Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Jóhann K. Jóhannsson, Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. mars 2019 13:49 Frá samningafundi í Karphúsinu í síðustu viku. vísir/vilhelm Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. Fundurinn átti að standa til klukkan 16 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundinum slitið fyrr en áætlað var vegna óvissunnar sem uppi er vegna WOW air. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir í samtali við fréttastofu að í raun hafi ekkert nýtt komið fram á fundinum en til umræðu var launaliðurinn sem hefur verið helsta bitbein deiluaðila. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að Eflingarfólk hafi sammælst um að tjá sig ekki um efni fundarins í dag. Hann vonast þó til þess að geta tjáð sig nánar um viðræðurnar eftir fundinn á morgun. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, rær nú lífróður til þess að bjarga félaginu frá gjaldþroti eftir að það slitnaði upp úr viðræðum WOW og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri WOW um miðjan dag í gær. Flugum WOW air til og frá London var aflýst í morgun og þá hafa fjölmiðlar greint frá því að tvær vélar flugfélagsins hafi verið kyrrsettar erlendis að beiðni eigenda þeirra. Þá er ekki hægt að bóka flug með WOW air til og frá London á morgun og ekki heldur til Kaupmannahafnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Formaður VR leyfir sér að vera bjartsýnn og vongóður um framhaldið í kjarabaráttunni. 23. mars 2019 13:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins. 25. mars 2019 10:20 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. Fundurinn átti að standa til klukkan 16 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundinum slitið fyrr en áætlað var vegna óvissunnar sem uppi er vegna WOW air. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir í samtali við fréttastofu að í raun hafi ekkert nýtt komið fram á fundinum en til umræðu var launaliðurinn sem hefur verið helsta bitbein deiluaðila. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að Eflingarfólk hafi sammælst um að tjá sig ekki um efni fundarins í dag. Hann vonast þó til þess að geta tjáð sig nánar um viðræðurnar eftir fundinn á morgun. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, rær nú lífróður til þess að bjarga félaginu frá gjaldþroti eftir að það slitnaði upp úr viðræðum WOW og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri WOW um miðjan dag í gær. Flugum WOW air til og frá London var aflýst í morgun og þá hafa fjölmiðlar greint frá því að tvær vélar flugfélagsins hafi verið kyrrsettar erlendis að beiðni eigenda þeirra. Þá er ekki hægt að bóka flug með WOW air til og frá London á morgun og ekki heldur til Kaupmannahafnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Formaður VR leyfir sér að vera bjartsýnn og vongóður um framhaldið í kjarabaráttunni. 23. mars 2019 13:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins. 25. mars 2019 10:20 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Formaður VR leyfir sér að vera bjartsýnn og vongóður um framhaldið í kjarabaráttunni. 23. mars 2019 13:45
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins. 25. mars 2019 10:20
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00