Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 16:58 Ein af Boeing 737 MAX vélum Icelandair en vélarnar hafa nú verið kyrrsettar. boeing Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. Virkni búnaðarins snýst um að sýna á skjá vélarinnar stöðu mælinga á afstöðu flugvélar á lofti. Greint var frá því í Stundinni í dag að Icelandair hefði ekki keypt búnaðinn og hafði það eftir heimildum en einnig var greint frá málinu í Morgunblaðinu og staðfesti upplýsingafulltrúi félagsins við blaðið að búnaðurinn hefði ekki verið keyptur. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að félagið hafi ekki keypt búnaðinn. Búnaðurinn verði hins vegar partur af Boeing 737 MAX vélum Icelandair í framtíðinni. Hann segir ástæðuna vera þá að sérfræðingar fyrirtækisins töldu að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar við kaup á vélunum hefði svona mæling ekki haft áhrif á öryggi. Auk þess valdi Icelandair annan öryggisbúnað sem veiti mikið af þeim upplýsingum sem hinn búnaðurinn veitir. Því hefur verið haldið fram að búnaðurinn sem Icelandair keypti ekki hefði mögulega getað minnkað eitthvað líkurnar á flugslysunum í Eþíópíu og Indónesíu. Tæplega 350 fórust í flugslysunum tveimur sem urðu annars vegar í október síðastliðnum og hins vegar fyrr í þessum mánuði. Jens segir að þessi fullyrðing um búnaðinn sé ótímabær og ekki sennileg að mati Icelandair. Hann bendir jafnframt á að orsakir slyssins í Eþíópíu hafi ekki enn verið staðfestar og því séu allar fullyrðingar í tengslum við það ótímabærar. „Við teljum hins vegar að m.v. fyrirliggjandi upplýsingar hefði þessi búnaður ekki haft teljandi áhrif á getu áhafnar til að bregðast við þeim aðstæðum sem komu upp í Indónesíu. Við höfum þrátt fyrir það skoðað þetta nánar og sem partur af uppfærðum öryggisferlum okkar verður þessi búnaður partur af Boeing 737 MAX vélunum í framtíðinni. Þá langar mig til þess að ítreka að öryggi áhafna okkar og farþega hefur alltaf verið og verður alltaf í fyrsta sæti í starfsemi Icelandair. Varðandi Boeing 737 MAX vélarnar, þá hefur viðhald þeirra, þjálfun flugmanna og áhafna okkar verið unnið samkvæmt ströngustu öryggisferlum og eins og almennt í flugrekstri er sífellt verið að vinna að auknu öryggi,“ segir í svari Jens.Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í frétt Morgunblaðsins. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. Virkni búnaðarins snýst um að sýna á skjá vélarinnar stöðu mælinga á afstöðu flugvélar á lofti. Greint var frá því í Stundinni í dag að Icelandair hefði ekki keypt búnaðinn og hafði það eftir heimildum en einnig var greint frá málinu í Morgunblaðinu og staðfesti upplýsingafulltrúi félagsins við blaðið að búnaðurinn hefði ekki verið keyptur. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að félagið hafi ekki keypt búnaðinn. Búnaðurinn verði hins vegar partur af Boeing 737 MAX vélum Icelandair í framtíðinni. Hann segir ástæðuna vera þá að sérfræðingar fyrirtækisins töldu að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar við kaup á vélunum hefði svona mæling ekki haft áhrif á öryggi. Auk þess valdi Icelandair annan öryggisbúnað sem veiti mikið af þeim upplýsingum sem hinn búnaðurinn veitir. Því hefur verið haldið fram að búnaðurinn sem Icelandair keypti ekki hefði mögulega getað minnkað eitthvað líkurnar á flugslysunum í Eþíópíu og Indónesíu. Tæplega 350 fórust í flugslysunum tveimur sem urðu annars vegar í október síðastliðnum og hins vegar fyrr í þessum mánuði. Jens segir að þessi fullyrðing um búnaðinn sé ótímabær og ekki sennileg að mati Icelandair. Hann bendir jafnframt á að orsakir slyssins í Eþíópíu hafi ekki enn verið staðfestar og því séu allar fullyrðingar í tengslum við það ótímabærar. „Við teljum hins vegar að m.v. fyrirliggjandi upplýsingar hefði þessi búnaður ekki haft teljandi áhrif á getu áhafnar til að bregðast við þeim aðstæðum sem komu upp í Indónesíu. Við höfum þrátt fyrir það skoðað þetta nánar og sem partur af uppfærðum öryggisferlum okkar verður þessi búnaður partur af Boeing 737 MAX vélunum í framtíðinni. Þá langar mig til þess að ítreka að öryggi áhafna okkar og farþega hefur alltaf verið og verður alltaf í fyrsta sæti í starfsemi Icelandair. Varðandi Boeing 737 MAX vélarnar, þá hefur viðhald þeirra, þjálfun flugmanna og áhafna okkar verið unnið samkvæmt ströngustu öryggisferlum og eins og almennt í flugrekstri er sífellt verið að vinna að auknu öryggi,“ segir í svari Jens.Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í frétt Morgunblaðsins.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45
Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45