Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2019 09:00 Þrátt fyrir viðtæka kyrrsetningu heldur Boeing áfram að prófa 737 MAX-vélar sínar. Hér má sjá eina 8-þotu taka á loft frá flugvelli skammt frá höfuðstöðvum Boeing í Renton í Washingtonríki á föstudag. Getty/Stephen Brashear Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. Flugvélaframleiðandinn Boeing, sem sætt hefur harðri gagnrýni eftir hrap 737 MAX 8-þotunnar þann 10. mars síðastliðinn, bíður í ofvæni eftir niðurstöðunum, rétt eins og aðrir í fluggeiranum. Ekki er þó ljóst hvort að þær geti, með óyggjandi hætti, svarað spurningum um hvort rekja megi slysið til margumrædds hugbúnaðar 737-vélanna. Hugbúnaðurinn á að varna því að þoturnar ofrísi og hefur verið þungamiðjan í rannsóknum á slysi Ethiopian Air, rétt eins og í hrapi 737 MAX-vélar Lion Air, sem fórst undan ströndum Jövu í lok október. Tæplega 350 manns létu lífið í slysunum tveimur. Boeing hefur unnið hörðum höndum að hugbúnaðaruppfærslu á síðustu vikum og gert er ráð fyrir að hún verði formlega kynnt til sögunnar á fundi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Renton á morgun. Heimildarmenn sem sagðir eru þekkja til vinnunnar við uppfærsluna segja að hún muni meðal annars fela í sér breytingar á skynjurunum sem ætlað er að greina ofrisið. „Greini tveimur skynjurum mikið á,“ eins og það er orðað í frétt Reuters, mun slökkna á ofrisvarnarbúnaðinum, í stað þess að sjálfstýring vélanna grípi inn í og beini nefi þeirra niður eins og þekkist í dag.Sjá einnig: Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAXForstjóri Ethiopian Airlines sagði í gær að líklegt væri að rekja mætti slysið þann 10. mars til búnaðarins. Hann hefur þó enga aðkomu að rannsókn slyssins og var ekki tilbúinn að greina frá því hvaðan hann hefði þessar upplýsingar og því hefur yfirlýsingum hans verið tekið með fyrirvara í erlendum miðlum. Eins og Vísir greindi frá í gær mun Icelandair senda sína fulltrúa á fundinn í Renton, en íslenska flugfélagið hefur verið með þrjár 737 MAX-þotur í rekstri á síðustu mánuðum. Reuters segir þó að meira þurfi að koma til en hugbúnaðaruppfærslan ein og sér, flugstjórnaryfirvöld verði að fallast á uppfærsluna svo að hægt verði að aflétta kyrrsetningu vélanna um víða veröld. Talsmaður eþíópíska samgönguráðuneytisins, sem hefur yfirumsjón með rannsókn slyssins í Addis Ababa, sagði í samtali við fjölmiðla í dag að það verði að teljast „mjög, mjög líklegt“ að bráðabirgðaniðurstöður verði kynntar í vikunni. Þó geti alltaf eitthvað óvænt komið upp og því ekki fullkomlega hægt að útiloka að það gæti dregist eitthvað. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. 22. mars 2019 16:58 Hugbúnaðaruppfærsla Boeing skref í átt að flugi Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný. 25. mars 2019 14:30 Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. Flugvélaframleiðandinn Boeing, sem sætt hefur harðri gagnrýni eftir hrap 737 MAX 8-þotunnar þann 10. mars síðastliðinn, bíður í ofvæni eftir niðurstöðunum, rétt eins og aðrir í fluggeiranum. Ekki er þó ljóst hvort að þær geti, með óyggjandi hætti, svarað spurningum um hvort rekja megi slysið til margumrædds hugbúnaðar 737-vélanna. Hugbúnaðurinn á að varna því að þoturnar ofrísi og hefur verið þungamiðjan í rannsóknum á slysi Ethiopian Air, rétt eins og í hrapi 737 MAX-vélar Lion Air, sem fórst undan ströndum Jövu í lok október. Tæplega 350 manns létu lífið í slysunum tveimur. Boeing hefur unnið hörðum höndum að hugbúnaðaruppfærslu á síðustu vikum og gert er ráð fyrir að hún verði formlega kynnt til sögunnar á fundi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Renton á morgun. Heimildarmenn sem sagðir eru þekkja til vinnunnar við uppfærsluna segja að hún muni meðal annars fela í sér breytingar á skynjurunum sem ætlað er að greina ofrisið. „Greini tveimur skynjurum mikið á,“ eins og það er orðað í frétt Reuters, mun slökkna á ofrisvarnarbúnaðinum, í stað þess að sjálfstýring vélanna grípi inn í og beini nefi þeirra niður eins og þekkist í dag.Sjá einnig: Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAXForstjóri Ethiopian Airlines sagði í gær að líklegt væri að rekja mætti slysið þann 10. mars til búnaðarins. Hann hefur þó enga aðkomu að rannsókn slyssins og var ekki tilbúinn að greina frá því hvaðan hann hefði þessar upplýsingar og því hefur yfirlýsingum hans verið tekið með fyrirvara í erlendum miðlum. Eins og Vísir greindi frá í gær mun Icelandair senda sína fulltrúa á fundinn í Renton, en íslenska flugfélagið hefur verið með þrjár 737 MAX-þotur í rekstri á síðustu mánuðum. Reuters segir þó að meira þurfi að koma til en hugbúnaðaruppfærslan ein og sér, flugstjórnaryfirvöld verði að fallast á uppfærsluna svo að hægt verði að aflétta kyrrsetningu vélanna um víða veröld. Talsmaður eþíópíska samgönguráðuneytisins, sem hefur yfirumsjón með rannsókn slyssins í Addis Ababa, sagði í samtali við fjölmiðla í dag að það verði að teljast „mjög, mjög líklegt“ að bráðabirgðaniðurstöður verði kynntar í vikunni. Þó geti alltaf eitthvað óvænt komið upp og því ekki fullkomlega hægt að útiloka að það gæti dregist eitthvað.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. 22. mars 2019 16:58 Hugbúnaðaruppfærsla Boeing skref í átt að flugi Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný. 25. mars 2019 14:30 Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. 22. mars 2019 16:58
Hugbúnaðaruppfærsla Boeing skref í átt að flugi Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný. 25. mars 2019 14:30
Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45