Körfubolti

Upphitun fyrir úrslitakeppnina: Á Grindavík möguleika í Stjörnuna?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Deildarmeistararnir eru líklegir.
Deildarmeistararnir eru líklegir. vísir/bára
Úrslitakeppni Domino´s-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum þar sem deildarmeistarar Stjörnunnar taka á móti Grindavík og Njarðvík fær ÍR í heimsókn í Ljónagryfjuna.

Domino´s-Körfuboltakvöld var með sérstakan upphitunarþátt fyrir úrslitakeppnina í gærkvöldi þar sem rýnt var ítarlega í öll fjögur einvígin en á morgun mætast Tindastóll og Þór Þorlákshöfn og Keflavík fær KR í heimsókn í beinni á Stöð 2 Sport HD.

Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í deildarkeppninni og varð bikarmeistari. Arnar Guðjónsson er því búinn að sækja tvo af þremur titlum tímabilsins á sinni fyrstu leiktíð sem þjálfari Garðabæjarliðsins og er liðið líklegt til að vinna þrennuna.

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, lætur af störfum eftir tímabilið og gætu þetta því verið síðustu leikir hans sem þjálfari liðsins.

Alla umræðuna um viðureign Stjörnunnar og Grindavíkur má sjá hér að neðan.

Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Stjarnan vs Grindavík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×