Freyr: Langt síðan að leikmenn voru í jafn góðu ástandi og nú Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 13:00 Freyr Alexandersson segir að það sé orka og hungur í leikmönnum íslenska landsliðsins sem leikur gegn Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 á föstudag. Freyr er ánægður með ástand leikmanna. „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Leikmenn komu í mjög góðu ástandi, því langbesta síðan að Erik Hamren tók til starfa hjá KSÍ. Ég hef verið lengur í kringum liðið og ég held að það sé langt síðan að leikmennirnir voru í svona góðu ástandi,“ sagði Freyr í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Peralada á Spáni í morgun. „Við vorum líka heppnir að því leyti að fáir voru að spila á sunnudag og komu því ferskir til okkar á mánudaginn.“ „Það er orka í hópnum og hungur líka. Það hlakkar öllum til að mæta og spila þennan leik á föstudag.“ Freyr sagði að sú breyting sem þurfti að gera á íslenska hópnum vegna meiðsla Björns Bergmanns Sigurðarsonar en Viðar Örn Kjartansson kom inn í hans stað. „Það breytti litlu í okkar undirbúningi. Þeir eru ólíkar týpur þó svo að báðir séu framherjar. Viðar hentar okkur mjög vel gegn Andorra og Björn hefði hentað gríðarlega vel á móti Frakklandi. Það eru smá áherslubreytingar sem þetta útheimtir en ekkert stórvægilegt.“Landsliðsþjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson.vísir/gettySkerpa það sem við gerum vel Ísland ætlar sér í lokakeppni EM 2020 en Freyr segir að skilaboð þjálfaranna til leikmanna hafi verið skýr í aðdraganda nýrrar undankeppni. „Við viljum sækja í það sem við stöndum fyrir, fyrst og fremst. Við viljum skerpa það sem við erum góðir í og vera vel meðvitaðir um hverjir veikleikar andstæðinganna eru og gera það sem við getum til að meiða þá.“ „En við höfum líka lagt í ákveðna grunnvinnu um það sem við viljum standa fyrir í þessari keppni og hvernig við viljum spila. Það er góð dínamík í hópnum þessa dagana.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira
Freyr Alexandersson segir að það sé orka og hungur í leikmönnum íslenska landsliðsins sem leikur gegn Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 á föstudag. Freyr er ánægður með ástand leikmanna. „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Leikmenn komu í mjög góðu ástandi, því langbesta síðan að Erik Hamren tók til starfa hjá KSÍ. Ég hef verið lengur í kringum liðið og ég held að það sé langt síðan að leikmennirnir voru í svona góðu ástandi,“ sagði Freyr í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Peralada á Spáni í morgun. „Við vorum líka heppnir að því leyti að fáir voru að spila á sunnudag og komu því ferskir til okkar á mánudaginn.“ „Það er orka í hópnum og hungur líka. Það hlakkar öllum til að mæta og spila þennan leik á föstudag.“ Freyr sagði að sú breyting sem þurfti að gera á íslenska hópnum vegna meiðsla Björns Bergmanns Sigurðarsonar en Viðar Örn Kjartansson kom inn í hans stað. „Það breytti litlu í okkar undirbúningi. Þeir eru ólíkar týpur þó svo að báðir séu framherjar. Viðar hentar okkur mjög vel gegn Andorra og Björn hefði hentað gríðarlega vel á móti Frakklandi. Það eru smá áherslubreytingar sem þetta útheimtir en ekkert stórvægilegt.“Landsliðsþjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson.vísir/gettySkerpa það sem við gerum vel Ísland ætlar sér í lokakeppni EM 2020 en Freyr segir að skilaboð þjálfaranna til leikmanna hafi verið skýr í aðdraganda nýrrar undankeppni. „Við viljum sækja í það sem við stöndum fyrir, fyrst og fremst. Við viljum skerpa það sem við erum góðir í og vera vel meðvitaðir um hverjir veikleikar andstæðinganna eru og gera það sem við getum til að meiða þá.“ „En við höfum líka lagt í ákveðna grunnvinnu um það sem við viljum standa fyrir í þessari keppni og hvernig við viljum spila. Það er góð dínamík í hópnum þessa dagana.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira
Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30
Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27
Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15
Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23
Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00