Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:38 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður LÍV. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. Það hafi átt eftir að ræða stóra þáttinn sem sé launaliðurinn og fá niðurstöðu í það atriði. LÍV sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í morgun og sagði Guðbrandur Einarsson í kjölfarið af sér sem formaður. Hann vandaði VR ekki kveðjurnar í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag og kvaðst efast um að raunverulegur vilji væri hjá forsvarsmönnum félagsins að ná samningi. „Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ sagði Guðbrandur við fréttastofu auk þess sem hann sagði sambandið einnig vera að ná fram leiðréttingu á launatöflunni.Launaliðurinn eftir og það sé stóra málið Ragnar Þór segir í samtali við Vísi að það sé ekki það sama, launaliðurinn og launataflan. Leiðrétting á launatöflu sé ekki það sama og launahækkanir. Þá segir hann málið snúast um svo miklu meira en kjarasamninginn. „Við erum með kröfur sem snúa að kerfisbreytingum í okkar samfélagi og þá vísa ég á stjórnvöld. Þetta snýst um svo miklu meira en kjarasamninginn eingöngu. Auðvitað var Landssambandið kannski komið lengra en önnur félög varðandi kjarasamningagerð og margt ágætt sem þar var unnið. En það sem var alveg eftir að ræða og átti eftir að fá niðurstöðu í það var launaliðurinn. Það er stóra málið,“ segir Ragnar Þór. Málið strandi því meira og minna á launaliðnum. „Og þessari kröfu SA að skerða réttindi vinnandi fólks með að lengja dagvinnutímabil og uppgjörstímabil á yfirvinnunni. Þetta er hlutur sem var ekki heldur búið að fullræða innan Landssambandsins. Ég get alveg tekið undir það með Guðbrandi að það voru margir álitlegir hlutir sem var búið að vinna en ég er ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi.“ Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness við SA á morgun. Aðspurður hvort hann eigi von á því að nýtt tilboð komi frá SA segist Ragnar því miður ekki eiga von á því. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. Það hafi átt eftir að ræða stóra þáttinn sem sé launaliðurinn og fá niðurstöðu í það atriði. LÍV sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í morgun og sagði Guðbrandur Einarsson í kjölfarið af sér sem formaður. Hann vandaði VR ekki kveðjurnar í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag og kvaðst efast um að raunverulegur vilji væri hjá forsvarsmönnum félagsins að ná samningi. „Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ sagði Guðbrandur við fréttastofu auk þess sem hann sagði sambandið einnig vera að ná fram leiðréttingu á launatöflunni.Launaliðurinn eftir og það sé stóra málið Ragnar Þór segir í samtali við Vísi að það sé ekki það sama, launaliðurinn og launataflan. Leiðrétting á launatöflu sé ekki það sama og launahækkanir. Þá segir hann málið snúast um svo miklu meira en kjarasamninginn. „Við erum með kröfur sem snúa að kerfisbreytingum í okkar samfélagi og þá vísa ég á stjórnvöld. Þetta snýst um svo miklu meira en kjarasamninginn eingöngu. Auðvitað var Landssambandið kannski komið lengra en önnur félög varðandi kjarasamningagerð og margt ágætt sem þar var unnið. En það sem var alveg eftir að ræða og átti eftir að fá niðurstöðu í það var launaliðurinn. Það er stóra málið,“ segir Ragnar Þór. Málið strandi því meira og minna á launaliðnum. „Og þessari kröfu SA að skerða réttindi vinnandi fólks með að lengja dagvinnutímabil og uppgjörstímabil á yfirvinnunni. Þetta er hlutur sem var ekki heldur búið að fullræða innan Landssambandsins. Ég get alveg tekið undir það með Guðbrandi að það voru margir álitlegir hlutir sem var búið að vinna en ég er ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi.“ Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness við SA á morgun. Aðspurður hvort hann eigi von á því að nýtt tilboð komi frá SA segist Ragnar því miður ekki eiga von á því.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09
„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45