Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 10:05 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í kröfustöðu með sínu fólki fyrir utan hús atvinnulífsins í morgun. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. Aðspurð hvort funda eigi í dag, á verkfallsdegi, segist hún ekki hafa fylgst með tölvupóstinum sínum en hún viti ekki til þess að það hafi verið boðað til fundar. Henni finnst þó mjög líklegt að deiluaðilar hittist á morgun. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu á Vísi skömmu fyrir klukkan 10 í morgun. Þá var hún ásamt félögum sínum í Eflingu í kröfustöðu fyrir utan Hús atvinnulífsins en í morgun hófst verkfall rúmlega 2000 félagsmanna í Eflingu og VR. Verkfallið nær til hótelstarfsmanna og hópferðabílstjóra. „Ég bara vona sannarlega að þessar manneskjur sem sitja hér inni sjái okkur og heyri í okkur, sýni samningsvilja og átti sig á því að það er löngu komið nóg. Það er löngu kominn tími til þess að þær manneskjur sem sannarlega hafa keyrt áfram gróðann og góðærið á síðustu árum fái loksins að uppskera það sem þau eiga skilið fyrir alla sína miklu vinnu,“ segir Sólveig Anna. Efling verður með dagskrá fyrir hópferðabílstjóra í Vinabæ í dag sem hefst klukkan 13 og stendur fram eftir degi en húsið opnar klukkan 12. Þá fara hótelstarfsmenn áfram um bæinn og verða í kröfustöðum við hótel þar sem starfsmenn hafa lagt niður störf. Spurð út í það hvernig sé með aðra hópferðabílstjóra sem séu í öðrum stéttarfélögum og hvort að þeim sé heimilt að keyra segir Sólveig Anna að Efling líti svo á að þeim sé það ekki heimilt. „Við lítum svo á að það sé ekki heimilt. Ég vil bara hvetja þá til að sýna samstöðu með þessum aðgerðum og sinna ekki akstri og ekki síst í ljósi þess að ef og þegar við vinnum þessa baráttu okkar þá munu þeir náttúrulega njóta góðs af því líka.“ Sólveig Anna segir að Efling sinni verkfallsvörslu víða í dag. „Við hér erum ekki í því að stöðva rútur. Við aftur á móti áttum orð við þá bílstjóra sem við höfum mætt og hvöttum þá einfaldlega til þess að gera ekki það sem þeir voru að gera.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. Aðspurð hvort funda eigi í dag, á verkfallsdegi, segist hún ekki hafa fylgst með tölvupóstinum sínum en hún viti ekki til þess að það hafi verið boðað til fundar. Henni finnst þó mjög líklegt að deiluaðilar hittist á morgun. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu á Vísi skömmu fyrir klukkan 10 í morgun. Þá var hún ásamt félögum sínum í Eflingu í kröfustöðu fyrir utan Hús atvinnulífsins en í morgun hófst verkfall rúmlega 2000 félagsmanna í Eflingu og VR. Verkfallið nær til hótelstarfsmanna og hópferðabílstjóra. „Ég bara vona sannarlega að þessar manneskjur sem sitja hér inni sjái okkur og heyri í okkur, sýni samningsvilja og átti sig á því að það er löngu komið nóg. Það er löngu kominn tími til þess að þær manneskjur sem sannarlega hafa keyrt áfram gróðann og góðærið á síðustu árum fái loksins að uppskera það sem þau eiga skilið fyrir alla sína miklu vinnu,“ segir Sólveig Anna. Efling verður með dagskrá fyrir hópferðabílstjóra í Vinabæ í dag sem hefst klukkan 13 og stendur fram eftir degi en húsið opnar klukkan 12. Þá fara hótelstarfsmenn áfram um bæinn og verða í kröfustöðum við hótel þar sem starfsmenn hafa lagt niður störf. Spurð út í það hvernig sé með aðra hópferðabílstjóra sem séu í öðrum stéttarfélögum og hvort að þeim sé heimilt að keyra segir Sólveig Anna að Efling líti svo á að þeim sé það ekki heimilt. „Við lítum svo á að það sé ekki heimilt. Ég vil bara hvetja þá til að sýna samstöðu með þessum aðgerðum og sinna ekki akstri og ekki síst í ljósi þess að ef og þegar við vinnum þessa baráttu okkar þá munu þeir náttúrulega njóta góðs af því líka.“ Sólveig Anna segir að Efling sinni verkfallsvörslu víða í dag. „Við hér erum ekki í því að stöðva rútur. Við aftur á móti áttum orð við þá bílstjóra sem við höfum mætt og hvöttum þá einfaldlega til þess að gera ekki það sem þeir voru að gera.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Sjá meira
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00