Körfubolti

Upphitun fyrir úrslitakeppnina: Lýkur eyðimerkurgöngu Ljónanna?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Einar Árni Jóhannsson gerði Njarðvík síðast að meisturum árið 2006.
Einar Árni Jóhannsson gerði Njarðvík síðast að meisturum árið 2006. vísir/bára
Njarðvík mætir ÍR í átta liða úrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta en fyrsti leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD í kvöld.

Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan árið 2006 en liðið hefur ekki síðan 2007 verið jafn líklegt til að vinna þann stóra. Það hafnaði í öðru sæti í deildinni og fór í bikarúrslit á móti Stjörnunni sem vann báða titlana.

ÍR er ekkert lamb að leika sér við en það er komið með alla sína sveit heila og vann Njarðvík í Ljónagryfjunni undir lok deildarkeppninnar og sýndi að þeir græna þurfa að hafa sig alla við til að klára þetta einvígi.

Domino´s-Körfuboltakvöld fór yfir alla úrslitakeppnina í sérstökum upphitunarþætti í gærkvöldi og má sjá umræðu um einvígi Njarðvíkur og ÍR hér að neðan.

Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Njarðvík vs ÍR

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×