WOW air falast eftir ríkisábyrgð Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 06:15 Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Fréttablaðið/Ernir Forsvarsmenn WOW air viðruðu um liðna helgi hugmyndir um að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til þess að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma, samkvæmt heimildum Markaðarins. Rætt hefur verið óformlega um hugmyndir flugfélagsins en afar ósennilegt er talið að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Eru stjórnvöld vel upplýst um gang mála. Heimildir Markaðarins herma jafnframt að óformlegar þreifingar hafi verið á milli fulltrúa WOW air og Icelandair Group undanfarna daga um aðkomu síðarnefnda félagsins að því fyrrnefnda. Eins og fram hefur komið leitaði Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, til forsvarsmanna Icelandair Group í lok síðasta mánaðar en stjórn Icelandair Group ákvað þá að ganga ekki til viðræðna við lággjaldaflugfélagið að sinni.Skúli Mogensen, eigandi WOW air.Fréttablaðið/VilhelmLjóst er að fjárhagsstaða WOW air er afar þröng um þessar mundir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem stjórnvöld hafa fengið um stöðu WOW air er félagið þó sagt vera með nægt lausafé til þess að standa við skuldbindingar sínar og halda rekstrinum gangandi fram yfir næstu mánaðamót. Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 7,9 milljarða króna, í útboði flugfélagsins síðasta haust, þurfa sem kunnugt er að fallast á nýja skilmála, sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW air frest til 29. apríl til þess að ná samkomulagi við Indigo Partners. Bandaríska félagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að leggja WOW air til allt að 90 milljónir dala, jafnvirði um 10,5 milljarða króna. Þá herma heimildir Markaðarins að WOW air hafi undanfarið þurft, vegna skilmála sem Isavia hefur sett flugfélaginu, að hafa ávallt eina flugvél úr flota félagsins tiltæka á Keflavíkurflugvelli. Er fyrirkomulagið komið til sem trygging vegna skulda WOW air við Isavia. Þannig getur Isavia kyrrsett umrædda vél ef WOW air lendir í greiðsluerfiðleikum og getur þá eigandi vélarinnar ekki leyst hana til sín fyrr en skuldirnar hafa verið gerðar upp, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Isavia vildi ekki tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Forsvarsmenn WOW air viðruðu um liðna helgi hugmyndir um að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til þess að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma, samkvæmt heimildum Markaðarins. Rætt hefur verið óformlega um hugmyndir flugfélagsins en afar ósennilegt er talið að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Eru stjórnvöld vel upplýst um gang mála. Heimildir Markaðarins herma jafnframt að óformlegar þreifingar hafi verið á milli fulltrúa WOW air og Icelandair Group undanfarna daga um aðkomu síðarnefnda félagsins að því fyrrnefnda. Eins og fram hefur komið leitaði Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, til forsvarsmanna Icelandair Group í lok síðasta mánaðar en stjórn Icelandair Group ákvað þá að ganga ekki til viðræðna við lággjaldaflugfélagið að sinni.Skúli Mogensen, eigandi WOW air.Fréttablaðið/VilhelmLjóst er að fjárhagsstaða WOW air er afar þröng um þessar mundir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem stjórnvöld hafa fengið um stöðu WOW air er félagið þó sagt vera með nægt lausafé til þess að standa við skuldbindingar sínar og halda rekstrinum gangandi fram yfir næstu mánaðamót. Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 7,9 milljarða króna, í útboði flugfélagsins síðasta haust, þurfa sem kunnugt er að fallast á nýja skilmála, sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW air frest til 29. apríl til þess að ná samkomulagi við Indigo Partners. Bandaríska félagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að leggja WOW air til allt að 90 milljónir dala, jafnvirði um 10,5 milljarða króna. Þá herma heimildir Markaðarins að WOW air hafi undanfarið þurft, vegna skilmála sem Isavia hefur sett flugfélaginu, að hafa ávallt eina flugvél úr flota félagsins tiltæka á Keflavíkurflugvelli. Er fyrirkomulagið komið til sem trygging vegna skulda WOW air við Isavia. Þannig getur Isavia kyrrsett umrædda vél ef WOW air lendir í greiðsluerfiðleikum og getur þá eigandi vélarinnar ekki leyst hana til sín fyrr en skuldirnar hafa verið gerðar upp, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Isavia vildi ekki tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira