Engin gósentíð í nótt hjá leigubílstjórum Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2019 12:32 Einar Árnason segir að það hafi ekki verið nein uppgrip í nótt, eins og margir ætluðu að yrðu. Einar Árnason formaður bílstjórafélagsins Fylkis í Keflavík segir rútur Kynnisferða hafa farið um eins og venjulega þó nú sé yfirstandandi verkfall. „Þetta var engin gósentíð fyrir leigubílstjóra þrátt fyrir þetta verkfall. Reyndar er engin gósentíð fyrir leigubílstjóra almennt,“ segir Einar. Hann segir að fleiri leigubíla hafi verið mættir á vettvang í nótt en venjulega, við Leifsstöð, til að mæta ætlaðri aukningu ferða vegna verkfalls rútubílsstjóra sem hófst í nótt. En, það hafi þá bara þýtt að fleiri voru um hituna. En, þeir voru að mæta eftirspurn sem engin var því ekki var um fleiri túra að ræða en alla jafna. Vísir ræddi í gær við Guðmund Börk Thorarensen, framkvæmdastjóra BSR-leigubíla, og hann taldi þá vandséð að leigubílstjórar gætu annað eftirspurn þegar rútubílstjórar leggðu niður störf. En, ekki fór það nú svo.Kynnisferðir fara um eins og ekkert sé verkfallið „Eina sem við urðum varir við að það eru fleiri en venjulega sem hanga hér við flugsstöðina. Hefur ekkert aukist vinnan. Enda keyra Kynnisferðir hér fram og til baka. Ég held ég hafi talið átta rútur í morgun þegar mest var,“ segir Einar. Þetta hafi því gengið sinn vanagang hjá leigubílstjórum.Leigubílar við Leifsstöð í nótt. Ekkert að gera. Leigubílstjórar gripu í tómt.visir/Jói K„Kynnisferðir eru ekkert að rifa seglin, alla veganna virðast þessi verkföll ekki hafa mikil áhrif á ferðirnar hjá okkur leigubílsstjórum. Ekkert aukist vegna þessara verkfalla. Hérna suðurfrá í nótt þá jókst bara fjöldi bíla í umferð og það var því meiri bið. Þetta eru ekki uppgrip fyrir menn eins og margir halda.“Rólegt í nótt hjá leigubílstjórum Einar segist hafa spurt félaga sína í leigubílstjórastétt hvernig þetta hafi verið í Reykjavík og samkvæmt því var fullt af lausum bílum alls staðar. „Þó margir haldi eitthvað annað þá er oftast nóg af leigubílum og oft of mikil. Þetta verkfall hefur ekki haft þau áhrif að það hafi verið meira að gera.“ Vísir hefur rætt við fleiri leigubílsstjóra í morgun sem hafa sömu sögu að segja. Einn þeirra benti á að það gæti orðið athyglisvert að sjá hvernig ástandið verður um klukkan 15 í dag þegar síðdegisflugið er.Leifsstöð nú áðan, með augum Einars. Ekki mikið að gerast í fólksflutningum.einar árnason Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27 Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Einar Árnason formaður bílstjórafélagsins Fylkis í Keflavík segir rútur Kynnisferða hafa farið um eins og venjulega þó nú sé yfirstandandi verkfall. „Þetta var engin gósentíð fyrir leigubílstjóra þrátt fyrir þetta verkfall. Reyndar er engin gósentíð fyrir leigubílstjóra almennt,“ segir Einar. Hann segir að fleiri leigubíla hafi verið mættir á vettvang í nótt en venjulega, við Leifsstöð, til að mæta ætlaðri aukningu ferða vegna verkfalls rútubílsstjóra sem hófst í nótt. En, það hafi þá bara þýtt að fleiri voru um hituna. En, þeir voru að mæta eftirspurn sem engin var því ekki var um fleiri túra að ræða en alla jafna. Vísir ræddi í gær við Guðmund Börk Thorarensen, framkvæmdastjóra BSR-leigubíla, og hann taldi þá vandséð að leigubílstjórar gætu annað eftirspurn þegar rútubílstjórar leggðu niður störf. En, ekki fór það nú svo.Kynnisferðir fara um eins og ekkert sé verkfallið „Eina sem við urðum varir við að það eru fleiri en venjulega sem hanga hér við flugsstöðina. Hefur ekkert aukist vinnan. Enda keyra Kynnisferðir hér fram og til baka. Ég held ég hafi talið átta rútur í morgun þegar mest var,“ segir Einar. Þetta hafi því gengið sinn vanagang hjá leigubílstjórum.Leigubílar við Leifsstöð í nótt. Ekkert að gera. Leigubílstjórar gripu í tómt.visir/Jói K„Kynnisferðir eru ekkert að rifa seglin, alla veganna virðast þessi verkföll ekki hafa mikil áhrif á ferðirnar hjá okkur leigubílsstjórum. Ekkert aukist vegna þessara verkfalla. Hérna suðurfrá í nótt þá jókst bara fjöldi bíla í umferð og það var því meiri bið. Þetta eru ekki uppgrip fyrir menn eins og margir halda.“Rólegt í nótt hjá leigubílstjórum Einar segist hafa spurt félaga sína í leigubílstjórastétt hvernig þetta hafi verið í Reykjavík og samkvæmt því var fullt af lausum bílum alls staðar. „Þó margir haldi eitthvað annað þá er oftast nóg af leigubílum og oft of mikil. Þetta verkfall hefur ekki haft þau áhrif að það hafi verið meira að gera.“ Vísir hefur rætt við fleiri leigubílsstjóra í morgun sem hafa sömu sögu að segja. Einn þeirra benti á að það gæti orðið athyglisvert að sjá hvernig ástandið verður um klukkan 15 í dag þegar síðdegisflugið er.Leifsstöð nú áðan, með augum Einars. Ekki mikið að gerast í fólksflutningum.einar árnason
Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27 Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17