Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:56 Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl Vísir/vilhelm Fangelsismálayfirvöld eru meðvituð um mál palestínsks manns sem hefur verið í hungurverkfalli í fangelsi síðastliðna sjö daga. Maðurinn situr inni á Litla-Hrauni en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi vegna gruns um að hafa smyglað fólki ólöglega til landsins. Vísir greindi frá stöðu mannsins í gær en hún er enn óbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans, Halldóru Aðalsteinsdóttur, er maðurinn þreyttur og uppgefinn á ástandinu en hann hefur ekki neytt annars en vatns í viku. Halldóra segist hafa vakið athygli á málinu við starfsmenn fangelsisins í gær og hafi þeir ætlað að ræða við manninn og taka stöðuna á honum. Maðurinn hyggst þó halda hungurverkfallinu áfram en hann telur sig saklausan í fangelsi. Að sögn Halldóru er rannsókn málsins á lokametrunum og á ákæra yfir manninum að vera annað hvort komin út eða rétt ókomin. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði málið enn í rannsókn þegar Vísir náði tali af honum í dag en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.Fréttablaðið/Anton BrinkPáll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. „Almennt er það þannig að við upplýsum heilbrigðisstarfsfólk um svona stöðu og heilbrigðisstarfsfólk fylgist með reglubundnum hætti með fólki sem er veikt eða er í slæmu ástandi. Það tryggjum við í tilvikum sem þessu.“Hefur svona tilvik komið upp áður?„Já, svona tilvik hafa komið upp í gegnum tíðina og þá er brugðist við. Okkar markmið er auðvitað að öllum líði eins vel hjá okkur og mögulegt er og við hlúum að öllum okkar skjólstæðingum eins vel og við getum.“ Maðurinn er, eins og áður sagði, talinn hafa aðstoðað erlenda einstaklinga með skipulögðum hætti að komast hingað til lands á ólöglegan máta. Atvikin sem um ræðir eru þrjú, það fyrsta þann 27. febrúar 2018, svo 2. janúar 2019 og hið síðasta mánuði síðar, 2. febrúar. Maðurinn heldur fram sakleysi sínu og sver af sér afbrot í tengslum við komu einstaklinganna, sem hann segir tengjast unnustu hans fjölskylduböndum, til landsins. Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld eru meðvituð um mál palestínsks manns sem hefur verið í hungurverkfalli í fangelsi síðastliðna sjö daga. Maðurinn situr inni á Litla-Hrauni en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi vegna gruns um að hafa smyglað fólki ólöglega til landsins. Vísir greindi frá stöðu mannsins í gær en hún er enn óbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans, Halldóru Aðalsteinsdóttur, er maðurinn þreyttur og uppgefinn á ástandinu en hann hefur ekki neytt annars en vatns í viku. Halldóra segist hafa vakið athygli á málinu við starfsmenn fangelsisins í gær og hafi þeir ætlað að ræða við manninn og taka stöðuna á honum. Maðurinn hyggst þó halda hungurverkfallinu áfram en hann telur sig saklausan í fangelsi. Að sögn Halldóru er rannsókn málsins á lokametrunum og á ákæra yfir manninum að vera annað hvort komin út eða rétt ókomin. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði málið enn í rannsókn þegar Vísir náði tali af honum í dag en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.Fréttablaðið/Anton BrinkPáll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. „Almennt er það þannig að við upplýsum heilbrigðisstarfsfólk um svona stöðu og heilbrigðisstarfsfólk fylgist með reglubundnum hætti með fólki sem er veikt eða er í slæmu ástandi. Það tryggjum við í tilvikum sem þessu.“Hefur svona tilvik komið upp áður?„Já, svona tilvik hafa komið upp í gegnum tíðina og þá er brugðist við. Okkar markmið er auðvitað að öllum líði eins vel hjá okkur og mögulegt er og við hlúum að öllum okkar skjólstæðingum eins vel og við getum.“ Maðurinn er, eins og áður sagði, talinn hafa aðstoðað erlenda einstaklinga með skipulögðum hætti að komast hingað til lands á ólöglegan máta. Atvikin sem um ræðir eru þrjú, það fyrsta þann 27. febrúar 2018, svo 2. janúar 2019 og hið síðasta mánuði síðar, 2. febrúar. Maðurinn heldur fram sakleysi sínu og sver af sér afbrot í tengslum við komu einstaklinganna, sem hann segir tengjast unnustu hans fjölskylduböndum, til landsins.
Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55