Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Sighvatur Jónsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. mars 2019 13:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir það vera eina markmið félagsins að ná samningum áður en næstu verkföll hefjast á fimmtudag. Hann segir viðræðurnar vera leysanlegar og hrósar stjórnvöldum fyrir jákvæðari nálgun en áður. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot hafa verið framin víðar en hún bjóst við og þau hafi verið grófari. Næsti sáttafundur í deilunni er á mánudag. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að verkföllin í gær hafi verið söguleg. VR félagar fóru síðast í verkfall fyrir 31 ári. Eigendur fyrirtækja og stjórnendur hafi komist í gegnum sólarhringinn með herkjum en mun þyngra verði þegar aðgerðirnar ná yfir tvo og þrjá daga, en tveggja daga verkfall er boðað á fimmtudag. „Auðvitað var eitthvað um orðaskipti og eitthvað slíkt en heilt yfir held ég að þetta hafi bara gengið eins vel og hægt er.” Ragnar Þór segir að verkfallsbrot verði tilkynnt og félagið muni leita réttar síns hvað þau varðar. Næsti sáttafundur er boðaður á mánudagsmorgun og gert er ráð fyrir að hann standi til klukkan fjögur. Samningsaðilar sátu langan fund hjá ríkissáttasemjara fram á kvöld á fimmtudag. „Mér finnst hljóðið í mönnum töluvert mikið betra heldur en hefur verið og við ætlum að fara í þessar viðræður og klára þær. Það er dagskipun okkar í VR að ná samningi áður en næsti aðgerðapakki skellur á.“ Ragnar Þór segir þó að staðan sé alvarleg og verkföll alltaf neyðarúrræði. „Ég tel þetta vera leysanlegt og mér finnst persónulega ekki vera það langt á milli. Sérstaklega ef við erum að horfa á þríhliða samkomulag við stjórnvöld. Við höfum unnið þar gríðarlega mikla vinnu í húsnæðismálum og margt sem að er farið að nálgast þar og ég skynja miklu meiri samningsvilja og mér finnst stjórnvöld vera að nálgast þetta af mun meiri jákvæðni heldur en áður,“ segir Ragnar Þór. Hann segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn og vongóður um að lending náist í málinu, þar til annað komi í ljós. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkfallsbrot hafi verið framin víða í gær. „Kannski má segja líka að þau hafi verið grófari og auðvitað á sumum stöðum var bara algjörlega opinskár og einbeittur brotavilji eins og á City Park Hotels þar sem það var ekki einu sinni reynt að fela að verkfallsbrot væru í gangi.“ Hún segir að annarsstaðar hafi verkfallsvörðum til að mynda ekki verið hleypt inn á hótel til þess að sinna verkfallsvörslu. Þeir hafi þá þurft að hafa töluvert fyrir því að sannfæra yfirmenn um að það væri réttur varðanna að fylgjast með framgangi verkfallanna. „Þetta var náttúrulega frekar ömurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Formaður VR segir það vera eina markmið félagsins að ná samningum áður en næstu verkföll hefjast á fimmtudag. Hann segir viðræðurnar vera leysanlegar og hrósar stjórnvöldum fyrir jákvæðari nálgun en áður. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot hafa verið framin víðar en hún bjóst við og þau hafi verið grófari. Næsti sáttafundur í deilunni er á mánudag. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að verkföllin í gær hafi verið söguleg. VR félagar fóru síðast í verkfall fyrir 31 ári. Eigendur fyrirtækja og stjórnendur hafi komist í gegnum sólarhringinn með herkjum en mun þyngra verði þegar aðgerðirnar ná yfir tvo og þrjá daga, en tveggja daga verkfall er boðað á fimmtudag. „Auðvitað var eitthvað um orðaskipti og eitthvað slíkt en heilt yfir held ég að þetta hafi bara gengið eins vel og hægt er.” Ragnar Þór segir að verkfallsbrot verði tilkynnt og félagið muni leita réttar síns hvað þau varðar. Næsti sáttafundur er boðaður á mánudagsmorgun og gert er ráð fyrir að hann standi til klukkan fjögur. Samningsaðilar sátu langan fund hjá ríkissáttasemjara fram á kvöld á fimmtudag. „Mér finnst hljóðið í mönnum töluvert mikið betra heldur en hefur verið og við ætlum að fara í þessar viðræður og klára þær. Það er dagskipun okkar í VR að ná samningi áður en næsti aðgerðapakki skellur á.“ Ragnar Þór segir þó að staðan sé alvarleg og verkföll alltaf neyðarúrræði. „Ég tel þetta vera leysanlegt og mér finnst persónulega ekki vera það langt á milli. Sérstaklega ef við erum að horfa á þríhliða samkomulag við stjórnvöld. Við höfum unnið þar gríðarlega mikla vinnu í húsnæðismálum og margt sem að er farið að nálgast þar og ég skynja miklu meiri samningsvilja og mér finnst stjórnvöld vera að nálgast þetta af mun meiri jákvæðni heldur en áður,“ segir Ragnar Þór. Hann segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn og vongóður um að lending náist í málinu, þar til annað komi í ljós. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkfallsbrot hafi verið framin víða í gær. „Kannski má segja líka að þau hafi verið grófari og auðvitað á sumum stöðum var bara algjörlega opinskár og einbeittur brotavilji eins og á City Park Hotels þar sem það var ekki einu sinni reynt að fela að verkfallsbrot væru í gangi.“ Hún segir að annarsstaðar hafi verkfallsvörðum til að mynda ekki verið hleypt inn á hótel til þess að sinna verkfallsvörslu. Þeir hafi þá þurft að hafa töluvert fyrir því að sannfæra yfirmenn um að það væri réttur varðanna að fylgjast með framgangi verkfallanna. „Þetta var náttúrulega frekar ömurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira