsins, hefur unnið að því að þróa og reka umhverfisvænar jarðhitaveitur í Asíu. Í fyrra samdi fyrirtækið við kínversku fjárfestingafélögin CITIC Capital og China Everbright, ásamt Þróunarbanka Asíu, um fjármögnun upp á 150 milljónir dala, jafnvirði 17 milljarða króna á núverandi gengi. Við þá fjármögnun bættist China Everbright við hluthafahóp Arctic Green Energy en CITIC Capital hefur verið hluthafi í fyrirtækinu frá 2015. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Thor, kemur fram að áætlaður hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) á árinu 2019 sé 31 milljón dala. Gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins muni hins vegar nærri tvöfaldast og verða um 60 milljónir dala á árinu 2023. Aðrir hluthafar HS Orku eru samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, með 33,4 prósenta hlut og fagfjárfestasjóðurinn ORK með 12,7 prósenta hlut. Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, gekk frá samkomulagi um kaup á hlut ORK í byrjun október á liðnu ári. Þau eru hins vegar ekki endanlega frágengin, samkvæmt heimildum Markaðarins, þar sem Truell hefur ekki greitt fyrir hlutinn að fullu. Miðað við kaupverðið á hlut ORK, sem nemur rúmlega níu milljörðum króna með árangurstengdum greiðslum, er markaðsvirði HS Orku í dag um 72 milljarðar. Hagnaður HS Orku, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, nam 4.588 milljónum á árinu 2017. Heildareignir voru 48,4 milljarðar og eigið fé félagsins um 35,5 milljarðar. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent