Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2019 20:04 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Blaðamannafélag Íslands íhugar nú að kæra stjórnsýslu fjölmiðlanefndar til umboðsmanns Alþingis. Gagnrýni félagsins beinist að beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla en hún snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Í fréttinni segir að blaðamannafélagið hafi áður gert athugasemd við birtingu nefndarinnar á áliti á efni fjölmiðla, sem grundvallaðist eingöngu á 26. grein laganna, í kjölfar kæra sem nefndinni barst og hún ákvað að taka til meðferðar.Áður hafði BÍ samþykkt að draga fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd vegna þessa.„Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjafans eins og hann birtist þegar fjölmiðlalögin urðu að lögum,“ segir á vef félagsins. Þar segir jafnframt að hafa verði í huga meirihlutaálit menntamálanefndar, en þar kom fram að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.” Blaðamannafélagið telji nú að nefndin hafi farið út fyrir þau valdmörk sem henni er sett í álitinu. Þá segir Blaðamannafélagið það „stórlega ámælisverða stjórnsýslu“ af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa birt álit sem grundvölluðust eingöngu á umræddri 26. grein fjölmiðlalaganna án þess að setja formreglur um hvaða skilyrði kærur þyrftu að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefndinni. „Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdsviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrningu eða að reynt hafi verið að krefjast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands íhugar nú að kæra stjórnsýslu fjölmiðlanefndar til umboðsmanns Alþingis. Gagnrýni félagsins beinist að beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla en hún snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Í fréttinni segir að blaðamannafélagið hafi áður gert athugasemd við birtingu nefndarinnar á áliti á efni fjölmiðla, sem grundvallaðist eingöngu á 26. grein laganna, í kjölfar kæra sem nefndinni barst og hún ákvað að taka til meðferðar.Áður hafði BÍ samþykkt að draga fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd vegna þessa.„Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjafans eins og hann birtist þegar fjölmiðlalögin urðu að lögum,“ segir á vef félagsins. Þar segir jafnframt að hafa verði í huga meirihlutaálit menntamálanefndar, en þar kom fram að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.” Blaðamannafélagið telji nú að nefndin hafi farið út fyrir þau valdmörk sem henni er sett í álitinu. Þá segir Blaðamannafélagið það „stórlega ámælisverða stjórnsýslu“ af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa birt álit sem grundvölluðust eingöngu á umræddri 26. grein fjölmiðlalaganna án þess að setja formreglur um hvaða skilyrði kærur þyrftu að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefndinni. „Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdsviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrningu eða að reynt hafi verið að krefjast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42