Ólafur: Erum ekki í þessu til að vera hraðahindrun fyrir þá Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2019 21:25 Ólafur var hetja Grindvíkinga í kvöld. Vísir/Eyþór „Ég held ég hafi gert þetta síðast þegar var í unglingaflokki. Þetta er geggjuð tilfinning,“ sagði hetja Grindvíkinga, Ólafur Ólafsson, eftir leikinn gegn Stjörnunni í kvöld en hann skoraði sigurkörfuna um leið og flautan gall. Staðan í einvíginu er 1-1. „Við vorum flottir og héldum áfram að spila hörkuvörn og létum boltann ganga aðeins betur í sókninni. Boltaflæðið datt aðeins niður í þriðja leikhluta en ég var aldrei smeykur. Kaninn þeirra átti frábært skot hér í lokin þannig að við þurftum að taka lokaskotið og vinna og við gerðum það sem betur fer,“ bætti Ólafur við en Brandon Rozzell jafnaði metin þegar hann setti niður þriggja stiga skot og víti að auki þegar 12 sekúndur voru eftir. Grindvíkingar náðu annars að stoppa Rozzell ágætlega og karfan undir lokin var fyrsta þriggja stiga skotið sem Rozzell setti niður eftir ellefu misheppnaðar tilraunir þar á undan. „Við spiluðum hörkuvörn á hann og reyndum að láta hann hafa fyrir hlutunum, hann á alltaf eftir að setja sín skot og það er í raun bara hægt að hægja aðeins á honum og gera þetta saman.“ „Ef við gerum hlutina saman erum við mjög góðir í vörn og sókn. Í kvöld unnum við eitt besta liðið á landinu og förum bara með hökuna upp og kassann út á miðvikudag í Garðabæinn.“ Umræðan fyrir þetta einvígi hjá körfuboltaáhugamönnum snerist að mestu um að Stjarnan færi ósigrað áfram í undanúrslitin. Grindvíkingar sýndu hins vegar í kvöld, sem og í leiknum á fimmtudag, að þeir eru með aðrar hugmyndir. „Við erum ekkert í þessu til að vera hraðahindrun fyrir þá. Við erum í þessu til að fara áfram í næstu umferð og þurfum að vinna besta liðið á landinu til að gera það. Þá þurfum við bara að gera það og mætum fullir stjálfstrausts í næsta leik.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu sigurkörfu Ólafs í Grindavík Það var ótrúleg dramatík í Röstinni í Grindavík í kvöld þegar Grindvíkingar jöfnuðu einvígi sitt við Stjörnuna í 8-liða úrslitum karla í körfubolta. 24. mars 2019 21:11 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
„Ég held ég hafi gert þetta síðast þegar var í unglingaflokki. Þetta er geggjuð tilfinning,“ sagði hetja Grindvíkinga, Ólafur Ólafsson, eftir leikinn gegn Stjörnunni í kvöld en hann skoraði sigurkörfuna um leið og flautan gall. Staðan í einvíginu er 1-1. „Við vorum flottir og héldum áfram að spila hörkuvörn og létum boltann ganga aðeins betur í sókninni. Boltaflæðið datt aðeins niður í þriðja leikhluta en ég var aldrei smeykur. Kaninn þeirra átti frábært skot hér í lokin þannig að við þurftum að taka lokaskotið og vinna og við gerðum það sem betur fer,“ bætti Ólafur við en Brandon Rozzell jafnaði metin þegar hann setti niður þriggja stiga skot og víti að auki þegar 12 sekúndur voru eftir. Grindvíkingar náðu annars að stoppa Rozzell ágætlega og karfan undir lokin var fyrsta þriggja stiga skotið sem Rozzell setti niður eftir ellefu misheppnaðar tilraunir þar á undan. „Við spiluðum hörkuvörn á hann og reyndum að láta hann hafa fyrir hlutunum, hann á alltaf eftir að setja sín skot og það er í raun bara hægt að hægja aðeins á honum og gera þetta saman.“ „Ef við gerum hlutina saman erum við mjög góðir í vörn og sókn. Í kvöld unnum við eitt besta liðið á landinu og förum bara með hökuna upp og kassann út á miðvikudag í Garðabæinn.“ Umræðan fyrir þetta einvígi hjá körfuboltaáhugamönnum snerist að mestu um að Stjarnan færi ósigrað áfram í undanúrslitin. Grindvíkingar sýndu hins vegar í kvöld, sem og í leiknum á fimmtudag, að þeir eru með aðrar hugmyndir. „Við erum ekkert í þessu til að vera hraðahindrun fyrir þá. Við erum í þessu til að fara áfram í næstu umferð og þurfum að vinna besta liðið á landinu til að gera það. Þá þurfum við bara að gera það og mætum fullir stjálfstrausts í næsta leik.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu sigurkörfu Ólafs í Grindavík Það var ótrúleg dramatík í Röstinni í Grindavík í kvöld þegar Grindvíkingar jöfnuðu einvígi sitt við Stjörnuna í 8-liða úrslitum karla í körfubolta. 24. mars 2019 21:11 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Sjáðu sigurkörfu Ólafs í Grindavík Það var ótrúleg dramatík í Röstinni í Grindavík í kvöld þegar Grindvíkingar jöfnuðu einvígi sitt við Stjörnuna í 8-liða úrslitum karla í körfubolta. 24. mars 2019 21:11