Breyti titlum starfsfólks til að komast hjá verkfalli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2019 11:02 Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Vísir/getty Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Þetta segir Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi hjá Eflingu í samtali við fréttastofu sem bendir á að lög um verkföll kveði á um að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störf starfsfólks en ekki einu sinni millistjórnendur. Magnús Nordahl, lögfræðingur hjá ASÍ staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í þessum mánuði.Sjá nánar: Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli „Þau eru ekki að færa þau til í starfi eða láta þau fá neina ábyrgð heldur bara breyta titlunum vegna misvísandi skilaboða frá Samtökum atvinnulífsins sem gáfu það út að allir stjórnendur mættu ganga í störf sem er náttúrulega ekki rétt,“ segir Valgerður sem bætir við þetta virðist vera misskilningur hjá einhverjum hótelstjórnendum.Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi er í miðjunni, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir til vinstri og Alma Pálmadóttir til hægri.Valgerður ÁrnadóttirAðspurð um hverjir hefðu sent ábendingarnar svarar Valgerður: „Þær koma frá starfsfólki sem finnst þetta skrítið. Starfsfólkið er að styðja við sitt verkfallsfólk og það er náttúrulega starfsfólkið sem er að fara í verkfall og þegar allt í einu yfirmaður kemur og ætlar að titla þig einhverju hinu og þessu þá finnst þeim það ekki rétt og láta okkur vita.“ Valgerður segir að ábendingar starfsfólksins komi frá mismunandi stöðum innan einnar hótelkeðju á Íslandi. Efling hefur sent yfirlýsingu til allra hótela sem verkfallsboðunin nær til með vísan til laga um verkföll þar sem kemur fram að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störfin. Valgerður vildi ekki gefa upp nafnið á umræddri hótelkeðju en hún segir að ef téðir hótelstjórnendur halda framferði sínu til streitu muni það koma í ljós í verksfallsvörslunni á morgun en öll verkfallsbrot verða skráð og hugsanlega kærð til Félagsdóms í framhaldinu. Hún segir Efling muni sjá til þess að verkfallsvarslan verði bæði öflug og sýnileg á morgun. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Þetta segir Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi hjá Eflingu í samtali við fréttastofu sem bendir á að lög um verkföll kveði á um að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störf starfsfólks en ekki einu sinni millistjórnendur. Magnús Nordahl, lögfræðingur hjá ASÍ staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í þessum mánuði.Sjá nánar: Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli „Þau eru ekki að færa þau til í starfi eða láta þau fá neina ábyrgð heldur bara breyta titlunum vegna misvísandi skilaboða frá Samtökum atvinnulífsins sem gáfu það út að allir stjórnendur mættu ganga í störf sem er náttúrulega ekki rétt,“ segir Valgerður sem bætir við þetta virðist vera misskilningur hjá einhverjum hótelstjórnendum.Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi er í miðjunni, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir til vinstri og Alma Pálmadóttir til hægri.Valgerður ÁrnadóttirAðspurð um hverjir hefðu sent ábendingarnar svarar Valgerður: „Þær koma frá starfsfólki sem finnst þetta skrítið. Starfsfólkið er að styðja við sitt verkfallsfólk og það er náttúrulega starfsfólkið sem er að fara í verkfall og þegar allt í einu yfirmaður kemur og ætlar að titla þig einhverju hinu og þessu þá finnst þeim það ekki rétt og láta okkur vita.“ Valgerður segir að ábendingar starfsfólksins komi frá mismunandi stöðum innan einnar hótelkeðju á Íslandi. Efling hefur sent yfirlýsingu til allra hótela sem verkfallsboðunin nær til með vísan til laga um verkföll þar sem kemur fram að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störfin. Valgerður vildi ekki gefa upp nafnið á umræddri hótelkeðju en hún segir að ef téðir hótelstjórnendur halda framferði sínu til streitu muni það koma í ljós í verksfallsvörslunni á morgun en öll verkfallsbrot verða skráð og hugsanlega kærð til Félagsdóms í framhaldinu. Hún segir Efling muni sjá til þess að verkfallsvarslan verði bæði öflug og sýnileg á morgun.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53
Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45