Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2019 12:05 Skert þjónusta verður hjá Kynnisferðum vegna flugrútunnar komi til verkfalla rútubílstjóra á morgun. fréttablaðið/ernir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Hann kveðst búast við verkfallsvörslu en gerir ekki ráð fyrir átökum. Hann segist vona að Efling sjái að túlkun þeirra varðandi það hverjir megi vinna í verkfallinu sé ekki rétt. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. „Við höfum tilkynnt farþegum okkar að við munum ekki keyra eins ört og tilkynnt til fólks að mæta tímanlega og gefa sér tíma. Við munum reyna og höfum ákveðið að fókusera á flugrútuna og halda þeirri þjónustu gangandi eins og mögulegt er. Svo erum við að segja við okkar farþega að þeir verði að koma sér sjálfir á BSÍ þannig að við erum ekki að bjóða upp á þessa þjónustu að sækja á hótelin,“ segir Björn.Ósammála þröngri túlkun Eflingar á því hverjir mega vinna í verkfallinu Þá hafa Kynnisferðir lokað á bókanir í dagsferðir á morgun fyrir þó nokkru og bendir Björn einnig á að stóru hótelin hafi einnig brugðist við með því að loka á bókanir. Það sé því minna af ferðamönnum í heildina. „En svo erum við líka að beina því til fólks að færa þá kannski dagsferðirnar til, fara í dag eða á laugardaginn, ef það er að dvelja hérna á landinu.“ Björn segir fyrirtækið algjörlega ósammála þröngri túlkun Eflingar á því hverjir megi vinna í verkfallinu og vísar í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins þess efnis sem send var í gær. „Þau vilja meina að inni á þessu svæði sem Efling er, það er höfuðborgarsvæðið og meira til, þá eigi þeir rétt á því að hópferðabílstjórar eigi að vera í Eflingu og þar af leiðandi eiga þeir bílstjórar sem eru ekki í Eflingu að leggja niður störf,“ segir Björn og heldur áfram: „Auðvitað ef verkfallsvarslan verður miðað við þetta sem þeir gefa út, þeirra túlkun, þá komumst við ekki lönd né strönd. Þá túlka þeir það raunverulega þannig að ég einn sem framkvæmdastjóri megi keyra og ég er ekki að fara einn að flytja alla farþegana okkar á milli. Við auðvitað vonumst til þess að Efling sjái það að þetta er ekki rétt.“En búist þið þá við einhverjum átökum á morgun, til dæmis niðri á BSÍ eða Keflavíkurflugvelli? „Við búumst náttúrulega við því að það verði verkfallsvarsla en við ætlum ekki í nein átök. Það stendur engan veginn til. Við munum bara sýna fram á það við verkfallsverði það sem við teljum rétt og vonum bara að verkfallsverðir hagi sér miðað við þau lög sem gilda. Nei, við gerum ekki ráð fyrir að það verði átök og viljum það alls ekki. Það er auðvitað réttur starfsmanna að beita sér með verkföllum til að þrýsta á kjör.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Hann kveðst búast við verkfallsvörslu en gerir ekki ráð fyrir átökum. Hann segist vona að Efling sjái að túlkun þeirra varðandi það hverjir megi vinna í verkfallinu sé ekki rétt. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. „Við höfum tilkynnt farþegum okkar að við munum ekki keyra eins ört og tilkynnt til fólks að mæta tímanlega og gefa sér tíma. Við munum reyna og höfum ákveðið að fókusera á flugrútuna og halda þeirri þjónustu gangandi eins og mögulegt er. Svo erum við að segja við okkar farþega að þeir verði að koma sér sjálfir á BSÍ þannig að við erum ekki að bjóða upp á þessa þjónustu að sækja á hótelin,“ segir Björn.Ósammála þröngri túlkun Eflingar á því hverjir mega vinna í verkfallinu Þá hafa Kynnisferðir lokað á bókanir í dagsferðir á morgun fyrir þó nokkru og bendir Björn einnig á að stóru hótelin hafi einnig brugðist við með því að loka á bókanir. Það sé því minna af ferðamönnum í heildina. „En svo erum við líka að beina því til fólks að færa þá kannski dagsferðirnar til, fara í dag eða á laugardaginn, ef það er að dvelja hérna á landinu.“ Björn segir fyrirtækið algjörlega ósammála þröngri túlkun Eflingar á því hverjir megi vinna í verkfallinu og vísar í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins þess efnis sem send var í gær. „Þau vilja meina að inni á þessu svæði sem Efling er, það er höfuðborgarsvæðið og meira til, þá eigi þeir rétt á því að hópferðabílstjórar eigi að vera í Eflingu og þar af leiðandi eiga þeir bílstjórar sem eru ekki í Eflingu að leggja niður störf,“ segir Björn og heldur áfram: „Auðvitað ef verkfallsvarslan verður miðað við þetta sem þeir gefa út, þeirra túlkun, þá komumst við ekki lönd né strönd. Þá túlka þeir það raunverulega þannig að ég einn sem framkvæmdastjóri megi keyra og ég er ekki að fara einn að flytja alla farþegana okkar á milli. Við auðvitað vonumst til þess að Efling sjái það að þetta er ekki rétt.“En búist þið þá við einhverjum átökum á morgun, til dæmis niðri á BSÍ eða Keflavíkurflugvelli? „Við búumst náttúrulega við því að það verði verkfallsvarsla en við ætlum ekki í nein átök. Það stendur engan veginn til. Við munum bara sýna fram á það við verkfallsverði það sem við teljum rétt og vonum bara að verkfallsverðir hagi sér miðað við þau lög sem gilda. Nei, við gerum ekki ráð fyrir að það verði átök og viljum það alls ekki. Það er auðvitað réttur starfsmanna að beita sér með verkföllum til að þrýsta á kjör.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira
SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31