Fór með réttindi fanga fyrir Hæstarétt og vann Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. mars 2019 06:00 Helgi fékk kosningarétt sinn staðfestan í Hæstarétti. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnússon háði skjóta baráttu fyrir mannréttindum sínum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 1986 og braut blað í réttindum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna Hafskipsmálsins. Þetta kemur fram í bókinni Lífið í lit, eftir Björn Jón Bragason, um æviminningar Helga. „Þegar við lendum í þessu gæsluvarðhaldi, þá eru akkúrat kosningar. Mér var synjað um að kjósa og þá var engin spurning um að láta á þetta reyna, enda mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá. Við förum svo með þetta, við lögmaður minn, Ólafur Gústafsson, fyrst í undirrétt þar sem málið tapaðist og svo í Hæstarétt sem samþykkti að málið fengi flýtimeðferð. Svo féllst rétturinn á það daginn fyrir kosningar að ég mætti kjósa,“ rifjar Helgi upp og segist hafa notið þess að standa í röð til að kjósa utankjörfundar á Seltjarnarnesi. „Ég fór svo með atkvæðið mitt innsiglað á kosningaskrifstofu í Valhöll og þannig fannst mér verknaðurinn fullkomnaður,“ segir Helgi en í bókinni er rifjað upp hvernig mönnum í Valhöll varð við þegar Helgi kom askvaðandi þar inn með atkvæði sitt og heilsaði mönnum, þar á meðal tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hafskipa. Í dómi Hæstaréttar í málinu er vísað til þeirrar undirstöðureglu að þvingunarráðstafanir sem beitt er við rannsóknir sakamála valdi eins litlu óhagræði fyrir sökunauta og mögulegt er. Ekki verði séð að það stofni markmiði varðhaldsins í hættu að sakborningi sé gefinn kostur á að neyta atkvæðisréttar síns. „Þessi dómur var talinn fordæmisgefandi, ekki síst um réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar. Fréttablaðið fann ekki heimildir fyrir því að fangar í íslenskum fangelsum hafi kosið áður en þessi atvik urðu en tveimur árum áður voru gerðar breytingar á stjórnarskrá og skilyrði kosningaréttar um óflekkað mannorð fellt út. Eftir þá breytingu fengu fangar jafnan rétt og aðrir til að kjósa. En fyrrnefndar kosningar til sveitarstjórna voru fyrstu almennu kosningar sem fram fóru eftir breytinguna. Það þurfti þó ekki stjórnarskrárbreytingar til að veita Helga kosningarétt enda ekki í afplánun heldur gæsluvarðhaldi. Hann hafði engan dóm fengið og mannorð hans því óflekkað að lögum. „Kjörsókn í fangelsum er eflaust betri en víðast hvar annars staðar á landinu í dag,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Fulltrúi sýslumanns setur kjörfund í öllum fangelsum og flestir taka þennan rétt hátíðlega og nýta atkvæðisrétt sinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Helgi Magnússon háði skjóta baráttu fyrir mannréttindum sínum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 1986 og braut blað í réttindum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna Hafskipsmálsins. Þetta kemur fram í bókinni Lífið í lit, eftir Björn Jón Bragason, um æviminningar Helga. „Þegar við lendum í þessu gæsluvarðhaldi, þá eru akkúrat kosningar. Mér var synjað um að kjósa og þá var engin spurning um að láta á þetta reyna, enda mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá. Við förum svo með þetta, við lögmaður minn, Ólafur Gústafsson, fyrst í undirrétt þar sem málið tapaðist og svo í Hæstarétt sem samþykkti að málið fengi flýtimeðferð. Svo féllst rétturinn á það daginn fyrir kosningar að ég mætti kjósa,“ rifjar Helgi upp og segist hafa notið þess að standa í röð til að kjósa utankjörfundar á Seltjarnarnesi. „Ég fór svo með atkvæðið mitt innsiglað á kosningaskrifstofu í Valhöll og þannig fannst mér verknaðurinn fullkomnaður,“ segir Helgi en í bókinni er rifjað upp hvernig mönnum í Valhöll varð við þegar Helgi kom askvaðandi þar inn með atkvæði sitt og heilsaði mönnum, þar á meðal tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hafskipa. Í dómi Hæstaréttar í málinu er vísað til þeirrar undirstöðureglu að þvingunarráðstafanir sem beitt er við rannsóknir sakamála valdi eins litlu óhagræði fyrir sökunauta og mögulegt er. Ekki verði séð að það stofni markmiði varðhaldsins í hættu að sakborningi sé gefinn kostur á að neyta atkvæðisréttar síns. „Þessi dómur var talinn fordæmisgefandi, ekki síst um réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar. Fréttablaðið fann ekki heimildir fyrir því að fangar í íslenskum fangelsum hafi kosið áður en þessi atvik urðu en tveimur árum áður voru gerðar breytingar á stjórnarskrá og skilyrði kosningaréttar um óflekkað mannorð fellt út. Eftir þá breytingu fengu fangar jafnan rétt og aðrir til að kjósa. En fyrrnefndar kosningar til sveitarstjórna voru fyrstu almennu kosningar sem fram fóru eftir breytinguna. Það þurfti þó ekki stjórnarskrárbreytingar til að veita Helga kosningarétt enda ekki í afplánun heldur gæsluvarðhaldi. Hann hafði engan dóm fengið og mannorð hans því óflekkað að lögum. „Kjörsókn í fangelsum er eflaust betri en víðast hvar annars staðar á landinu í dag,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Fulltrúi sýslumanns setur kjörfund í öllum fangelsum og flestir taka þennan rétt hátíðlega og nýta atkvæðisrétt sinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29
Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30