Freyja sigraði í Landsrétti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 15:55 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, einn af eigendum Réttar,til vinstri flutti málið fyrir Landsrétti og fluttu hún og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður,til hægri, málið fyrir héraðsdómi. Freyja Haraldsdóttir getur sótt um að fá að taka barn í fóstur á ný. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks, gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. Í júní hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfum Freyju um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun á umsókn Freyju um að taka barn í fóstur áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið. Aðspurð um hvaða þýðingu dómur Landsréttar hefur fyrir Freyju svarar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju: „Niðurstaðan er raunverulega sú að henni hafi verið mismunað vegna fötlunar eða að minnsta kosti hafi ekki verið sýnt fram á það hefði ekki verið ástæða þess að hún fékk ekki að sitja matsnámskeið þar sem mat á hæfni fer fram til þess að gerast fósturforeldri.“ Sigrún segir að kjarni málsins sé hin mjög svo ólíka málsmeðferð sem Freyja fékk að því er virðist eingöngu vegna fötlunar. „Niðurstaðan er sú að hún hefði átt að sitja þetta námskeið þar sem hæfni hennar er metin eins og annarra áður en ákvörðun er tekin um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri eða ekki.“Getur Freyja sótt um að nýju? „Já, nú væri í rauninni eðlilegasta næsta skref að hún færi á þetta matsnámskeið sem við höfum gert athugasemdir við að hún hafi ekki fengið að fara á og þar myndi mat á hæfninni fara fram og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri alveg eins og hjá öllum öðrum.“ Í dómi Landsréttar segir að með því að hafna umsókn Freyju á þeim grundvelli að hún uppfyllti ekki almenn skilyrði án þess að gefa henni kost á að sækja námskeiðið hafi henni verið mismunað vegna fötlunar. „Á stefnda hvíldi sú skylda að gæta þess við afgreiðslu á umsókn áfrýjanda um fósturleyfi að ekki væri á hana hallað vegna fötlunar, sbr. jafnræðisreglur stjórnarskrár og stjórnsýslulaga.“Hér er hægt að lesa dóm Landsréttar í heild sinni. Dómsmál Félagsmál Tengdar fréttir "Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30 Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00 Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks, gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. Í júní hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfum Freyju um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun á umsókn Freyju um að taka barn í fóstur áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið. Aðspurð um hvaða þýðingu dómur Landsréttar hefur fyrir Freyju svarar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju: „Niðurstaðan er raunverulega sú að henni hafi verið mismunað vegna fötlunar eða að minnsta kosti hafi ekki verið sýnt fram á það hefði ekki verið ástæða þess að hún fékk ekki að sitja matsnámskeið þar sem mat á hæfni fer fram til þess að gerast fósturforeldri.“ Sigrún segir að kjarni málsins sé hin mjög svo ólíka málsmeðferð sem Freyja fékk að því er virðist eingöngu vegna fötlunar. „Niðurstaðan er sú að hún hefði átt að sitja þetta námskeið þar sem hæfni hennar er metin eins og annarra áður en ákvörðun er tekin um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri eða ekki.“Getur Freyja sótt um að nýju? „Já, nú væri í rauninni eðlilegasta næsta skref að hún færi á þetta matsnámskeið sem við höfum gert athugasemdir við að hún hafi ekki fengið að fara á og þar myndi mat á hæfninni fara fram og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri alveg eins og hjá öllum öðrum.“ Í dómi Landsréttar segir að með því að hafna umsókn Freyju á þeim grundvelli að hún uppfyllti ekki almenn skilyrði án þess að gefa henni kost á að sækja námskeiðið hafi henni verið mismunað vegna fötlunar. „Á stefnda hvíldi sú skylda að gæta þess við afgreiðslu á umsókn áfrýjanda um fósturleyfi að ekki væri á hana hallað vegna fötlunar, sbr. jafnræðisreglur stjórnarskrár og stjórnsýslulaga.“Hér er hægt að lesa dóm Landsréttar í heild sinni.
Dómsmál Félagsmál Tengdar fréttir "Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30 Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00 Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
"Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30
Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11