Rúnar og Eyrún fengu eineggja tvíbura frá brúðkaupsgestunum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2019 10:30 Eyrún og Rúnar eiga von á tvíburum og höfðu þau efni á ferlinu eftir brúðkaup sitt. Vala Matt heimsótti hjónin Rúnar Geirmundsson, kraftlyftingamann, og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur, einkaþjálfara, í Íslandi í dag í gærkvöldi en þau voru búin að reyna að eignast barn í meira en fjögur ár en ekkert gekk. Þau ákváðu þá að fara í glasafrjóvgun. En glasafrjóvgun er rándýr á Íslandi enda ekki niðurgreidd eins og á hinum Norðurlöndunum og kostar því tæpar sex hundruð þúsund krónur sem er ekki á allra færi og segjast þau vita um þónokkur pör sem hreinlega hafi ekki efni á að fara í glasafrjóvgun og segja þetta því einungis fyrir efnað fólk. „Ég tók þetta mjög mikið inn á mig því mér fannst þetta vera mér að kenna og mér fannst ég vera bregðast honum. Svona verður maður ruglaður og þetta er ótrúlega erfitt hvað þetta gerir við höfuðið,“ segir Eyrún um þann tíma þegar það kom í ljós að hún væri ófrjó. „Þetta er ekkert hennar vandamál, við erum gift og erum í þessu saman,“ segir Rúnar. Fengu yndislega brúðkaupsgjöf og eiga von á tvíburum. Þegar Rúnar og Eyrún svo giftu sig ákváðu brúkaupsgestirnir að leggja saman í púkk og gefa þeim pening svo þau hefðu ráð á aðgerðinni. „Við förum í viðtalstíma í Livio og læknirinn segir strax við okkur að hún sé ófrjó og það þýði ekkert fyrir okkur að reyna neitt annað en glasafrjóvgun,“ segir Rúnar. „Við sendum ekki út nein boðskort eða neitt og báðum vini okkar á Facebook um að styrkja okkur. Okkur fannst við vera smá dónalega að vera biðja um eitthvað, en við höfum ekkert að gera við vasa eða sængurver og því báðum við bara um smá hjálp að stofna fjölskyldu,“ segir Rúnar. Brúðkaupsgjöfin var sannarlega góð því í dag eiga þau von á eineggja tvíburum og má því segja að þau hafi fengið tvíbura í brúðkaupsgjöf og eru í dag mjög hamingjusöm. Þau gagnrýna yfirvöld hér á landi þar nánast sé enginn niðurgreiðsla hér á landi í tæknifrjóvgunum, þvert á móti við norðurlöndin. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Frjósemi Ísland í dag Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
Vala Matt heimsótti hjónin Rúnar Geirmundsson, kraftlyftingamann, og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur, einkaþjálfara, í Íslandi í dag í gærkvöldi en þau voru búin að reyna að eignast barn í meira en fjögur ár en ekkert gekk. Þau ákváðu þá að fara í glasafrjóvgun. En glasafrjóvgun er rándýr á Íslandi enda ekki niðurgreidd eins og á hinum Norðurlöndunum og kostar því tæpar sex hundruð þúsund krónur sem er ekki á allra færi og segjast þau vita um þónokkur pör sem hreinlega hafi ekki efni á að fara í glasafrjóvgun og segja þetta því einungis fyrir efnað fólk. „Ég tók þetta mjög mikið inn á mig því mér fannst þetta vera mér að kenna og mér fannst ég vera bregðast honum. Svona verður maður ruglaður og þetta er ótrúlega erfitt hvað þetta gerir við höfuðið,“ segir Eyrún um þann tíma þegar það kom í ljós að hún væri ófrjó. „Þetta er ekkert hennar vandamál, við erum gift og erum í þessu saman,“ segir Rúnar. Fengu yndislega brúðkaupsgjöf og eiga von á tvíburum. Þegar Rúnar og Eyrún svo giftu sig ákváðu brúkaupsgestirnir að leggja saman í púkk og gefa þeim pening svo þau hefðu ráð á aðgerðinni. „Við förum í viðtalstíma í Livio og læknirinn segir strax við okkur að hún sé ófrjó og það þýði ekkert fyrir okkur að reyna neitt annað en glasafrjóvgun,“ segir Rúnar. „Við sendum ekki út nein boðskort eða neitt og báðum vini okkar á Facebook um að styrkja okkur. Okkur fannst við vera smá dónalega að vera biðja um eitthvað, en við höfum ekkert að gera við vasa eða sængurver og því báðum við bara um smá hjálp að stofna fjölskyldu,“ segir Rúnar. Brúðkaupsgjöfin var sannarlega góð því í dag eiga þau von á eineggja tvíburum og má því segja að þau hafi fengið tvíbura í brúðkaupsgjöf og eru í dag mjög hamingjusöm. Þau gagnrýna yfirvöld hér á landi þar nánast sé enginn niðurgreiðsla hér á landi í tæknifrjóvgunum, þvert á móti við norðurlöndin. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Frjósemi Ísland í dag Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira