Segir Íslendinga hafa full yfirráð í raforkumálum í orkupakka III Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2019 20:00 Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka eitt og tvö sem fólu í sér markaðsvæðingu á framleiðslu og sölu á raforku. Þriðji orkupakkinn felur í sér ákvæði um neytendavernd og aðgang að flutnings- og dreifikerfum, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar í framleiðslu og sölu frá sérleyfisrekstri í flutningi og dreifingu. Margir óttuðust að með innleiðingunni fælist að gefið væri eftir vald í raforkumálum til alþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins og verð á raforku myndi hækka með tengingu við evrópska raforkumarkaðinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekkert breytast varðandi yfirráð Íslendinga yfir raforkumálum sínum. „Það hafa margir haft áhyggjur og við höfum komið til móts við þær. Þetta er orkupakki á íslenskum forsendum. Menn hafa haft áhyggjur af tvennu. Annars vegar að þetta standist ekki stjórnarskrá og hins vegar að við yrðum tengd orkumarkaði Evrópu hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Það mun ekki gerast,” segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra leggur þingsályktunartillögu um innleiðingu pakkans fyrir Alþingi í næstu viku og iðnaðarráðherra leggur fram frumvörp um breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun sem ætlað er eftirlitshlutverk með málaflokknum. Þær reglur sem eiga við um flutning raforku yfir landamæri eru innleiddar með þeim lagalega fyrirvara að þær komi ekki til framkvæmda nema að Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. „Það eru allir fræðimenn sem að málinu hafa komið sammála um að þetta standist stjórnarskrá. Sömuleiðis er það tryggt að hér verður ekki lagður sæstrengur nema Alþingi ákveði það sérstaklega. Og þá þarf að byrja með málið í rauninni upp á nýtt,” segir Guðlaugur Þór. Þennan skilning hefur utanríkisráðherra fengið staðfestan á símafundi með orku- og loftslagsmálastjóra Evrópusambandsins. Til að ítreka afstöðu Íslands enn frekar ákváðu þingflokkar stjórnarflokkanna á sameiginlegum fundi á miðvikudag að umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink til Skotlands yrði dregin til baka Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka eitt og tvö sem fólu í sér markaðsvæðingu á framleiðslu og sölu á raforku. Þriðji orkupakkinn felur í sér ákvæði um neytendavernd og aðgang að flutnings- og dreifikerfum, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar í framleiðslu og sölu frá sérleyfisrekstri í flutningi og dreifingu. Margir óttuðust að með innleiðingunni fælist að gefið væri eftir vald í raforkumálum til alþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins og verð á raforku myndi hækka með tengingu við evrópska raforkumarkaðinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekkert breytast varðandi yfirráð Íslendinga yfir raforkumálum sínum. „Það hafa margir haft áhyggjur og við höfum komið til móts við þær. Þetta er orkupakki á íslenskum forsendum. Menn hafa haft áhyggjur af tvennu. Annars vegar að þetta standist ekki stjórnarskrá og hins vegar að við yrðum tengd orkumarkaði Evrópu hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Það mun ekki gerast,” segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra leggur þingsályktunartillögu um innleiðingu pakkans fyrir Alþingi í næstu viku og iðnaðarráðherra leggur fram frumvörp um breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun sem ætlað er eftirlitshlutverk með málaflokknum. Þær reglur sem eiga við um flutning raforku yfir landamæri eru innleiddar með þeim lagalega fyrirvara að þær komi ekki til framkvæmda nema að Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. „Það eru allir fræðimenn sem að málinu hafa komið sammála um að þetta standist stjórnarskrá. Sömuleiðis er það tryggt að hér verður ekki lagður sæstrengur nema Alþingi ákveði það sérstaklega. Og þá þarf að byrja með málið í rauninni upp á nýtt,” segir Guðlaugur Þór. Þennan skilning hefur utanríkisráðherra fengið staðfestan á símafundi með orku- og loftslagsmálastjóra Evrópusambandsins. Til að ítreka afstöðu Íslands enn frekar ákváðu þingflokkar stjórnarflokkanna á sameiginlegum fundi á miðvikudag að umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink til Skotlands yrði dregin til baka
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00
Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55
Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29