Náttúrulegt ónæmi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. mars 2019 07:00 Mörgum brá í brún þegar Matvælastofnun tilkynnti í síðustu viku að athugun á sýklalyfjaónæmi í kjöti og dýrum árið 2018 hefði sýnt fram á að ónæmi sé sannarlega til staðar í íslensku búfé. Ónæmi þetta er vissulega minna en gengur og gerist annars staðar í álfunni, en þó var það að finna í tæplega 4 prósentum sýna sem tekin voru úr íslenskum lömbum (heildarfjöldi sýna í skimun MAST var 76). „Líkt öðru búfé, eru íslensk lömb ekki laus við bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eða sem geta þróað slíkt ónæmi og dreift í aðrar bakteríur,“ sagði í yfirlýsingu Matvælastofnunar. Þar sagði jafnframt að ekki væri vitað hvernig ónæmar E. coli bakteríur bárust í lömbin, eða hvort ónæmið myndaðist í lömbunum. Það samtal sem við höfum freistað þess að eiga um sýklalyfjaónæmi og innflutning á ferskum matvælum hefur fyrir löngu verið afvegaleitt með ýkjum, öfgum, hræðsluáróðri og lítilsvirðingu gagnvart vísindalegri þekkingu. Þetta á bæði við um þá sem berjast fyrir rýmri heimildum til innflutnings, og þeirra sem tala gegn þeim. Í skotgröfunum verða hin margvíslegu blæbrigði málaflokksins útvötnuð og einsleit. Bakteríur eru hinir raunverulegu húsbændur á þessari plánetu. Við erum boðflennurnar í hnattrænu kjörlendi þeirra. Einfrumungar voru með fyrstu lífverum á Jörðinni og í dag er heildar lífmassi baktería meiri en samanlagður lífmassi allra plantna og dýra. Þær hafa jafnframt hertekið líkama okkar en þeir hafa að geyma mun fleiri bakteríur en líkamsfrumur. Bakteríur eru hreinlega betri en við í að lifa. Líffræði baktería gefur þeim þróunarlegt forskot. Þær skipta sér á ógnarhraða og stökkbreytingar sem veita forskot, eins og ónæmi fyrir sýklalyfi, getur með auðveldum hætti orðið ráðandi í tilteknu umhverfi. Svo klárar eru bakteríurnar að sýklalyfjaónæmið kom á undan sýklalyfjunum, enda hefur ónæmi fundist í allt að 30 þúsund ára gömlum sýnum. Með öflugu eftirliti og samvinnu þvert á landamæri er hægt að halda sýklalyfjaónæmi – hinni miklu heilsufarsógn okkar tíma – í skefjum. En því verður aldrei útrýmt og að líkindum mun okkur í besta falli takast að fresta hinu óumflýjanlega. Vandamálið er hins vegar ekki óyfirstíganlegt. Það hefur aldrei haft góðar afleiðingar í för með sér að smætta flókin mál niður í einfalt tvenndarkerfi; já eða nei, með eða á móti. Í tilfelli sýklalyfjaónæmis eru afleiðingar af slíkri nálgun bæði þær að djúpstæður og nauðsynlegur skilningur á málaflokknum verður æ sjaldgæfari, og þær að við verðum enn verr í stakk búin en áður til að takast á við raunverulegt neyðarástand þegar það kemur upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Landbúnaður Vísindi Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum brá í brún þegar Matvælastofnun tilkynnti í síðustu viku að athugun á sýklalyfjaónæmi í kjöti og dýrum árið 2018 hefði sýnt fram á að ónæmi sé sannarlega til staðar í íslensku búfé. Ónæmi þetta er vissulega minna en gengur og gerist annars staðar í álfunni, en þó var það að finna í tæplega 4 prósentum sýna sem tekin voru úr íslenskum lömbum (heildarfjöldi sýna í skimun MAST var 76). „Líkt öðru búfé, eru íslensk lömb ekki laus við bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eða sem geta þróað slíkt ónæmi og dreift í aðrar bakteríur,“ sagði í yfirlýsingu Matvælastofnunar. Þar sagði jafnframt að ekki væri vitað hvernig ónæmar E. coli bakteríur bárust í lömbin, eða hvort ónæmið myndaðist í lömbunum. Það samtal sem við höfum freistað þess að eiga um sýklalyfjaónæmi og innflutning á ferskum matvælum hefur fyrir löngu verið afvegaleitt með ýkjum, öfgum, hræðsluáróðri og lítilsvirðingu gagnvart vísindalegri þekkingu. Þetta á bæði við um þá sem berjast fyrir rýmri heimildum til innflutnings, og þeirra sem tala gegn þeim. Í skotgröfunum verða hin margvíslegu blæbrigði málaflokksins útvötnuð og einsleit. Bakteríur eru hinir raunverulegu húsbændur á þessari plánetu. Við erum boðflennurnar í hnattrænu kjörlendi þeirra. Einfrumungar voru með fyrstu lífverum á Jörðinni og í dag er heildar lífmassi baktería meiri en samanlagður lífmassi allra plantna og dýra. Þær hafa jafnframt hertekið líkama okkar en þeir hafa að geyma mun fleiri bakteríur en líkamsfrumur. Bakteríur eru hreinlega betri en við í að lifa. Líffræði baktería gefur þeim þróunarlegt forskot. Þær skipta sér á ógnarhraða og stökkbreytingar sem veita forskot, eins og ónæmi fyrir sýklalyfi, getur með auðveldum hætti orðið ráðandi í tilteknu umhverfi. Svo klárar eru bakteríurnar að sýklalyfjaónæmið kom á undan sýklalyfjunum, enda hefur ónæmi fundist í allt að 30 þúsund ára gömlum sýnum. Með öflugu eftirliti og samvinnu þvert á landamæri er hægt að halda sýklalyfjaónæmi – hinni miklu heilsufarsógn okkar tíma – í skefjum. En því verður aldrei útrýmt og að líkindum mun okkur í besta falli takast að fresta hinu óumflýjanlega. Vandamálið er hins vegar ekki óyfirstíganlegt. Það hefur aldrei haft góðar afleiðingar í för með sér að smætta flókin mál niður í einfalt tvenndarkerfi; já eða nei, með eða á móti. Í tilfelli sýklalyfjaónæmis eru afleiðingar af slíkri nálgun bæði þær að djúpstæður og nauðsynlegur skilningur á málaflokknum verður æ sjaldgæfari, og þær að við verðum enn verr í stakk búin en áður til að takast á við raunverulegt neyðarástand þegar það kemur upp.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun