Freyr: Langt síðan að leikmenn voru í jafn góðu ástandi og nú Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 13:00 Freyr Alexandersson segir að það sé orka og hungur í leikmönnum íslenska landsliðsins sem leikur gegn Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 á föstudag. Freyr er ánægður með ástand leikmanna. „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Leikmenn komu í mjög góðu ástandi, því langbesta síðan að Erik Hamren tók til starfa hjá KSÍ. Ég hef verið lengur í kringum liðið og ég held að það sé langt síðan að leikmennirnir voru í svona góðu ástandi,“ sagði Freyr í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Peralada á Spáni í morgun. „Við vorum líka heppnir að því leyti að fáir voru að spila á sunnudag og komu því ferskir til okkar á mánudaginn.“ „Það er orka í hópnum og hungur líka. Það hlakkar öllum til að mæta og spila þennan leik á föstudag.“ Freyr sagði að sú breyting sem þurfti að gera á íslenska hópnum vegna meiðsla Björns Bergmanns Sigurðarsonar en Viðar Örn Kjartansson kom inn í hans stað. „Það breytti litlu í okkar undirbúningi. Þeir eru ólíkar týpur þó svo að báðir séu framherjar. Viðar hentar okkur mjög vel gegn Andorra og Björn hefði hentað gríðarlega vel á móti Frakklandi. Það eru smá áherslubreytingar sem þetta útheimtir en ekkert stórvægilegt.“Landsliðsþjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson.vísir/gettySkerpa það sem við gerum vel Ísland ætlar sér í lokakeppni EM 2020 en Freyr segir að skilaboð þjálfaranna til leikmanna hafi verið skýr í aðdraganda nýrrar undankeppni. „Við viljum sækja í það sem við stöndum fyrir, fyrst og fremst. Við viljum skerpa það sem við erum góðir í og vera vel meðvitaðir um hverjir veikleikar andstæðinganna eru og gera það sem við getum til að meiða þá.“ „En við höfum líka lagt í ákveðna grunnvinnu um það sem við viljum standa fyrir í þessari keppni og hvernig við viljum spila. Það er góð dínamík í hópnum þessa dagana.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Freyr Alexandersson segir að það sé orka og hungur í leikmönnum íslenska landsliðsins sem leikur gegn Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 á föstudag. Freyr er ánægður með ástand leikmanna. „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Leikmenn komu í mjög góðu ástandi, því langbesta síðan að Erik Hamren tók til starfa hjá KSÍ. Ég hef verið lengur í kringum liðið og ég held að það sé langt síðan að leikmennirnir voru í svona góðu ástandi,“ sagði Freyr í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Peralada á Spáni í morgun. „Við vorum líka heppnir að því leyti að fáir voru að spila á sunnudag og komu því ferskir til okkar á mánudaginn.“ „Það er orka í hópnum og hungur líka. Það hlakkar öllum til að mæta og spila þennan leik á föstudag.“ Freyr sagði að sú breyting sem þurfti að gera á íslenska hópnum vegna meiðsla Björns Bergmanns Sigurðarsonar en Viðar Örn Kjartansson kom inn í hans stað. „Það breytti litlu í okkar undirbúningi. Þeir eru ólíkar týpur þó svo að báðir séu framherjar. Viðar hentar okkur mjög vel gegn Andorra og Björn hefði hentað gríðarlega vel á móti Frakklandi. Það eru smá áherslubreytingar sem þetta útheimtir en ekkert stórvægilegt.“Landsliðsþjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson.vísir/gettySkerpa það sem við gerum vel Ísland ætlar sér í lokakeppni EM 2020 en Freyr segir að skilaboð þjálfaranna til leikmanna hafi verið skýr í aðdraganda nýrrar undankeppni. „Við viljum sækja í það sem við stöndum fyrir, fyrst og fremst. Við viljum skerpa það sem við erum góðir í og vera vel meðvitaðir um hverjir veikleikar andstæðinganna eru og gera það sem við getum til að meiða þá.“ „En við höfum líka lagt í ákveðna grunnvinnu um það sem við viljum standa fyrir í þessari keppni og hvernig við viljum spila. Það er góð dínamík í hópnum þessa dagana.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30
Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27
Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15
Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23
Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00