Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2019 19:45 Neytendur ólöglegra fíkniefna í æð geta gert það í öruggu neyslurými undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga. Þingmenn voru almennt jákvæðir gagnvart frumvarpinu þegar ráðherra mælti fyrir því á Alþingi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í dag sem felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. „Neyslurými er skilgreint í þessu frumvarpi sem lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar átján ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingarvarna,” sagði Svandís.Starfrækt víða um Evrópu Neyslurými sem þessi hafa verið starfrækt víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada og hafa þau gefist vel. Dregið úr götuglæpum og dauðsföll vegna ofnotkunar hafa minnkað mikið eða horfið. En heilbrigðisráðherra segir eitt markmiða frumvarpsins einmitt vera að draga úr þeim skaða sem neysla þessarra efna hefur á neytendurna sjálfa og umhverfi þeirra. Um 450 einstaklingar hafi nýtt sér þjónustu Frú Ragnheiðar á hverju ári og þörfin fyrir þjónustuna fari vaxandi en þar geta fíklar ekki neytt efnanna. „Þá hef ég ákveðið nú þegar að veita 50 milljónum króna styrk til stofnunar og reksturs neyslurýmis á grundvelli þessara laga þar sem þörfin er talin hvað brýnust,” tilkynnti heilbrigðisráðherra. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni lýstu stuðningi sínum við málið en spurðu meðal annars út í samstarf við lögregluna við framkvæmdina. Píratar fagna þessu skrefi en vilja ganga lengra enda hefði stefnan í málaflokknum lítið breyst frá árinu 1974.Halldóra ánægð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, sagði til að mynda að neytendum ætti að vera heimilt að hafa á sér tiltekið magn neysluskammta. „Ég vil svo hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til frekari dáða í því að stíga hér áfram braut skaðaminnkunar og afglæpavæðingar. Ef markmiðið er að byggja hér upp samfélag sem byggir á samkennd og umhyggju fyrir náunganum er nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut,” sagði Halldóra. Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss, ræddi fíkniefnastríðið við Heimi Má Pétursson fréttamann í Íslandi í dag hinn 21. maí 2015 en hún var þá stödd hér á landi í boði Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi. Dreifuss situr ásamt rúmlega tuttugu fyrrverandi þjóðarleiðtogum í hugveitunni Global Commission on Drug Policy sem þrýstir á heimsbyggðina um að breyta stefnunni í fíkniefnamálum. Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Neytendur ólöglegra fíkniefna í æð geta gert það í öruggu neyslurými undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga. Þingmenn voru almennt jákvæðir gagnvart frumvarpinu þegar ráðherra mælti fyrir því á Alþingi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í dag sem felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. „Neyslurými er skilgreint í þessu frumvarpi sem lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar átján ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingarvarna,” sagði Svandís.Starfrækt víða um Evrópu Neyslurými sem þessi hafa verið starfrækt víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada og hafa þau gefist vel. Dregið úr götuglæpum og dauðsföll vegna ofnotkunar hafa minnkað mikið eða horfið. En heilbrigðisráðherra segir eitt markmiða frumvarpsins einmitt vera að draga úr þeim skaða sem neysla þessarra efna hefur á neytendurna sjálfa og umhverfi þeirra. Um 450 einstaklingar hafi nýtt sér þjónustu Frú Ragnheiðar á hverju ári og þörfin fyrir þjónustuna fari vaxandi en þar geta fíklar ekki neytt efnanna. „Þá hef ég ákveðið nú þegar að veita 50 milljónum króna styrk til stofnunar og reksturs neyslurýmis á grundvelli þessara laga þar sem þörfin er talin hvað brýnust,” tilkynnti heilbrigðisráðherra. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni lýstu stuðningi sínum við málið en spurðu meðal annars út í samstarf við lögregluna við framkvæmdina. Píratar fagna þessu skrefi en vilja ganga lengra enda hefði stefnan í málaflokknum lítið breyst frá árinu 1974.Halldóra ánægð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, sagði til að mynda að neytendum ætti að vera heimilt að hafa á sér tiltekið magn neysluskammta. „Ég vil svo hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til frekari dáða í því að stíga hér áfram braut skaðaminnkunar og afglæpavæðingar. Ef markmiðið er að byggja hér upp samfélag sem byggir á samkennd og umhyggju fyrir náunganum er nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut,” sagði Halldóra. Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss, ræddi fíkniefnastríðið við Heimi Má Pétursson fréttamann í Íslandi í dag hinn 21. maí 2015 en hún var þá stödd hér á landi í boði Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi. Dreifuss situr ásamt rúmlega tuttugu fyrrverandi þjóðarleiðtogum í hugveitunni Global Commission on Drug Policy sem þrýstir á heimsbyggðina um að breyta stefnunni í fíkniefnamálum.
Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira