Einstök staða á almenna vinnumarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2019 19:45 Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR marka ákveðin kaflaskipti í samskiptum deiluaðila á almenna vinnumarkaðnum þar sem friður hefur ríkt nánast allt frá gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir tæplega þrjátíu árum. Tæplega sólarhrings verkfall um sjö hundruð starfsmanna hótela innan Eflingar hinn 18. mars síðastliðinn og boðað sólarhrings verkfall ríflega tvö þúsund manns innan Eflingar og VR á fjörutíu hótelum og í störfum hjá rútufyrirtækjum á miðnætti, eru hörðustu aðgerðir á almennum vinnumarkaði í mörg ár. Fyrir utan langt verkfall sjómanna árið 2017 og þar á undan voru verkfallsaðgerðir boðaðar hjá VR árið 2015 en þeim var aflýst á síðustu stundu. Segja má að friður hafi ríkt á almenna vinnumarkaðnum allt fráþjóðarsáttarsamningunum árið 1990 þótt tekist hafi verið á við samningagerð undanfarin ár. Það er líka nýtt að VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fari í samflot eins og Efling, Verkalýðsfélög Akraness og Grindavíkur hafa verið í með VR undanfarna mánuði. VR er um margt ólíkt félögunum innan Starfsgreinasambandsins. Þótt vissulega megi finna hópa afgreiðslufólks á lágmarkslaunum innan VR er breiddin þar meiri en innan félaga verkamanna og verkakvenna.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri VR.Vísir/VilhelmEftirvinna aðeins til hjá VR Innan VR eru hópar sem stunda alls kyns skrifstofustörf og eru með laun langt yfir taxtalaunum en innan Eflingar, fjölmennasta félags Starfsgreinasambandsins, er breiddin minni og stærri hópar ófaglærðra sem taka laun samkvæmt töxtum eða fá litlar yfirborganir. Þá samdi VR um það fyrir mörgum árum að halda inni ákvæðum um eftirvinnu, sem gefur 40 prósenta álag á dagvinnukaup. Eftirvinnuhugtakið hvarf hins vegar úr samningum annarra verkalýðsfélaga fyrir mörgum árum. Þar er allur vinnutími fram yfir dagvinnu talinn sem yfirvinna með 80 prósenta álagi á dagvinnukaupið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki einhugur innan stjórnar VR um stefnu formannsins Ragnars Þórs Ingólfssonar. Margir stjórnarmenn telja til dæmis að Ragnar Þór hefði átt að kynna drög að samningi sem Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi formaður Landssambands verslunarmanna, sagði í gær að legið hafi fyrir, fyrir stjórn VR en ekki hafna þeim án nokkurrar umræðu. Ef sólarhringsverkfalið skellur á á miðnætti má segja að brotið verði í blað í sögu átaka á almenna vinnumarkaðnum. Verkfallið gæti ýtti samningsaðilum til að semja en gæti líka hleypt illu blóði í samningsaðila. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR marka ákveðin kaflaskipti í samskiptum deiluaðila á almenna vinnumarkaðnum þar sem friður hefur ríkt nánast allt frá gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir tæplega þrjátíu árum. Tæplega sólarhrings verkfall um sjö hundruð starfsmanna hótela innan Eflingar hinn 18. mars síðastliðinn og boðað sólarhrings verkfall ríflega tvö þúsund manns innan Eflingar og VR á fjörutíu hótelum og í störfum hjá rútufyrirtækjum á miðnætti, eru hörðustu aðgerðir á almennum vinnumarkaði í mörg ár. Fyrir utan langt verkfall sjómanna árið 2017 og þar á undan voru verkfallsaðgerðir boðaðar hjá VR árið 2015 en þeim var aflýst á síðustu stundu. Segja má að friður hafi ríkt á almenna vinnumarkaðnum allt fráþjóðarsáttarsamningunum árið 1990 þótt tekist hafi verið á við samningagerð undanfarin ár. Það er líka nýtt að VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fari í samflot eins og Efling, Verkalýðsfélög Akraness og Grindavíkur hafa verið í með VR undanfarna mánuði. VR er um margt ólíkt félögunum innan Starfsgreinasambandsins. Þótt vissulega megi finna hópa afgreiðslufólks á lágmarkslaunum innan VR er breiddin þar meiri en innan félaga verkamanna og verkakvenna.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri VR.Vísir/VilhelmEftirvinna aðeins til hjá VR Innan VR eru hópar sem stunda alls kyns skrifstofustörf og eru með laun langt yfir taxtalaunum en innan Eflingar, fjölmennasta félags Starfsgreinasambandsins, er breiddin minni og stærri hópar ófaglærðra sem taka laun samkvæmt töxtum eða fá litlar yfirborganir. Þá samdi VR um það fyrir mörgum árum að halda inni ákvæðum um eftirvinnu, sem gefur 40 prósenta álag á dagvinnukaup. Eftirvinnuhugtakið hvarf hins vegar úr samningum annarra verkalýðsfélaga fyrir mörgum árum. Þar er allur vinnutími fram yfir dagvinnu talinn sem yfirvinna með 80 prósenta álagi á dagvinnukaupið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki einhugur innan stjórnar VR um stefnu formannsins Ragnars Þórs Ingólfssonar. Margir stjórnarmenn telja til dæmis að Ragnar Þór hefði átt að kynna drög að samningi sem Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi formaður Landssambands verslunarmanna, sagði í gær að legið hafi fyrir, fyrir stjórn VR en ekki hafna þeim án nokkurrar umræðu. Ef sólarhringsverkfalið skellur á á miðnætti má segja að brotið verði í blað í sögu átaka á almenna vinnumarkaðnum. Verkfallið gæti ýtti samningsaðilum til að semja en gæti líka hleypt illu blóði í samningsaðila.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15
Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05
Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31