Viðar: Ég og Kjarri erum góðir vinir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar 22. mars 2019 22:27 Viðar Örn Kjartansson átti góða innkomu í leik Andorra og Íslands í kvöld. Hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og skoraði seinna markið í 2-0 sigri Íslands. „Það var mikill léttir að sjá hann inni. Ég hitti hann vel,“ sagði Viðar kampakátur eftir leikinn. „Það er skemmtilegra þegar markið er mikilvægt og það kláraði leikinn. Ég er sáttur.“ Viðar kom inn í landsliðið eftir að það kom saman á Peralada á Spáni í upphafi vikunnar en hann segir að það hafi ekki verið ákveðið fyrirfram að hann kæmi inn svo seint. „Hamren hringdi í mig. Ég var ekki búinn að spila fótbolta í smá tíma, alla vega ekki að viti. Ég var því hungraður í að koma hingað. Ég var spenntur fyrir þessu verkefni.“ Viðar segir að það sé ekkert grín að spila við Andorra á þessum velli. „Þeir eru erfiðir, geta refsað og beitt skyndisóknum. Þeir liggja svolítið í grasinu og svo leggja þeir rútunni í teignum. Það þarf mikla þolinmæði til að spila hérna.“ Hann er mjög feginn að Ísland fari nú til Parísar með þrjú stig. „Fyrir nokkrum árum hefði það ef til vill þótt vera alger skylda að vinna hér með nokkrum mörkum. En þeir hafa bætt sig mikið og náð í flott úrslit. Þetta er líka gott start hjá okkur og mikill léttir.“ Viðar fagnaði marki sínu í dag nokkuð sérstaklega, en það minnti á Twitter-færslu Kjartans Henrys Finnbogasonar fyrr í vikunni sem fjallað er um hér að neðan. „Það er búið að vera smá grín á vikunni á Twitter. Þetta var bara létt grín til baka. Ég og Kjarri erum góðir félagar og þetta er bara gert í mesta bróðerni. Ég var búinn að ákveða að fagna svona.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35 Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson átti góða innkomu í leik Andorra og Íslands í kvöld. Hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og skoraði seinna markið í 2-0 sigri Íslands. „Það var mikill léttir að sjá hann inni. Ég hitti hann vel,“ sagði Viðar kampakátur eftir leikinn. „Það er skemmtilegra þegar markið er mikilvægt og það kláraði leikinn. Ég er sáttur.“ Viðar kom inn í landsliðið eftir að það kom saman á Peralada á Spáni í upphafi vikunnar en hann segir að það hafi ekki verið ákveðið fyrirfram að hann kæmi inn svo seint. „Hamren hringdi í mig. Ég var ekki búinn að spila fótbolta í smá tíma, alla vega ekki að viti. Ég var því hungraður í að koma hingað. Ég var spenntur fyrir þessu verkefni.“ Viðar segir að það sé ekkert grín að spila við Andorra á þessum velli. „Þeir eru erfiðir, geta refsað og beitt skyndisóknum. Þeir liggja svolítið í grasinu og svo leggja þeir rútunni í teignum. Það þarf mikla þolinmæði til að spila hérna.“ Hann er mjög feginn að Ísland fari nú til Parísar með þrjú stig. „Fyrir nokkrum árum hefði það ef til vill þótt vera alger skylda að vinna hér með nokkrum mörkum. En þeir hafa bætt sig mikið og náð í flott úrslit. Þetta er líka gott start hjá okkur og mikill léttir.“ Viðar fagnaði marki sínu í dag nokkuð sérstaklega, en það minnti á Twitter-færslu Kjartans Henrys Finnbogasonar fyrr í vikunni sem fjallað er um hér að neðan. „Það er búið að vera smá grín á vikunni á Twitter. Þetta var bara létt grín til baka. Ég og Kjarri erum góðir félagar og þetta er bara gert í mesta bróðerni. Ég var búinn að ákveða að fagna svona.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35 Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35
Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39
Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27
Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45